Tveir ákærðir fyrir morðið í Moskvu og þrír til viðbótar í haldi

h_51833820-1.jpg
Auglýsing

Búið er að ákæra tvo menn fyrir morðið á á stjórn­ar­and­stæð­ingnum Boris Nemtsov í Moskvu þann 27. febr­úar síð­ast­lið­inn. Menn­irnir komu fyrir rétt í Moskvu í dag. Fram hefur komið í fjöl­miðlum að annar mann­anna, Zaur Dada­yev, hafi við­ur­kennt aðild að morð­inu. Hinn mað­ur­inn heitir Anzor Gubas­hev, en báðir eru þeir sagðir frá Tsjetsjen­íu.

Menn­irnir tveir eru ákærðir fyrir að hafa bæði skipu­lagt morðið og myrt Nemtsov. Þeir voru hand­teknir í Ingushetia í Norð­ur­-Kákasus­hér­aði, nálægt Tsjetsjen­íu.

rússland morð moskva

Auglýsing

Þrír til við­bótar hafa verið hand­teknir og eru í haldi lög­reglu vegna ætl­aðra tengsla við morð­ið. Meðal ann­ars er yngri bróðir Gubas­hev, Shagid Gubas­hev, í haldi lög­reglu. Hinir tveir heita Ramzan Bak­hayev og Tamerlan Eskerk­hanov. Þeir eru allir sagðir hafa neitað aðild að mál­inu.

Sjötti mað­ur­inn sem var grun­aður um aðild að mál­inu sprengdi sig í loft upp þegar lög­regla reyndi að nálg­ast hann í Tsjetsjen­íu. Bislan Shavanov sprengdi sig í loft upp með hand­sprengju sam­kvæmt rúss­neskum fjöl­miðlum þegar lög­regla hafði umkringt húsið sem hann var í.

Ein­hverjir fjöl­miðlar segja nú að í ákæru gegn mönn­unum tveimur komi fram að talið sé að morðið hafi verið framið af hópi manna, og að glæp­ur­inn hafi verið fram­inn í hagn­að­ar­skyni, með öðrum orðum að menn­irnir hafi verið leigu­morð­ingj­ar.

Orðrómar eru komnir á kreik um að þessir menn séu látnir taka á sig sök­ina fyrir morð­ið, eða hafi verið ráðnir af stjórn­völd­um. Rann­sóknin hefur verið gagn­rýnd mikið af stjórn­ar­and­stæð­ing­um, sem telja að Pútín Rúss­lands­for­seti beri ábyrgð á morð­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None