Kínversk stjórnvöld refsa 197 einstaklingum fyrir „orðróm“ á netinu

h_51696005-1.jpg
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd hafa ekki aðeins brugð­ist við hruni á hluta­bréfa­mark­aði heima fyrir og versn­andi hag­töl­um, með örv­un­ar­að­gerð­um, heldur bein­ast nú spjótin að ein­stak­lingum sem eru sagðir hafa verið að breiða út „orðróm“ um slæma stöðu kín­verska hag­kerf­is­ins. Sam­tals liggja 197 ein­stak­lingar undir grun yfir­valda, sem heita þungum refs­ingum að því er fram kemur á vef New York Times.  Engar frek­ari upp­lýs­ingar fást um mál­ið, að því er fram kemur á vef breska rík­is­út­varps­ins BBC, en rík­is­fjöl­mið­ill­inn Xin­hua greindi fyrst frá mál­inu.

Blaða­menn og starfs­menn kaup­hall­ar­innar í Shang­hai eru á meðal þeirra sem kín­versk stjórn­völd telja að hafi kerf­is­bundið skapað nei­kvæðan orðróm til þess að skaða ímynd kín­verska hag­kerf­is­ins.

Þá telja stjórn­völd einnig að þessi hópur manna hafa borið út ósannan orðróm um spreng­ing­arnar í Tianj­in, en þá dóu 150 manns í öfl­ugum spreng­ingum á iðn­að­ar­svæði í þess­ari næst stærstu borg Kína. Mörg hund­ruð til við­bótar slös­uð­ust, en rann­sókn á orsök spreng­ing­anna stendur enn yfir.

Auglýsing

Sam­kvæmt umfjöllun BBC geta ein­stak­ling­arnir átt von á því að fá allt að þriggja ára fang­elsi, sam­kvæmt lögum frá 2013, en eins og áður segir hafa ekki frek­ari upp­lýs­ingar verið veittar um meintar sakir eða rann­sókn­ina.Mik­ill glund­roði hefur ein­kennt verð­bréfa­mark­aði í Kína í sum­ar, og hefur virði hluta­bréfa hríð­fallið á und­an­förnum mán­uðum eftir miklar hækk­anir mán­uð­ina á und­an. Þá hafa aðgerðir stjórn­valda í Kína, til þess að koma á stöð­ug­leika á mark­aðn­um, ekki gengið vel. Meðal þess sem gripið var til, var að skylda hlut­hafa og fjár­festa til þess að kaupa hluta­bréf og banna sölu á bréfum tíma­bund­ið. Þetta virk­aði ekki vel, og hafa kín­versk stjórn­völd nú hætt við áætl­anir sem byggðu á þessum aðferð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None