Úrkoman 466 prósent meiri en í meðalári

Stíflur fjallavatnanna í Pakistan eru farnar að bresta. Vötnin sem alla jafna eru lífæð fólksins á láglendinu ógna nú lífi þúsunda.

Gengið eftir járnbrautarteinum í flóðvatni í Sindh-héraði.
Gengið eftir járnbrautarteinum í flóðvatni í Sindh-héraði.
Auglýsing

„Það er of mikið vatn. Við munum drukkna.“

Neyð­ar­kall þorps­búa í Sehta Sehanj, þar sem flóð­vatn úr stærsta jök­ul­lóni Pakist­ans hefur kaf­fært akra og eyði­lagt hús, er átak­an­legt. Þeir eru inn­lyksa og ótt­ast um líf sitt. Manchar-vatn, jök­ul­lón í fjöll­unum ofan þorps­ins, hefur marg­fald­ast að stærð síð­ustu vikur vegna gríð­ar­legra rign­inga og mik­illar jök­ul­bráð­ar. Vatnið rudd­ist yfir sínar nátt­úru­legu stíflur í gær, í að minnsta kosti þriðja sinn á stuttum tíma.

Auglýsing

Yfir­völd reyna hvað þau geta til að koma í veg fyrir að vatn úr Manchar-vatni ofan Sind­h-hér­aðs brjót­ist ekki í gegnum stíflur og flæði yfir annað fjöl­menn­asta hérað lands­ins, þar sem yfir 48 millj­ónir manna búa. Um síð­ustu helgi voru gerðar til­raunir með að „tappa af vatn­inu“ með því víkka skarð sem frá­rennsli þess fer um og beina því frá þétt­býl­ustu svæð­un­um. Reyna að forða millj­ónum frá stór­flóði sem ann­ars er lík­legt. Þetta var ekki hættu­laust; flóð­vatn fór um þorp og olli eyði­legg­ingu og hafði áhrif á um 135 þús­und íbúa þeirra. Reynt hafði verið að vara þá við en margir hafa á enga aðra staði að venda. Fólk neydd­ist hrein­lega til að horfa á hús sín og eigur fara á kaf.

Búðir fyrir flóttamenn. Mynd: EPA

En Manchar-­vatn heldur áfram að belgj­ast út. Og síð­ast í gær flæddi það yfir bakka sína, yfir skarð­ið, og niður á lág­lend­ið. Land­bún­að­ar­ráð­herra Sind­h-hér­aðs segir að áfram verði reynt að stýra flóð­vatn­inu frá þétt­býl­ustu svæð­unum en aðgerð­irnar lofa ekki endi­lega góðu. Það er enn mikil hætta á því að nátt­úru­legar stíflur þess bresti algjör­lega og að millj­ónir verði í hættu.

Sam­ein­uðu þjóð­irnar vara við því að neyð­ar­á­standið sem ríkt hefur í Pakistan síð­ustu vik­ur, þar sem um þriðj­ungur lands­ins hefur farið á kaf í vatn, eigi eftir að versna.

Hinar árs­tíð­ar­bundnu monsún­-­rign­ingar hafa verið sögu­lega mikl­ar. Úrkoman hefur mælst 190 pró­sent meiri en í með­al­ári síð­ustu þriggja ára­tuga. Og úrkom­unni er mis­skipt eftir lands­hlut­um. Í Sind­h-hér­aði hefur úrkoman verið 466 pró­sent meiri en í með­al­ári.

Í ofaná­lag hafa sum­ar­hitar verið óvenju miklir og jöklar lands­ins, sem skipta þús­undum í Himala­ya-­fjöll­un­um, bráðnað hratt.

Sum þorpin eru orðin að eyjum – flóð­vatn umkringir þau algjör­lega. Íbúar reyna að grafa skurði við hús sín í þeirri von að þeir geti hafst við í þeim. Aðrir eru orðnir hús­næð­is­laus­ir. Hafa þurft að dvelja á víða­vangi, uppi á klett­um.

Yfir 1.300 manns hafa týnt lífi í flóð­un­um. Það er mjög var­lega áætl­að. 33 millj­ónir manna hafa orðið fyrir áhrifum af ham­för­unum sem hafa skolað burt hús­um, brúm, veg­um, fjar­skipta­innviðum og flestu því sem á vegi vatns­ins hefur orð­ið.

Og enn er von á rign­ingu. „Við ótt­umst að ástandið eigi enn eftir að versn­a,“ segir Inrika Ratwatte, yfir­maður Flótta­manna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna í Afr­íku. Um hálf milljón Pakistana hefur misst heim­ili sín og tugir þús­unda til við­bótar orðið að leggja á flótta í algjörri óvissu um hvað taki við. Með þessu áfram­haldi mun fólki í slíkum aðstæðum fjölga til muna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent