Uppfærslur á aðgangi fjármálaráðherra á Ashley Madison voru vélrænar og ekki merki um að hann hafi notað aðganginn oftar en einu sinni. Þetta segir Ólafur Nielsen, meðeigandi hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækisins Kolibri, sem hefur skoðað gögnin sem um ræðir. Hann útskýrir þetta á Twitter-síðu sinni, eins og sjá má hér að neðan.
Það sem @stundin telur að sé notkun á aðgangi er vélræn uppfærsla á öllum gagnagrunni AM: https://t.co/yavFIuFKPT #bjarnimadison
— Ólafur Nielsen (@olafurnielsen) August 31, 2015
@stundin Það sem sést þarna eru notendanúmer í gagnagrunni AM og svo dálkurinn updatedon. Þarna eru augljós vensl á milli enda uppfærist... — Ólafur Nielsen (@olafurnielsen) August 31, 2015
@stundin ... tímasetningin í algjöru samræmi við notendanúmerið. Það er svo augljóst að þetta er vélræn uppfærsla. #bjarnimadison — Ólafur Nielsen (@olafurnielsen) August 31, 2015
@stundin Enda engar líkur á að notendur hafi uppfært aðganga sína í nákvæmlega sömu röð og þeir skráðu sig á síðuna. — Ólafur Nielsen (@olafurnielsen) August 31, 2015
Ef við skoðum svo hina dagsetninguna sem @stundin fjallar um sést að þar er nákvæmlega sama uppi á teningnum: https://t.co/5MpgcUVj1C
— Ólafur Nielsen (@olafurnielsen) August 31, 2015
Kjarninn greindi frá frétt Stundarinnar fyrr í dag, en samkvæmt fréttinni sem Stundin birti var aðgangur Bjarna uppfærður tvisvar eftir að hann var stofnaður. Stundin sagði því að yfirlýsing Þóru Margrétar Baldvinsdóttur, eiginkonu Bjarna, væri ekki í samræmi við gögnin.
Kæru vinir. Ekki er öll vitleysan eins. Okkur hjónum hafa borist margar ábendingar um að nú sé talsvert rætt manna í...Posted by Þóra Margrét Baldvinsdóttir on Monday, August 31, 2015