Karolina Fund: Ný íslensk "feel good" kvikmynd

b9c76c4055d4a32803d397780b516601.jpg
Auglýsing

Þegar Snævar Sölva­son var hálfn­aður með námið sitt í Kvik­mynda­skóla Íslands ákvað hann að láta draum sinn ræt­ast og búa til bíó­mynd. Hann skrif­aði hand­ritið og safn­aði saman hópi af hæfi­leik­a­ríku fólki. Eftir að hafa tekið upp kvik­mynd í fullri lengd þarf hóp­ur­inn nú aðstoð við að klára eft­ir­vinnsl­una svo myndin kom­ist í kvik­mynda­hús í sum­ar.

Kjarn­inn ræddi við Ævar Örn Jóhanns­son leik­ara og fram­leið­anda kvik­mynd­ar­innar ALBATROSS.

https://www.youtu­be.com/watch?v=A­YreFjw7YpA

Auglýsing

 

 Lét draum ræt­astHvaðan kemur hug­myndin að kvik­mynd­inni ALBATROSS?

"Hug­myndin kemur úr koll­inum hans Snæv­ars Sölva­sonar sem bæði skrif­aði hand­ritið og leik­stýrði mynd­inni. Þegar hann var í sum­ar­fríi frá Kvik­mynda­skóla Íslands þá ákvað hann að taka málin í sínar eigin hendur og bara láta draum­inn ræt­ast með því að búa til bíó­mynd í stað þess að leita að sum­ar­vinnu enn eitt árið. Hug­detta sem vatt fljótt uppá sig og lauk öllum und­ir­bún­ingi og tökum þarna um sum­ar­ið.

Nú erum við í óða önn að safna fyrir þeirri tækni­vinnslu sem eftir er, t.d. hljóð- og mynd­vinnslu, í gegnum Karol­ina Fund. Allir sem vilja geta þar lagt okkur lið og fengið bíómiða á for­sýn­ing­una og margt fleira skemmti­legt að laun­um. Stefnan er svo sett á að frum­sýna þennan "feel good" sum­arsmell í lok maí."

fc10ffd9b18ae474e9add3a4aa072e98

Eru til fyr­ir­myndir að per­són­un­um?

"Það er nú oft þannig þegar maður kemur úr litlu sam­fé­lagi þar sem allir þekkja alla að maður nýti sér ýmsa kyn­lega kvisti frá hinum og þessum karakt­er­um. Þá á það jafn­vel við fyrir leik­ar­ana í þeirra per­sónu­sköpun sem og við hand­rita­skrifin sjálf. Lítið verður þó látið uppi með það þó að ein­hverjar skemmti­legar teng­ingar sé eflaust hægt að finna enda mis­jafnt hvað fólk rýnir í. Mætti segja að ákveðnir karakt­erar í mynd­inni og margar aðstæður líka ef út í það er far­ið, séu eitt­hvað sem flestir ættu að geta tengt eitt­hvað við úr sínu dag­lega lífi. Allt er þó í góðu gamni gert enda væri heim­ur­inn ekki jafn lit­ríkur ef við værum öll eins.

Ætli Snævar hafi ekki einna mest sniðið aðal­karakt­er­inn Tomma svo­lítið að sjálfum mér í bland við að vera smá rauna­saga frá honum sjálf­um. Það hefur hann gert til að nýta sér ákveðna og sér­stæða kosti við kvik­mynda­gerð­ina eins og t.d. svif­vængja­flugið (e. paragli­ding) sem ég er nokkuð viss um að hafi aldrei birst í íslenskri kvik­mynd áður."

b9e76209625f2bb9d3991397c5d177a8

 Vel sam­an­púsl­aður hópurSegðu mér aðeins frá hópnum sem stendur að ALBATROSS.

"Glæsi­legur hópur í alla staði og val­inn maður og kona í hverju rúmi. For­sprakk­inn að þessu öllu púsl­aði saman vel völdum ein­stak­lingum úr hinum og þessum áttum og náðu allir ein­stak­lega vel saman þó margir væru að hitt­ast í fyrsta skipti þarna við tök­ur. Nokkrir sem voru með Snæv­ari í kvik­mynda­gerð­ar­nám­inu, bæði tækni­fólk og leik­ar­ar, aðrir úr hans nán­asta umhverfi og margir að stíga sín fyrstu skref í svona stóru verk­efni. Svo bjuggum við svo vel að því að Pálmi Gests, sem hefur heim­sótt flest heim­ili lands­ins í gegnum skjá­inn, er einmitt frá Bol­ung­ar­vík og ákvað að taka slag­inn með okkur í mjög áhuga­verðu hlut­verki. Það er mik­ill lær­dómur sem maður getur dregið frá svo­leiðis sleggju sem þekkir brans­ann út og inn.

Núna reynum við bara öll eins og áður segir að fá fólk til að leggja hönd á plóg til að klára þessa mynd og koma henni í bíó. "

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None