Um tíu prósent rafmagns framleitt með vind- og sólarorku

Miklar breytingar eru að eiga sér stað í raforkuöflun heimsins. En þó að dregið hafi úr notkun kola í Evrópu hefur aukinni eftirspurn á sama tíma verið mætt með meiri gasnotkun.

Vindorkuver í Belgíu.
Vindorkuver í Belgíu.
Auglýsing

Tæp­lega tíundi hluti þess raf­magns sem fram­leitt er í heim­inum í dag kemur úr vind- og sól­ar­orku sam­kvæmt nýrri grein­ingu bresku hug­veit­unnar Ember. Í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins er hlut­fallið um 20 pró­sent. Það þýðir að í fyrsta sinn í sögu sam­bands­ins er meira raf­magn fram­leitt með þessum orku­gjöfum en með jarð­efna­elds­neyti, þ.e. kolum og olíu.

Sum lönd innan sam­bands­ins eru stór­tæk­ari í þessum efnum en önnur og í Dan­mörku, svo dæmi sé tek­ið, koma 63 pró­sent alls raf­magns frá vind- og sól­ar­orku­ver­um. Í Þýska­landi er hlut­fallið 33 pró­sent.

Dave Jones, for­stöðu­maður Ember, segir að meiri­hluti ríkja heims­ins séu að byggja upp sól­ar- og vind­orku­ver. Stöðug og hröð þróun í þessa átt mun að hans sögn umbylta raf­orku­fram­leiðslu heims­ins. Innan ESB hefur notkun á kolum til raf­orku­fram­leiðslu dreg­ist saman um tæp­lega helm­ing á aðeins fimm árum. Sú aðgerð ein og sér hefur dregið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda innan sam­bands­ins um 7 pró­sent.

Auglýsing

Þegar staðan innan tutt­ugu stærstu iðn­ríkja heims er skoðuð (G20) þá er Kína eina landið sem jók notkun kola til raf­magns­fram­leiðslu í fyrra.

Þrátt fyrir þessi tíð­indi er stað­an, að sögn Jones, enn sú að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá orku­fram­leiðslu á alþjóða­vísu var meiri í fyrra en árið 2015 er skrifað var undir Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Skýr­ingin felst í auk­inni eft­ir­spurn eftir raf­orku en hún hefur verið 11 pró­sent á síð­ustu fimm árum og hefur verið sér­stak­lega mikil í Evr­ópu. Þar sem raf­orku­fram­leiðsla frá vist­vænni orku­gjöfum hefur ekki haldið í við eft­ir­spurn­ina hefur henni verið mætt með jarð­gasi og öðru jarð­elds­neyti. Sá áfangi Evr­ópu­sam­bands­ins að draga veru­lega úr notkun á kolum byggir ekki síst á auk­inni notkun á gasi.

Evr­ópu­sam­bandið hefur verið gagn­rýnt fyrir að nota jarð­gas í því milli­bils­á­standi orku­skipta sem nú eru að eiga sér stað. Orku­mála­ráð­herra fram­kvæmda­stjórnar þess hefur sagt að fram­tíðin sé þó vissu­lega ekki í jarð­efna­elds­neyti og að árið 2050 verði raf­orku­kerfið allt ann­ars eðlis en það er í álf­unni í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
Kjarninn 21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent