Útgerðarfyrirtækin þurfi að svara kalli tímans um gagnsæi, traust og réttlæti

Þingmaður Viðreisnar segir það hagsmunamál, bæði fyrir sjómenn og þjóðina alla, að sjómenn séu ekki hlunnfarnir af útgerðum. Sjávarútvegsráðherra vill takast á við þetta vandamál en segir verðlagningu vera á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

„Við verðum að fá að vita af hverju hægt er að borga norskum skipum 220 til 230 krónur á kíló fyrir loðnu sem er ekki eins verðmæt og loðnan á íslensku skipunum meðan hin íslensku skip frá bara um hundrað krónur á kílóið,“ sagði Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún beindi fyrirspurn sinni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, og spurði hann hvað hann hygðist gera til þess að skýra myndina, svara sjómönnum og til þess að laga þetta.

Þorgerður vísaði í ræðunni í viðtal Fréttablaðsins við Valmund Valmundssonar, formann Sjómannasambands Íslands, frá því í gær. „Hann segir sjómenn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það hvort áhafnir íslensku skipanna hafi verið hlunnfarnar,“ sagði Þorgerður. Hún sagði þetta vera mikið hagsmunamál, ekki bara fyrir sjómenn heldur þjóðina alla. „Hagsmunirnir þeir liggja víðar. Þjóðin, ríkissjóður og sveitarfélög þau eru hlunnfarin um skatttekjur og hafnargjöld.“

Auglýsing

Verðlagning ekki á forræði stjórnvalda

Kristján Þór sagði málið eiga sér langa sögu. „Við deilum örugglega bæði þeirri skoðun að verðlagningin á loðnu og öðrum sjávarafurðum er ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. Það er spurning hvernig hægt er að greiða úr þessari stöðu og það verkefni hefur verið tekist á um í mjög langan tíma,“ sagði Kristján Þór í svari sínu.

Að allra mati sé þetta slæm staða að sögn Kristjáns, hún sé engum til góða, hún leiði af sér tortryggni og skapi vantraust á milli aðila. „Ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls eða þessarar deilu að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem að uppi er í þessu máli því að staða þess er algjörlega óþolandi,“ sagði hann.

Kristján sagði að hann hefði beitt sér fyrir því að gerður yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna norrænna ríkja. Það verkefni standi nú yfir en hafi frestast vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég bind vissulega vonir við að þetta verkefni nái fram að ganga og við getum dregið af því einhvern lærdóm og myndi vilja gjarnan að það væri hægt að styðjast við einhverja slíka greiningu til þess að takast á við þetta gamalgróna deiluefni,“ sagði Kristján.

„Hvert fer mismunurinn?“

Þorgerður sagði að í kjölfar verkfallsaðgerða sjómanna 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs, en svo virtist sem það hefði ekki dugað til. „Útgerðarfyrirtækin, eins og þetta lítur út fyrir núna, verktakinn, hann virðist ákveða sjálfur einingaverðin sem hann síðan gefur upp. Þá er hægt að spyrja: hvert fer mismunurinn?“ sagði Þorgerður.

Hún sagði útgerðarfyrirtækin verða að svara kalli tímans um gagnsæi, um traust og um réttlæti, „hvort sem litið er til eðlilegrar hlutdeildar þjóðarinnar í auðlindinni okkar eða skýrra reglna um raunverulegt eignarhald sjávarútvegsfyrirtækjanna og auðvitað í þessu máli, hvert afurðaverðið er í raun og veru. Þessar aðstæður eru að mínu mati óboðlegar fyrir sjómenn að standa frammi fyrir þessu aftur og aftur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent