Karolina Fund: Ný íslensk "feel good" kvikmynd

b9c76c4055d4a32803d397780b516601.jpg
Auglýsing

Þegar Snævar Sölva­son var hálfn­aður með námið sitt í Kvik­mynda­skóla Íslands ákvað hann að láta draum sinn ræt­ast og búa til bíó­mynd. Hann skrif­aði hand­ritið og safn­aði saman hópi af hæfi­leik­a­ríku fólki. Eftir að hafa tekið upp kvik­mynd í fullri lengd þarf hóp­ur­inn nú aðstoð við að klára eft­ir­vinnsl­una svo myndin kom­ist í kvik­mynda­hús í sum­ar.

Kjarn­inn ræddi við Ævar Örn Jóhanns­son leik­ara og fram­leið­anda kvik­mynd­ar­innar ALBATROSS.

https://www.youtu­be.com/watch?v=A­YreFjw7YpA

Auglýsing

 

 Lét draum ræt­astHvaðan kemur hug­myndin að kvik­mynd­inni ALBATROSS?

"Hug­myndin kemur úr koll­inum hans Snæv­ars Sölva­sonar sem bæði skrif­aði hand­ritið og leik­stýrði mynd­inni. Þegar hann var í sum­ar­fríi frá Kvik­mynda­skóla Íslands þá ákvað hann að taka málin í sínar eigin hendur og bara láta draum­inn ræt­ast með því að búa til bíó­mynd í stað þess að leita að sum­ar­vinnu enn eitt árið. Hug­detta sem vatt fljótt uppá sig og lauk öllum und­ir­bún­ingi og tökum þarna um sum­ar­ið.

Nú erum við í óða önn að safna fyrir þeirri tækni­vinnslu sem eftir er, t.d. hljóð- og mynd­vinnslu, í gegnum Karol­ina Fund. Allir sem vilja geta þar lagt okkur lið og fengið bíómiða á for­sýn­ing­una og margt fleira skemmti­legt að laun­um. Stefnan er svo sett á að frum­sýna þennan "feel good" sum­arsmell í lok maí."

fc10ffd9b18ae474e9add3a4aa072e98

Eru til fyr­ir­myndir að per­són­un­um?

"Það er nú oft þannig þegar maður kemur úr litlu sam­fé­lagi þar sem allir þekkja alla að maður nýti sér ýmsa kyn­lega kvisti frá hinum og þessum karakt­er­um. Þá á það jafn­vel við fyrir leik­ar­ana í þeirra per­sónu­sköpun sem og við hand­rita­skrifin sjálf. Lítið verður þó látið uppi með það þó að ein­hverjar skemmti­legar teng­ingar sé eflaust hægt að finna enda mis­jafnt hvað fólk rýnir í. Mætti segja að ákveðnir karakt­erar í mynd­inni og margar aðstæður líka ef út í það er far­ið, séu eitt­hvað sem flestir ættu að geta tengt eitt­hvað við úr sínu dag­lega lífi. Allt er þó í góðu gamni gert enda væri heim­ur­inn ekki jafn lit­ríkur ef við værum öll eins.

Ætli Snævar hafi ekki einna mest sniðið aðal­karakt­er­inn Tomma svo­lítið að sjálfum mér í bland við að vera smá rauna­saga frá honum sjálf­um. Það hefur hann gert til að nýta sér ákveðna og sér­stæða kosti við kvik­mynda­gerð­ina eins og t.d. svif­vængja­flugið (e. paragli­ding) sem ég er nokkuð viss um að hafi aldrei birst í íslenskri kvik­mynd áður."

b9e76209625f2bb9d3991397c5d177a8

 Vel sam­an­púsl­aður hópurSegðu mér aðeins frá hópnum sem stendur að ALBATROSS.

"Glæsi­legur hópur í alla staði og val­inn maður og kona í hverju rúmi. For­sprakk­inn að þessu öllu púsl­aði saman vel völdum ein­stak­lingum úr hinum og þessum áttum og náðu allir ein­stak­lega vel saman þó margir væru að hitt­ast í fyrsta skipti þarna við tök­ur. Nokkrir sem voru með Snæv­ari í kvik­mynda­gerð­ar­nám­inu, bæði tækni­fólk og leik­ar­ar, aðrir úr hans nán­asta umhverfi og margir að stíga sín fyrstu skref í svona stóru verk­efni. Svo bjuggum við svo vel að því að Pálmi Gests, sem hefur heim­sótt flest heim­ili lands­ins í gegnum skjá­inn, er einmitt frá Bol­ung­ar­vík og ákvað að taka slag­inn með okkur í mjög áhuga­verðu hlut­verki. Það er mik­ill lær­dómur sem maður getur dregið frá svo­leiðis sleggju sem þekkir brans­ann út og inn.

Núna reynum við bara öll eins og áður segir að fá fólk til að leggja hönd á plóg til að klára þessa mynd og koma henni í bíó. "

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None