Karolina Fund: Ný íslensk "feel good" kvikmynd

b9c76c4055d4a32803d397780b516601.jpg
Auglýsing

Þegar Snævar Sölva­son var hálfn­aður með námið sitt í Kvik­mynda­skóla Íslands ákvað hann að láta draum sinn ræt­ast og búa til bíó­mynd. Hann skrif­aði hand­ritið og safn­aði saman hópi af hæfi­leik­a­ríku fólki. Eftir að hafa tekið upp kvik­mynd í fullri lengd þarf hóp­ur­inn nú aðstoð við að klára eft­ir­vinnsl­una svo myndin kom­ist í kvik­mynda­hús í sum­ar.

Kjarn­inn ræddi við Ævar Örn Jóhanns­son leik­ara og fram­leið­anda kvik­mynd­ar­innar ALBATROSS.

https://www.youtu­be.com/watch?v=A­YreFjw7YpA

Auglýsing

 

 Lét draum ræt­ast



Hvaðan kemur hug­myndin að kvik­mynd­inni ALBATROSS?

"Hug­myndin kemur úr koll­inum hans Snæv­ars Sölva­sonar sem bæði skrif­aði hand­ritið og leik­stýrði mynd­inni. Þegar hann var í sum­ar­fríi frá Kvik­mynda­skóla Íslands þá ákvað hann að taka málin í sínar eigin hendur og bara láta draum­inn ræt­ast með því að búa til bíó­mynd í stað þess að leita að sum­ar­vinnu enn eitt árið. Hug­detta sem vatt fljótt uppá sig og lauk öllum und­ir­bún­ingi og tökum þarna um sum­ar­ið.

Nú erum við í óða önn að safna fyrir þeirri tækni­vinnslu sem eftir er, t.d. hljóð- og mynd­vinnslu, í gegnum Karol­ina Fund. Allir sem vilja geta þar lagt okkur lið og fengið bíómiða á for­sýn­ing­una og margt fleira skemmti­legt að laun­um. Stefnan er svo sett á að frum­sýna þennan "feel good" sum­arsmell í lok maí."

fc10ffd9b18ae474e9add3a4aa072e98

Eru til fyr­ir­myndir að per­són­un­um?

"Það er nú oft þannig þegar maður kemur úr litlu sam­fé­lagi þar sem allir þekkja alla að maður nýti sér ýmsa kyn­lega kvisti frá hinum og þessum karakt­er­um. Þá á það jafn­vel við fyrir leik­ar­ana í þeirra per­sónu­sköpun sem og við hand­rita­skrifin sjálf. Lítið verður þó látið uppi með það þó að ein­hverjar skemmti­legar teng­ingar sé eflaust hægt að finna enda mis­jafnt hvað fólk rýnir í. Mætti segja að ákveðnir karakt­erar í mynd­inni og margar aðstæður líka ef út í það er far­ið, séu eitt­hvað sem flestir ættu að geta tengt eitt­hvað við úr sínu dag­lega lífi. Allt er þó í góðu gamni gert enda væri heim­ur­inn ekki jafn lit­ríkur ef við værum öll eins.

Ætli Snævar hafi ekki einna mest sniðið aðal­karakt­er­inn Tomma svo­lítið að sjálfum mér í bland við að vera smá rauna­saga frá honum sjálf­um. Það hefur hann gert til að nýta sér ákveðna og sér­stæða kosti við kvik­mynda­gerð­ina eins og t.d. svif­vængja­flugið (e. paragli­ding) sem ég er nokkuð viss um að hafi aldrei birst í íslenskri kvik­mynd áður."

b9e76209625f2bb9d3991397c5d177a8

 Vel sam­an­púsl­aður hópur



Segðu mér aðeins frá hópnum sem stendur að ALBATROSS.

"Glæsi­legur hópur í alla staði og val­inn maður og kona í hverju rúmi. For­sprakk­inn að þessu öllu púsl­aði saman vel völdum ein­stak­lingum úr hinum og þessum áttum og náðu allir ein­stak­lega vel saman þó margir væru að hitt­ast í fyrsta skipti þarna við tök­ur. Nokkrir sem voru með Snæv­ari í kvik­mynda­gerð­ar­nám­inu, bæði tækni­fólk og leik­ar­ar, aðrir úr hans nán­asta umhverfi og margir að stíga sín fyrstu skref í svona stóru verk­efni. Svo bjuggum við svo vel að því að Pálmi Gests, sem hefur heim­sótt flest heim­ili lands­ins í gegnum skjá­inn, er einmitt frá Bol­ung­ar­vík og ákvað að taka slag­inn með okkur í mjög áhuga­verðu hlut­verki. Það er mik­ill lær­dómur sem maður getur dregið frá svo­leiðis sleggju sem þekkir brans­ann út og inn.

Núna reynum við bara öll eins og áður segir að fá fólk til að leggja hönd á plóg til að klára þessa mynd og koma henni í bíó. "

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None