Tveir flóttamenn á mínútu

beirut_vef.jpg
Auglýsing

Sýr­lenska þjóðin hefur verið á flótta und­an­farin fjögur ár. Borg­ara­styrj­öld í heima­land­inu hefur hrakið um sjö millj­ónir á ver­gang og yfir 150.000 liggja í valn­um. Vægð­ar­leysið er algert, átökin skilja eftir sig sviðna jörð og haldi fram sem horfir verður landið rústir ein­ar. Grunur er um að efna­vopnum hafi verið beitt gegn almennum borg­ur­um. Sögur af sveltu fólki, pynt­ingum og aftökum eru hræði­leg­ar. Eins og á öðrum átaka­svæðum beita and­stæð­ingar nauðg­unum kerf­is­bundið í þeim til­gangi að nið­ur­lægja hver aðra og þær stúlkur og konur sem fyrir ofbeld­inu verða eru hlut­gerðar í orðs­ins fyllstu (og verstu) merk­ingu. Stríð­andi fylk­ingar umkringja heilu hverfin og strá­fella íbú­ana, sem enga und­an­komu­leið eiga. Hjálp­ar­sam­tök kom­ast ekki að fólk­inu sem innikróað er á átaka­svæð­un­um. Starfs­fólk, sjálf­boða­liðar og sjúkra­bílar Rauða hálf­mán­ans eru skot­mörk og alls hafa 34 verið myrtir við störf sín báðum megin víg­lín­unnar síðan átökin hófust. Í Sýr­landi ríkir neyð­ar­á­stand.

almennt_08_05_2014

Lítið land, stórt vanda­málLí­banon er lítið land fyrir botni Mið­jarð­ar­­hafs, umlukið Sýr­landi með landa­mæri í suðri að Ísra­el/Pa­lest­ínu. Ekki þarf að hafa um það mörg orð hve mik­il­vægt og erfitt það er fyrir svo fámenna þjóð (4,5 millj­ón­ir) að halda frið og hlut­leysi með svo öfl­uga nágranna. Þrátt fyrir að vera lang­minnst nágranna­landa Sýr­lands, aðeins um 10.000 km2 að stærð (Ís­land er um 103.000 km2), hýsir það stærstan hluta þeirra sem flúið hafa átök­in. Áætla má að nú þegar séu um 1,5 millj­ónir Sýr­lend­inga í Líbanon og ekk­ert lát virð­ast vera á fjölgun þeirra. Sam­ein­uðu þjóð­irnar skrá að með­al­tali tvo nýja flótta­menn inn í landið á hverri mín­útu. Nú þegar eru sýr­lenskir flótta­menn fjórð­ungur íbúa lands­ins; hlut­fall sem á sér enga hlið­stæðu.

Þetta er örstutt brot úr frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um ástandið í Líbanon. Lestu hann í heild sinni hér.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiErlent
None