Oft er litið til morðtíðni þegar það er metið hversu hættulegar borgir eru fyrir fólk. Þó ekki sé þetta óumdeildur mælikvarði, þá gefur hann ákveðna vísbendingu um hættustigið í það minnsta.
Í skýrslu UNODC, stofnunar Sameinuðu þjóðann sem berst gegn glæpastarfsemi og fíkniefnamisferli, má sjá upplýsingar um hvaða fimm borgir í heiminum eru taldar hættulegasta með tilliti til morðtíðni.
Þær eiga það allar sameiginlegt að vera þekktar fyrir skipulagða glæpastarfsemi.
-
Basseterre - Saint Kitts & Nevis, Mið-Ameríka. 132 morð á hverja 100 þúsund íbúa.
-
Caracas - Venesúela, Suður-Ameríka. 122 morð á hverja 100 þúsund íbúa.
-
Guatemala City - Guatemala, Mið-Ameríka. 116 morð á hverja 100 þúsund íbúa.
-
Belize City - Belís, Mið-Ameríka. 105 morð á hverja 100 þúsund íbúa.
-
Tegucigalpa - Hondúras, Mið-Ameríka. 102 morð á hverja 100 þúsund íbúa.