Karolina Fund: Ný íslensk "feel good" kvikmynd

b9c76c4055d4a32803d397780b516601.jpg
Auglýsing

Þegar Snævar Sölva­son var hálfn­aður með námið sitt í Kvik­mynda­skóla Íslands ákvað hann að láta draum sinn ræt­ast og búa til bíó­mynd. Hann skrif­aði hand­ritið og safn­aði saman hópi af hæfi­leik­a­ríku fólki. Eftir að hafa tekið upp kvik­mynd í fullri lengd þarf hóp­ur­inn nú aðstoð við að klára eft­ir­vinnsl­una svo myndin kom­ist í kvik­mynda­hús í sum­ar.

Kjarn­inn ræddi við Ævar Örn Jóhanns­son leik­ara og fram­leið­anda kvik­mynd­ar­innar ALBATROSS.

https://www.youtu­be.com/watch?v=A­YreFjw7YpA

Auglýsing

 

 Lét draum ræt­astHvaðan kemur hug­myndin að kvik­mynd­inni ALBATROSS?

"Hug­myndin kemur úr koll­inum hans Snæv­ars Sölva­sonar sem bæði skrif­aði hand­ritið og leik­stýrði mynd­inni. Þegar hann var í sum­ar­fríi frá Kvik­mynda­skóla Íslands þá ákvað hann að taka málin í sínar eigin hendur og bara láta draum­inn ræt­ast með því að búa til bíó­mynd í stað þess að leita að sum­ar­vinnu enn eitt árið. Hug­detta sem vatt fljótt uppá sig og lauk öllum und­ir­bún­ingi og tökum þarna um sum­ar­ið.

Nú erum við í óða önn að safna fyrir þeirri tækni­vinnslu sem eftir er, t.d. hljóð- og mynd­vinnslu, í gegnum Karol­ina Fund. Allir sem vilja geta þar lagt okkur lið og fengið bíómiða á for­sýn­ing­una og margt fleira skemmti­legt að laun­um. Stefnan er svo sett á að frum­sýna þennan "feel good" sum­arsmell í lok maí."

fc10ffd9b18ae474e9add3a4aa072e98

Eru til fyr­ir­myndir að per­són­un­um?

"Það er nú oft þannig þegar maður kemur úr litlu sam­fé­lagi þar sem allir þekkja alla að maður nýti sér ýmsa kyn­lega kvisti frá hinum og þessum karakt­er­um. Þá á það jafn­vel við fyrir leik­ar­ana í þeirra per­sónu­sköpun sem og við hand­rita­skrifin sjálf. Lítið verður þó látið uppi með það þó að ein­hverjar skemmti­legar teng­ingar sé eflaust hægt að finna enda mis­jafnt hvað fólk rýnir í. Mætti segja að ákveðnir karakt­erar í mynd­inni og margar aðstæður líka ef út í það er far­ið, séu eitt­hvað sem flestir ættu að geta tengt eitt­hvað við úr sínu dag­lega lífi. Allt er þó í góðu gamni gert enda væri heim­ur­inn ekki jafn lit­ríkur ef við værum öll eins.

Ætli Snævar hafi ekki einna mest sniðið aðal­karakt­er­inn Tomma svo­lítið að sjálfum mér í bland við að vera smá rauna­saga frá honum sjálf­um. Það hefur hann gert til að nýta sér ákveðna og sér­stæða kosti við kvik­mynda­gerð­ina eins og t.d. svif­vængja­flugið (e. paragli­ding) sem ég er nokkuð viss um að hafi aldrei birst í íslenskri kvik­mynd áður."

b9e76209625f2bb9d3991397c5d177a8

 Vel sam­an­púsl­aður hópurSegðu mér aðeins frá hópnum sem stendur að ALBATROSS.

"Glæsi­legur hópur í alla staði og val­inn maður og kona í hverju rúmi. For­sprakk­inn að þessu öllu púsl­aði saman vel völdum ein­stak­lingum úr hinum og þessum áttum og náðu allir ein­stak­lega vel saman þó margir væru að hitt­ast í fyrsta skipti þarna við tök­ur. Nokkrir sem voru með Snæv­ari í kvik­mynda­gerð­ar­nám­inu, bæði tækni­fólk og leik­ar­ar, aðrir úr hans nán­asta umhverfi og margir að stíga sín fyrstu skref í svona stóru verk­efni. Svo bjuggum við svo vel að því að Pálmi Gests, sem hefur heim­sótt flest heim­ili lands­ins í gegnum skjá­inn, er einmitt frá Bol­ung­ar­vík og ákvað að taka slag­inn með okkur í mjög áhuga­verðu hlut­verki. Það er mik­ill lær­dómur sem maður getur dregið frá svo­leiðis sleggju sem þekkir brans­ann út og inn.

Núna reynum við bara öll eins og áður segir að fá fólk til að leggja hönd á plóg til að klára þessa mynd og koma henni í bíó. "

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None