Útgerðarfyrirtækin þurfi að svara kalli tímans um gagnsæi, traust og réttlæti

Þingmaður Viðreisnar segir það hagsmunamál, bæði fyrir sjómenn og þjóðina alla, að sjómenn séu ekki hlunnfarnir af útgerðum. Sjávarútvegsráðherra vill takast á við þetta vandamál en segir verðlagningu vera á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

„Við verðum að fá að vita af hverju hægt er að borga norskum skipum 220 til 230 krónur á kíló fyrir loðnu sem er ekki eins verð­mæt og loðnan á íslensku skip­unum meðan hin íslensku skip frá bara um hund­rað krónur á kíló­ið,“ sagði Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Hún beindi fyr­ir­spurn sinni til Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, og spurði hann hvað hann hygð­ist gera til þess að skýra mynd­ina, svara sjó­mönnum og til þess að laga þetta.

Þor­gerður vís­aði í ræð­unni í við­tal Frétta­blaðs­ins við Val­mund Val­munds­son­ar, for­mann Sjó­manna­sam­bands Íslands, frá því í gær. „Hann segir sjó­menn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það hvort áhafnir íslensku skip­anna hafi verið hlunn­farn­ar,“ sagði Þor­gerð­ur. Hún sagði þetta vera mikið hags­muna­mál, ekki bara fyrir sjó­menn heldur þjóð­ina alla. „Hags­mun­irnir þeir liggja víð­ar. Þjóð­in, rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög þau eru hlunn­farin um skatt­tekjur og hafn­ar­gjöld.“

Auglýsing

Verð­lagn­ing ekki á for­ræði stjórn­valda

Krist­ján Þór sagði málið eiga sér langa sögu. „Við deilum örugg­lega bæði þeirri skoðun að verð­lagn­ingin á loðnu og öðrum sjáv­ar­af­urðum er ekki á for­ræði stjórn­valda heldur fyrst og fremst á for­ræði sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna og sjó­manna sjálfra. Það er spurn­ing hvernig hægt er að greiða úr þess­ari stöðu og það verk­efni hefur verið tek­ist á um í mjög langan tíma,“ sagði Krist­ján Þór í svari sínu.

Að allra mati sé þetta slæm staða að sögn Krist­jáns, hún sé engum til góða, hún leiði af sér tor­tryggni og skapi van­traust á milli aðila. „Ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls eða þess­arar deilu að það þurfi að útskýra þennan mis­mun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tor­tryggni sem að uppi er í þessu máli því að staða þess er algjör­lega óþol­and­i,“ sagði hann.

Krist­ján sagði að hann hefði beitt sér fyrir því að gerður yrði sam­an­burður á kjörum og launa­kerfum sjó­manna nor­rænna ríkja. Það verk­efni standi nú yfir en hafi frest­ast vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Ég bind vissu­lega vonir við að þetta verk­efni nái fram að ganga og við getum dregið af því ein­hvern lær­dóm og myndi vilja gjarnan að það væri hægt að styðj­ast við ein­hverja slíka grein­ingu til þess að takast á við þetta gam­al­gróna deilu­efn­i,“ sagði Krist­ján.

„Hvert fer mis­mun­ur­inn?“

Þor­gerður sagði að í kjöl­far verk­falls­að­gerða sjó­manna 2017 hafi verið sam­þykkt að efla Verð­lags­stofu skipta­verðs, en svo virt­ist sem það hefði ekki dugað til. „Út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­in, eins og þetta lítur út fyrir núna, verk­tak­inn, hann virð­ist ákveða sjálfur ein­inga­verðin sem hann síðan gefur upp. Þá er hægt að spyrja: hvert fer mis­mun­ur­inn?“ sagði Þor­gerð­ur.

Hún sagði útgerð­ar­fyr­ir­tækin verða að svara kalli tím­ans um gagn­sæi, um traust og um rétt­læti, „hvort sem litið er til eðli­legrar hlut­deildar þjóð­ar­innar í auð­lind­inni okkar eða skýrra reglna um raun­veru­legt eign­ar­hald sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna og auð­vitað í þessu máli, hvert afurða­verðið er í raun og veru. Þessar aðstæður eru að mínu mati óboð­legar fyrir sjó­menn að standa frammi fyrir þessu aftur og aft­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent