Tveir flóttamenn á mínútu

beirut_vef.jpg
Auglýsing

Sýrlenska þjóðin hefur verið á flótta undanfarin fjögur ár. Borgarastyrjöld í heimalandinu hefur hrakið um sjö milljónir á vergang og yfir 150.000 liggja í valnum. Vægðarleysið er algert, átökin skilja eftir sig sviðna jörð og haldi fram sem horfir verður landið rústir einar. Grunur er um að efnavopnum hafi verið beitt gegn almennum borgurum. Sögur af sveltu fólki, pyntingum og aftökum eru hræðilegar. Eins og á öðrum átakasvæðum beita andstæðingar nauðgunum kerfisbundið í þeim tilgangi að niðurlægja hver aðra og þær stúlkur og konur sem fyrir ofbeldinu verða eru hlutgerðar í orðsins fyllstu (og verstu) merkingu. Stríðandi fylkingar umkringja heilu hverfin og stráfella íbúana, sem enga undankomuleið eiga. Hjálparsamtök komast ekki að fólkinu sem innikróað er á átakasvæðunum. Starfsfólk, sjálfboðaliðar og sjúkrabílar Rauða hálfmánans eru skotmörk og alls hafa 34 verið myrtir við störf sín báðum megin víglínunnar síðan átökin hófust. Í Sýrlandi ríkir neyðarástand.

almennt_08_05_2014

Lítið land, stórt vandamál


Líbanon er lítið land fyrir botni Miðjarðar­hafs, umlukið Sýrlandi með landamæri í suðri að Ísrael/Palestínu. Ekki þarf að hafa um það mörg orð hve mikilvægt og erfitt það er fyrir svo fámenna þjóð (4,5 milljónir) að halda frið og hlutleysi með svo öfluga nágranna. Þrátt fyrir að vera langminnst nágrannalanda Sýrlands, aðeins um 10.000 km2 að stærð (Ísland er um 103.000 km2), hýsir það stærstan hluta þeirra sem flúið hafa átökin. Áætla má að nú þegar séu um 1,5 milljónir Sýrlendinga í Líbanon og ekkert lát virðast vera á fjölgun þeirra. Sameinuðu þjóðirnar skrá að meðaltali tvo nýja flóttamenn inn í landið á hverri mínútu. Nú þegar eru sýrlenskir flóttamenn fjórðungur íbúa landsins; hlutfall sem á sér enga hliðstæðu.

Þetta er örstutt brot úr fréttaskýringu Kjarnans um ástandið í Líbanon. Lestu hann í heild sinni hér.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None