Tveir flóttamenn á mínútu

beirut_vef.jpg
Auglýsing

Sýr­lenska þjóðin hefur verið á flótta und­an­farin fjögur ár. Borg­ara­styrj­öld í heima­land­inu hefur hrakið um sjö millj­ónir á ver­gang og yfir 150.000 liggja í valn­um. Vægð­ar­leysið er algert, átökin skilja eftir sig sviðna jörð og haldi fram sem horfir verður landið rústir ein­ar. Grunur er um að efna­vopnum hafi verið beitt gegn almennum borg­ur­um. Sögur af sveltu fólki, pynt­ingum og aftökum eru hræði­leg­ar. Eins og á öðrum átaka­svæðum beita and­stæð­ingar nauðg­unum kerf­is­bundið í þeim til­gangi að nið­ur­lægja hver aðra og þær stúlkur og konur sem fyrir ofbeld­inu verða eru hlut­gerðar í orðs­ins fyllstu (og verstu) merk­ingu. Stríð­andi fylk­ingar umkringja heilu hverfin og strá­fella íbú­ana, sem enga und­an­komu­leið eiga. Hjálp­ar­sam­tök kom­ast ekki að fólk­inu sem innikróað er á átaka­svæð­un­um. Starfs­fólk, sjálf­boða­liðar og sjúkra­bílar Rauða hálf­mán­ans eru skot­mörk og alls hafa 34 verið myrtir við störf sín báðum megin víg­lín­unnar síðan átökin hófust. Í Sýr­landi ríkir neyð­ar­á­stand.

almennt_08_05_2014

Lítið land, stórt vanda­málLí­banon er lítið land fyrir botni Mið­jarð­ar­­hafs, umlukið Sýr­landi með landa­mæri í suðri að Ísra­el/Pa­lest­ínu. Ekki þarf að hafa um það mörg orð hve mik­il­vægt og erfitt það er fyrir svo fámenna þjóð (4,5 millj­ón­ir) að halda frið og hlut­leysi með svo öfl­uga nágranna. Þrátt fyrir að vera lang­minnst nágranna­landa Sýr­lands, aðeins um 10.000 km2 að stærð (Ís­land er um 103.000 km2), hýsir það stærstan hluta þeirra sem flúið hafa átök­in. Áætla má að nú þegar séu um 1,5 millj­ónir Sýr­lend­inga í Líbanon og ekk­ert lát virð­ast vera á fjölgun þeirra. Sam­ein­uðu þjóð­irnar skrá að með­al­tali tvo nýja flótta­menn inn í landið á hverri mín­útu. Nú þegar eru sýr­lenskir flótta­menn fjórð­ungur íbúa lands­ins; hlut­fall sem á sér enga hlið­stæðu.

Þetta er örstutt brot úr frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um ástandið í Líbanon. Lestu hann í heild sinni hér.

Auglýsing

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None