Tveir þriðju öryrkja segja húsnæðiskostnað þunga eða nokkra byrði

38 prósent öryrkja hafa miklar eða frekar miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði og nærri tveir af hverjum þremur segja húsaleigu eða afborganir af húsnæðislánum vera þunga eða nokkra byrði.

Tólf prósent öryrkja greiða meira en 75 prósent útborgaðra launa í rekstur húsnæðis.
Tólf prósent öryrkja greiða meira en 75 prósent útborgaðra launa í rekstur húsnæðis.
Auglýsing

17 pró­sent öryrkja hafa mjög miklar áhyggjur af kostn­aði við rekstur hús­næðis og 21 pró­sent hafa frekar miklar áhyggj­ur. 58 pró­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði en 84 pró­sent þeirra sem búa í leigu­hús­næði eða við ann­ars konar búsetu­skil­yrði segja húsa­leigu eða afborg­anir af hús­næð­is­lánum vera þunga eða nokkra byrði.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nið­ur­stöðum könn­unar sem ÖBÍ rétt­inda­sam­tök létu gera á stöðu fatl­aðs fólks á hús­næð­is­mark­aði.

Auglýsing

Tólf pró­sent öryrkja greiða meira en 75 pró­sent útborg­aðra launa í rekstur hús­næð­is. 25 pró­sent greiða á milli 51 pró­sent og 75 pró­sent. Hlut­fall húsa­leigu eða afborg­ana af hús­næð­is­lánum hefur auk­ist mikið hjá 20 pró­sent og nokkuð hjá 45 pró­sent.

Öryrkja­banda­lag Íslands kynnti nið­ur­stöður könn­un­ar­inn­ar, sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands vann fyrir banda­lag­ið, í gær en áður hafði ÖBÍ greint frá því að hluti öryrkja greiðir yfir 75 pró­sent ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í hús­næð­is­kostn­að.

Í umsögn ÖBÍ um frum­varp þing­manna Flokks fólks­ins um breyt­ingar á lögum um vexti og verð­trygg­ingu og húsa­leigum segir að ætla megi að tekju­lágt fólk velji frekar að taka verð­­tryggð hús­næð­is­lán vegna lægri afborg­ana í því vaxtaum­hverfi sem ríkt hafi á hús­næð­is­­mark­aði, sér­­stak­­lega síð­­ast­liðið ár. „Verð­­bólgan er mjög há nú um stundir og alls óvíst hvort hún komi til með að lækka, hækka eða standa í stað næstu mis­s­eri. Greiðslu­­byrði lán­­taka hefur þyngst veru­­lega og þá sér­­stak­­lega hjá þeim hóp sem tók óverð­­tryggð lán með breyt­i­­legum vöxtum á þeim tíma sem stjórn­­völd töl­uðu á þann hátt að nú væri lávaxt­­ar­­skeið haf­ið. Þær for­­sendur sem þessir lán­takar settu sér eru algjör­­lega brostnar og eru mörg heim­ili með alltof háa greiðslu­­byrð­i.“

Staða öryrkja á leigu­mark­aði verri en öryrkja í eigin hús­næði

Könn­unin leiðir í ljós að staða fólks sem býr í leigu­hús­næði er almennt verri. Það greiðir hærra hlut­fall tekna í rekst­ur, hefur meiri áhyggjur af kostn­að­inum og er lík­legra til þess að lenda í van­skil­um.

Í könn­un­inni kemur fram að fatlað fólk er mun lík­legra til að vera á leigu­mark­aði og borga stærri hluta tekna sinna í hús­næð­is­kostnað en aðrir á Íslandi.

58 pró­sent öryrkja búa í eigin hús­næði sam­an­borið við 74 pró­sent allra full­orð­inna. 29 pró­sent öryrkja eru á leigu­mark­aði, sam­an­borið við 13 pró­sent allra full­orð­inna hér á landi.

Þeir örorku­líf­eyr­is­takar sem eru á leigu­mark­aði sögðu almennt erfitt að fá leigt hús­næði á almennum mark­aði og greiða stóran hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri hús­næð­is­ins.

49 pró­sent svar­enda sögðu það hafa verið mjög erfitt að fá leigt hús­næði á almennum leigu­mark­aði en aðeins sjö pró­sent svar­enda sögðu það hafa verið mjög auð­velt.

Helm­ingur þeirra sem það hafði leitað að hús­næði til leigu sagði að mjög erfitt hafi verið að fá leigt hús­næði á almennum leigu­mark­aði og 17 pró­sent sögðu það hafa verið frekar erfitt. Alls höfðu 15 pró­sent svar­enda ein­hvern tíma búið í félags­legu hús­næði á vegum sveit­ar­fé­laga. Af þeim sem bjuggu í eða höfðu ein­hvern tíma búið í félags­legu hús­næði á vegum sveit­ar­fé­laga hafði 41 pró­sent verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en hús­næðið fékkst.

28 pró­sent hafa lent í van­skilum og 10 pró­sent tekið smá­lán

Líkt og fyrr segir hafa 38 pró­sent öryrkja á leigu­mark­aði mjög eða frekar miklar áhyggjur af kostn­að­inum við rekstur hús­næð­is, sem er tvö­falt meira en full­orðið fólk almennt.

Þau sem voru með 75 pró­sent örorku­mat voru lík­legri til að segja rekstur hús­næðis valda sér áhyggjum en þau sem voru með örorku­styrk eða end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. Þá voru þau sem bjuggu í eigin hús­næði mun ólík­legri til að segja kostnað við rekstur hús­næðis valda sér áhyggjum en þau sem bjuggu í leigu­hús­næði eða við ann­ars konar búsetu­skil­yrði.

28 pró­sent öryrkja sem hafa greitt leigu eða hús­næð­is­lán síð­ustu tíu ár hafa lent í van­skilum með leigu eða afborgun hús­næð­is­lána. Einum af hverjum tíu hafði ein­hvern tíma verið sagt upp leigu­hús­næði eða misst íbúð­ar­hús­næði vegna erf­ið­leika við að greiða leigu eða afborg­an­ir.

Þá höfðu tíu pró­sent öryrkja tekið smá­lán, það er lán sem tekin eru í gegnum smá­lána­fyr­ir­tæki sem lána ákveðnar upp­hæðir með skjótum hætti gegn háum vöxt­um, á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Hlut­fall húsa­leigu eða afborg­ana af hús­næð­is­lánum hefur auk­ist nokkuð eða mikið hjá 65 pró­sent öryrkja síð­ustu fimm ár. 25 pró­sent svar­enda sögðu útgjöldin hafa nokkurn veg­inn staðið í stað, en tíu pró­sent segja útgjöldin hafa lækkað nokkuð eða mik­ið.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar leiða í ljós að byrði vegna húsa­leigu eða afborg­ana af hús­næð­is­lánum er þung. 64 pró­sent öryrkja segja byrð­ina þunga eða nokkra. 20 pró­sent segja byrgði vegna húsa­leigu eða afborg­ana hús­næð­is­lána litla en 16 pró­sent segja byrð­ina enga.

Könn­unin var lögð fyrir almennt úrtak fólks á aldr­inum 18 til 67 ára. Í upp­hafi könn­un­ar­innar var fólk spurt hvort það væri með 75% örorku­mat hjá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins, örorku­styrk, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri eða ekk­ert af þessu. Aðrar spurn­ingar könn­un­ar­innar voru í fram­haldi lagðar fyrir fólk sem var með örorku­mat eða end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokki