Umræðan þarf að byrja og enda í Kína - viðtal við Ola Wong

china-shenyang-smog-may-2013.jpg
Auglýsing

Nú er lofts­lags­ráð­stefnu nýlokið í Lima. Í des­em­ber 2015 hitt­ast full­trúar þjóða heims í París til að kom­ast að sam­komu­lagi um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.Tak­markanir á losun innan Kyoto-­bók­un­ar­innar gilda fram til 2020 en hún tekur aðeins á um 15% heimslos­unar frá Evr­ópu og Ástr­al­íu.

„Um­ræða um lofts­lags­breyt­ingar þarf að byrja og enda á Kína, segir Ola Wong sænskur rit­höf­undur og blaða­mað­ur. Hann hefur búið og unnið í Kína und­an­farin tíu ár. Wong hefur skrifað bæk­ur, hlotið verð­laun fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku og kos­inn umhverf­is­blaða­maður Sví­þjóð­ar.

Af hverju heim núna?



„Loftið í Pek­ing varð bók­staf­lega orðið of þungt til að anda. Ég fékk lungna­sjúk­dóm og konan mín varð veik. Þetta er ekki nýtt vanda­mál en þó eru ekki nema þrjú ár síðan kín­versk stjórn­völd og fjöl­miðlar fóru að minn­ast opin­ber­lega á meng­un. Áður var talað um þoku. Mæl­inga­tæki á erlendum sendi­ráðum birta upp­lýs­ingar um magn eit­ur­efna í loft­inu. Kín­versk yfir­völd segja nú frá mengun en tölur þeirra eru alltaf mun lægri.“

Auglýsing


Ný­lega sendi Ola Wong frá sér bók­ina Pek­ingsyndromet, Pek­ing­heil­kenn­ið.­Tit­ill­inn vísar til ráða­manna Kína í dag sem upp­lifðu áföll á tímum Maos. Ola Wong segir þá hafa stöð­ug­leika­þrá­hyggju, þörf til að end­ur­rita sög­una og fela hörm­unga­verk for­vera sinna á toppn­um. Í bók­inni rekur hann arf­leifð Maos í kapita­listíska komm­ún­isti­ska Kína í dag þar sem pen­ing­ar, spill­ing og völd ráða ríkj­u­m.”

„Kína er stór­kost­legt land, skemmti­legt, for­vitið og gest­ris­ið. Mat­ur­inn oft frá­bær og maður heill­ast stöðugt af ríkum menn­ing­ar­arfi og orku. Ég á eftir að halda áfram að ferð­ast þar og skrifa um land­ið. En bókin mín fjallar um póli­tík­ina og það er allt annar hand­legg­ur.“

Skiptir þetta okkur í alvöru máli?

„Ef héruð Kína væru lönd, þá væru 15 af þeim meðal 50 stærstu hag­kerfa heims. Umhverf­is­mál í Kína snerta okkur öll og því mik­il­vægt að við vitum meira um landið og stjórn­völd þar. Kína mengar meira en öll önnur lönd sam­an­lagt. 85% af orku­notkun Kína kemur frá jarð­efna­elds­neyti, meiri­hlut­inn kola­bruni. Í hverri viku opnar ný kola­hit­un­ar­stöð.”



„Jafn­vel þó losun Banda­ríkj­anna og Evr­ópu færi niður í núll þá myndi lækk­unin verða étin upp af hækk­un­inni í Kína. Opin­ber kín­verskur áróður segir stöðugt að öll lönd hafi mengað fyrst og síðan lagað það. En að ætla sér að auka mengun til árs­ins 2030 og síðan fara að huga að minnkun mun hafa hræði­leg áhrif á líf okkar allra hér á jörð­inni. Sænskir umhverf­is­flokkar tala ekk­ert um umfang kola­notk­unar í Kína og alvar­legar afleið­ingar henn­ar. Og við erum að flytja inn umhverf­is­stefnu Kína með því að kaupa ódýrar kín­verskar vör­ur. Því þarf öll umræða um lofts­lags­breyt­ingar að byrja og enda á Kína.



Landið sem hefur orðið ríkt með því að setja hag­vöxt framar sið­ferði, nátt­úru eða lög­um.”



Við lestur bók­ar­innar fær maður á til­finn­ing­una að Kína sé blindur risi að leika sér, byggja brjál­æð­is­legar borgir og færa ár og fjöll.



„Fyrir nokkrum árum skiss­aði verk­fræð­ingur á veit­inga­stað í Shang­hai fyrir mig á serví­ettu nýja borg í Shandong. Lands­hluti með 96 millj­ónir íbúa. Hann útskýrði hvernig gamli bær­inn lægi við fjöll og ekk­ert pláss til að vaxa.“



„Svo við sögum bara af fjöll­unum og skellum í hafið og málið er leyst!“



Nú er búið að teikna allt verk­efn­ið. Níu hag­svæði verða byggð með efna­verk­smiðjum og golf­völlum í Shandong. 420 Fer­kíló­metrar af hafi eiga að verða land fyrir árið 2020 sam­kvæmt áætlun stjórn­ar­innar í Pek­ing. Tvisvar sinnum Stokk­hólm­ur. Þetta er aðeins eitt af ótal­mörgum mega-verk­efnum sem eru í gang­i.”



„Já gíf­ur­legir fólks­flut­ingar eiga sér stað í Kína. Á milli 2007 og 2012 voru 737 000 hirð­ingjar í Tíbet fluttir í nýbyggð blokka- og múr­steina­hverfi. Opin­ber ástæða sögð vera að vernda nátt­úr­una frá ofbeit. En sam­kvæmt útlegð­ar­stjórn­inni í Dhara­m­sala fjalla fólks­flutn­ing­arnir í raun um flutn­ing á tæp­lega tveimur milljón hirð­ingjum til að hleypa kín­verskum námu­fyr­ir­tækjum að ósnertri nátt­úru sem þeir eru nú að rústa. Auk þess er auð­veld­ara fyrir kín­versk stjórn­völd að fylgj­ast með tíbetum ef þeir lifa á sama stað. Þannig tap­ast bæði menn­ing og tungu­mál þeirra.“

Hvernig er að starfa sem erlendur blaða­maður í Kína?

„Af því ég tala kín­versku á ég auð­velt með að nálg­ast fólk. Áður var auð­velt fyrir mig að ferð­ast til vestur Kína og hitta Uguira en nú er það ómögu­legt vegna opin­bers eft­ir­lits. Sumir sem ég tala vilja ekki geta nafns síns . Eins og til dæmis faðir í hinni afar meng­uðu Shing­feng. Hann segir frá veik­indum sonar síns og eitr­uðu vatni en vill ekki að ég skrifi nafnið hans. Komm­ún­ista­flokk­ur­inn gerir allt til að koma í veg fyrir óró­leika og áhyggjur almenn­ings og stöðvar því umhverf­is­vernd­ar­sinna og aðra sem reyna að vara við. Vanda­málin eru eins og í Shin­feng bók­staf­lega grafin í jörðu og koma svo upp sem krabba­mein í gegnum krana­vatn­ið.

Hvað með fólk sem mót­mæl­ir?

„Það er þaggað niður í þeim sem mót­mæla jarða­missi vegna bygg­ing­ar­á­ætl­ana.“



Til dæmis ungi akti­vist­inn Wang Bingru sem ég segi frá í bók­inni. Hún tap­aði húsi sínu vegna þess að spilltir emb­ætt­is­menn seldu landið henn­ar. Vinur hennar lög­fræð­ingur sagði við mig: Þegar yfir­völd sjá höfuð bregð­ast þau við á tvennan hátt: Annað hvort höggva þau það af eða loka munn­inum með pen­ing­um. Þess vegna gáfu þeir henni millj­ón. En hún heldur samt áfram að mót­mæla. Ég heyrði nýlega frá Wang Bingru og þó hún sé undir eft­ir­liti er hún frjáls og heldur áfram bar­áttu sinni fyrir rétt­læti fyrir aðra í sömu stöðu og hún.”

En er vilji til umbóta?

