Minnst tólf eru látin eftir að farþegaflugvél hrapaði í á inn í Taípei, höfuðborg Taívan. Óttast er um afdrif farþega sem ekki hefur enn tekist að ná út úr braki vélarinnar en 58 átta farþegar voru í vélinni, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC. Unnið er að því hörðum höndum að flytja slasaða á sjúkrahús, en aðstæður á staðnum eru erfiðar. Vélin var á vegum flugfélagsins TransAsia Airways.
Aviation expert Chris Yates says the TransAsia flight appeared to be trying to avoid crashing into an apartment block http://t.co/lNOqLGgKml
— BBC World Service (@bbcworldservice) February 4, 2015
Myndband af því þegar flugvélin hrapaði sýnir hversu litlu munaði að hún hrapaði niður á umferðaræð í borginni, áður en hún steyptist í ána.
Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari staðfestar fregnir berast.
https://www.youtube.com/watch?v=0fWhYJNZt08