Samfélagsmiðillinn Twitter er níu ára í dag. Í tilefni þess hefur miðillinn tekið saman tíu áhrifarík tíst sem hafa birst á miðlinum frá upphafi. Þar eru ýmsir sögulegir atburðir, sem sagt var frá fyrst á Twitter.
Fyrsta tístið sem birtist á miðlinum var frá einum stofnanda hans, Jack Dorsey, en þá hét Twitter Twttr.
just setting up my twttr
— Jack (@jack) March 21, 2006
Auglýsing
Chris Messina kom með hugmyndina að því að nota kassamerkið # til að merkja ákveðna hluti og viðburði.
how do you feel about using # (pound) for groups. As in #barcamp [msg]?
— Chris Messina® (@chrismessina) August 23, 2007
Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars og fann þar ís notaði NASA Twitter til að segja frá því.
Are you ready to celebrate? Well, get ready: We have ICE!!!!! Yes, ICE, WATER ICE on Mars! w00t!!! Best day ever!!
— MarsPhoenix (@MarsPhoenix) June 20, 2008
Þegar flugvél nauðlenti í Hudson-ána í New York var Janis Krums í ferjusiglingu á ánni og sagði frá málinu á Twitter.
http://twitpic.com/135xa - There's a plane in the Hudson. I'm on the ferry going to pick up the people. Crazy.
— Jānis Krūms (@jkrums) January 15, 2009
Það þótti merkilegt þegar Clarence House, skrifstofa Karls Bretaprins, tilkynnti um trúlofun Vilhjálms prins og Katrínar Middleton.
The Prince of Wales is delighted to announce the engagement of Prince William to Miss Catherine Middleton - www.princeofwales.gov.uk
— Clarence House (@ClarenceHouse) November 16, 2010
Sohaib Athar sagði óafvitandi fyrstur frá því á Twitter þegar ráðist var á Osama bin Laden í Pakistan.
Helicopter hovering above Abbottabad at 1AM (is a rare event).
— Sohaib Athar (@ReallyVirtual) May 1, 2011
Barack Obama tísti þessu áður en hann kom fram opinberlega til að tilkynna að hann hefði sigrað í forsetakosningunum í annað sinn.
Four more years. pic.twitter.com/bAJE6Vom
— Barack Obama (@BarackObama) November 7, 2012
Þegar tvær sprengjur sprungu í Boston-maraþoninu var Twitter mikilvægur miðill. Hlutirnir gerðust hratt og sjónarvottar sem og fjölmiðlar og lögregla notuðu Twitter mikið.
BREAKING: A witness reports hearing two loud booms near the Boston Marathon finish line.
— The Boston Globe (@BostonGlobe) April 15, 2013
Þessu tísti Ellenar DeGeneres hefur verið endurtíst (e.retweet) oftar en nokkru öðru tísti á miðlinum.
If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscars pic.twitter.com/C9U5NOtGap
— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014
Þetta tíst frá Joachim Roncin varð fljótt mjög vinsælt, í kjölfar árásarinnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo. Je suis Charlie varð táknmynd árásarinnar og merki um stuðning við tjáningarfrelsi.
pic.twitter.com/5hr2brBJQt
— joachim (@joachimroncin) January 7, 2015