„Já og það hefur líka sumt lag­ast í Kína. Til dæmis hefur nokkrum meng­andi verk­smiðjum verið lok­að. Vand­inn er að nýjar eru opn­að­ar. Og þó opin­ber­lega sé yfir­lýstur vilji til að byggja á umhverf­is­væn­ari hátt. Þá eru þannig lausnum fyrst er hent út þegar spara á pen­inga eða auka flæðið í vasa spilltra emb­ætt­is­manna.“



Í bók­inni segir þú að Kína hafi aldrei gert upp sögu sína og komm­ún­ista­flokks­ins.

„Menn­ing­ar­bylt­ingin hefur verið rædd og for­dæmd á ákveð­inn hátt af komm­ún­ista­flokkn­um.En hung­ursneyð­ina miklu árið 1958-1962 er bannað að tala um.

Ég segi frá rit­höf­und­inum Yang Jis­heng í bók­inni.

Hann starf­aði við áróð­urs­deild Komm­únsta­flokks­ins en eftir mót­mælin í Pek­ing árið 1989 fór hann með leynd að safna efni í lífs­verkið sitt Leg­stein­inn. Bók um hung­ursneyð­ina sem kost­aði líf 36 milljón manns, þar á meðal föður hans.Anne App­el­baum höf­undur bók­ar­innar Gulag a History, ber verk Jis­hengs saman við bók Solsjenitsyns Dagur í lífi Ivan Den­isovit­sj, um grimmd Stalín­tím­ans. Mun­ur­inn er að bók Solsjenitzins mátti koma út eftir dauða Stalíns því hún nýtt­ist í áróðri flokks­ins í end­ur­bóta­starfi. Bókin Leg­steinn­inn er bönnuð í Kína. Komm­ún­ista­flokk­ur­inn hefur ekk­ert á þessum sagn­fræði­legu upp­lýs­ingum að græða. Að 36 millj­ónir kín­verja misstu lífið í hung­ursneið sem Mao og flokk­ur­inn skipu­lögðu. Ungt fólk hefur ekki hug­mynd um þetta. Höf­und­ur­inn Yang Jis­heng telur sig þó hafa mikil áhrif, hann sagði: Bókin hefur verði prentuð níu sinnum í Hong Kong. 200 000 þús­und ein­tök og er 80% af þeim er smyglað yfir landa­mær­in. Hún er einnig seld í sjó­ræn­ingja­út­gáfum í Kína. Vinir mínir hringja þegar þeir rekast á ein­tak á mörk­uðum úti á lands­byggð­inn­i.“ Jis­heng seg­ist vera stoltur og að fyrr­ver­andi kollegar hans hjá flokknum öfundi hann. „Því hver vill ekki skrifa eitt­hvað sem er satt og skiptir máli?“

Er ekki sagt frá hung­ursneyð­inni á stóra safn­inu í Pek­ing ?



„Nei og aðeins á einum stað er minnst á menn­ing­ar­bylt­ing­una, í texta undir ljós­mynd frá flokks­fundi. Ég segi frá því í bók­inni þegar núver­andi for­seti Kína Xi Jin­p­ing tók við for­ystu komm­ún­ista­flokks­ins þá skoð­aði hann hið nýupp­gerða stærsta safn heims við Torg hins Himneska Friðar í Pek­ing.“



En það hafa orðið miklar fram­farir í Kína



„Komm­ún­ista­flokk­ur­inn hefur margt til að vera stoltur yfir. Til dæmis það að nær allar konur eru læsar og það að síðan 2009 hefur verið komið á sjúkra­trygg­inga­kerfi. Sem er afrek þegar litið er til mis­heppn­aðra til­rauna í Banda­ríkj­un­um. En í þessu er skautað fram­hjá á sýn­ing­unni í Pek­ing. Þar er áhersla lögð á Kína sem stór­veldi í geimnum og á heims­höf­un­um. Bara ef allir sitja kjurrir í bátnum þá mun draum­ur­inn ræt­ast.”

Hver er hinn opin­beri draum­ur?

„Nú er talað um að örlög kín­verja séu að leggja undir sig heims­höf­in. Það er því stöð­ugur áróður um það að Kína ætli út á höf­in, byggja flug­móð­ur­skip og nýta auð­lindir hafs­ins. Risa­bygg­ingar og skýja­kljúfar í Kína eru núna furðu­lega oft skreytt með hafs- og öldu­mynd­um. Í sjón­varps­þætt­inum Vor­há­tíðin sem hund­ruðir millj­óna fylgj­ast með koma her­söngv­arar fram og syngja ...Ég er stoltur sjóliði sem siglir yfir blá­ann akur á meðan ball­et­flokkur sjó­hers­ins skoppar fram og aftur skips­sviðið á þröngum hvítum sjóliða­bún­ing­um.“

Hvernig er drykkj­ar­vatnið í Pek­ing?

„Rann­sókn á drykkj­ar­vatni í 118 borgum Kína í fyrra leiddi í ljós að 97% vatns­ins var mengað og ódrykkj­ar­hæft. Það ótrú­lega er í raun að Pek­ing virki eins vel og hún ger­ir: Það kemur vatn úr krönum og það er hægt að aka (hægt) í vinn­una. Stundum er meira að segja blár him­inn. Pek­ing stendur á svæði þar sem í raun er ekki hægt að vera með risa­borg. Með fjöll í bak­ið. Ef vind­ur­inn blæs ekki úr réttri átt eða það rignir þá þykknar meng­un­in. Það er stöð­ugur þurrk­ur.

Allt norð­ur­kína á við vatns­skort að etja. En í stað þess að flytja höf­uð­borg­ina til suður Kína þar sem nóg er af vatni er gert ráð fyrir vexti Pek­ing og íbúar verði 60 millj­ónir árið 2050. Stærsta vatns­verk­efni heims: Suð­ur- Norður vatns­leiðslan er byggð til að leiða vatn í höf­uð­borg­ina. Sem er ein af ástæðum þess að bændur í suður Shaanxi neydd­ust til að flytja búferl­um. Kostn­að­ur­inn er stjarn­fræði­lega hár. En þessi mann­gerðu fljót munu ekki duga til. Því eru afsölt­un­ar­stöðvar byggðar með­fram aust­ur­strönd­inni. Sjór mun renna úr krönum Pek­ing­búa eftir fimm ár. Þetta er dýrt ferli og krefst mik­illrar orku frá kola­ver­um. Sem á móti valda enn meiri þurrki. En það er síðan leyst með efna­blöndum og gervi­regni. Gagn­rýnendur í Kína segja einnig að verk­efnið muni breyta Bohaiflóa í dautt haf. “

Smog-10

Þú segir frá lista- og and­ófs­mann­inum Ai Weiwei



„Ég er ekki virkur í lýð­ræð­is­hreyf­ing­unni. Ég tek ekki þátt í stjórn­mál­u­m,“ segir lista­mað­ur­inn Ai Weiwei.



En bætti síðan við: „Vanda­málið er að í þessu landi er svo margt póli­tík. Eftir nokkur ár mun komm­ún­ista­flokk­ur­inn líða undir lok, hann hlýtur að gera það. Hann er gegn grund­vallar mann­rétt­ind­um. “



Svona orð nægja til ákæru fyrir glæpi gegn rík­inu. Sem oft­ast leiðir til margra ára fang­elsi.



Hjá Ai Weiwei er andóf í fjöl­skyld­unni. Faðir hans Ai Qing, þekkt nútíma­skáld, var bann­færður árið 1959 og sendur í útlegð til afskekkta Xinji­ang. Þar var hann lát­inn vinna í 21 ár við að þrífa kamra. Ai Weiwei bjó þar í fimm ár.



Hann sagði mér að það verk sem hann er stolt­astur yfir er vinnan eftir Sichuan jarð­skjálft­ann 2008. Áður hafði hann byggt feril sinn á pop-háðsku við­horfi í jafn­vægi milli þess sem flokk­ur­inn vildi og það sem vest­ur­lönd bjugg­ust við af kín­verkum upp­reisn­ars­egg. Á sama tíma safn­aði hann tals­verðum auð. Það var andi þess tíma.



Mörg fórn­ar­lamba jarð­skjálft­ans í Sichuan voru börn sem lét­ust í bygg­ingum þar sem fé sem átti að nota í járn­benta stein­steypu end­aði í vösum spilltra emb­ætt­is­manna.



Yfir­völd þögg­uðu niður ásak­anir og bönn­uðu birt­ingar á nöfnum fórn­ar­lambanna.



For­eldrum og öðrum sem sem kröfð­ust rétt­lætis var hót­að, þeir lamdir og sumir settir í fang­elsi. Ai Weiwei hóf að safna saman nöfnum barn­anna og leggja þau út á Twitt­er.



Nöfn 5.200 barna alls. Þannig hófst ferða­lag Ai Weiwei frá hirð­fífli til and­ófs­manns.”



Ai Weiwei var bar­inn þegar lög­reglan braust inn á hótel hans í Sichuan árið 2009. Hann fékk stöðugan höf­uð­verk. Mán­uði seinna fékk hann heila­blóð­fall og var skor­inn upp.



“Nokkrum tímum seinna hefði ég dáið” Segir Ai Weiwei. Hann var einnig hand­tek­inn árið 2011. Árið sem hann var kos­inn áhrifa­mesti lista­maður í heimi. Eftir 81 dag í glugga­lausum klefa var honum sleppt.



Hvernig hefur Ai Weiwei það í dag?



„Í dag býr hann við hálf­-frelsi er bannað að yfir­gefa land­ið, rit­skoð­aður og bannað að halda sýn­ingar í Kína. Þetta er sá sami og hann­aði ólymp­íu­leik­vang­inn í Pek­ing 2008. Þess ber að geta að flestir kín­verjar vita ekki hver hann er. En hann er fyr­ir­mynd and­ófs­manna.“



Í bók­inni talar Ola Wong um lista­menn eins og Damien Hirst og firr­ingu og háð sem fylgdi þeim tíma fyrir efna­hags­hrun­ið.



„Það sem gerð­ist eftir Olymp­íu­leik­ana í Pek­ing og fjár­mála­hrunið var að Pussy Riot og Ai Weiwei bundu enda á háð­ið. Það er engin til­viljun að einn lista­mann­anna sé í Kína en hinar í gamla KGB njósn­ar­ans Rúss­landi. Þau snú­ast gegn háði og lygi sem stefn­u.“



Það sem nær­ist í sam­fé­lögum þar sem ýtt er undir tor­tryggni með opin­berum áróðri og lyg­um.­Fjöldi kín­verja hefur unnið til nóbels­verð­launa en aðeins tveir þeirra búa í Kína. Annar þeirra Mo Yan er rit­höf­undur í þágu rík­is­ins og býr handan múrs í einu af fínni hverfum hers­ins. Hinn situr í fang­elsi. Allir aðrir hafa flutt úr landi.



Komm­ún­ista­flokk­ur­inn hefur á 90 ára sögu sinni aftur og aftur drepið hæn­urnar sem leggja gul­legg­in. Ai Weiwei aðeins eitt af nýj­ustu dæm­un­um.”

Ola Wong og Ai Weiwei.

Þegar Ai Weiwei var yfir­heyrður spurði einn af lög­reglu­mönn­unum hvers vegna hann ein­beitti sér ekki bara að því að græða pen­inga eins og allir aðr­ir.



„Já hann sagði lög­reglu­mann­inn hafa verið virki­lega undr­andi. Sama við­horfið veldur því að margir sem kvarta eða mót­mæla eiga á hættu að vera stimpl­aðir geð­veikir og lok­aðir inni á stofn­un­um. Það er ekki aðeins þægi­leg leið til að þagga niður mót­mæli. Í augum yfir­valda eru aðgerðir and­ófs­manna sjúk­ar.



Í ræðu sinni við rétt­ar­höld í Moskvu vitn­aði með­limur Pussy Riot í sov­éska and­ófs­mann­inn Vla­dimir Bukov­sky: Hversu óham­ingju­samt er ekki land þar sem litið er á sann­leik­ann í besta lagi sem hug­rekki og í versta falli sem geð­veiki.



Bukov­sky hefði getað bætt því við; að í landi þar sem þeir sem segja sann­leik­ann eiga á hættu að vera stimpl­aðir geð­veikir er raun­veru­leik­inn oft sjúk­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None