Útgerðarfyrirtækin þurfi að svara kalli tímans um gagnsæi, traust og réttlæti

Þingmaður Viðreisnar segir það hagsmunamál, bæði fyrir sjómenn og þjóðina alla, að sjómenn séu ekki hlunnfarnir af útgerðum. Sjávarútvegsráðherra vill takast á við þetta vandamál en segir verðlagningu vera á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

„Við verðum að fá að vita af hverju hægt er að borga norskum skipum 220 til 230 krónur á kíló fyrir loðnu sem er ekki eins verðmæt og loðnan á íslensku skipunum meðan hin íslensku skip frá bara um hundrað krónur á kílóið,“ sagði Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún beindi fyrirspurn sinni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, og spurði hann hvað hann hygðist gera til þess að skýra myndina, svara sjómönnum og til þess að laga þetta.

Þorgerður vísaði í ræðunni í viðtal Fréttablaðsins við Valmund Valmundssonar, formann Sjómannasambands Íslands, frá því í gær. „Hann segir sjómenn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það hvort áhafnir íslensku skipanna hafi verið hlunnfarnar,“ sagði Þorgerður. Hún sagði þetta vera mikið hagsmunamál, ekki bara fyrir sjómenn heldur þjóðina alla. „Hagsmunirnir þeir liggja víðar. Þjóðin, ríkissjóður og sveitarfélög þau eru hlunnfarin um skatttekjur og hafnargjöld.“

Auglýsing

Verðlagning ekki á forræði stjórnvalda

Kristján Þór sagði málið eiga sér langa sögu. „Við deilum örugglega bæði þeirri skoðun að verðlagningin á loðnu og öðrum sjávarafurðum er ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. Það er spurning hvernig hægt er að greiða úr þessari stöðu og það verkefni hefur verið tekist á um í mjög langan tíma,“ sagði Kristján Þór í svari sínu.

Að allra mati sé þetta slæm staða að sögn Kristjáns, hún sé engum til góða, hún leiði af sér tortryggni og skapi vantraust á milli aðila. „Ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls eða þessarar deilu að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem að uppi er í þessu máli því að staða þess er algjörlega óþolandi,“ sagði hann.

Kristján sagði að hann hefði beitt sér fyrir því að gerður yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna norrænna ríkja. Það verkefni standi nú yfir en hafi frestast vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég bind vissulega vonir við að þetta verkefni nái fram að ganga og við getum dregið af því einhvern lærdóm og myndi vilja gjarnan að það væri hægt að styðjast við einhverja slíka greiningu til þess að takast á við þetta gamalgróna deiluefni,“ sagði Kristján.

„Hvert fer mismunurinn?“

Þorgerður sagði að í kjölfar verkfallsaðgerða sjómanna 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs, en svo virtist sem það hefði ekki dugað til. „Útgerðarfyrirtækin, eins og þetta lítur út fyrir núna, verktakinn, hann virðist ákveða sjálfur einingaverðin sem hann síðan gefur upp. Þá er hægt að spyrja: hvert fer mismunurinn?“ sagði Þorgerður.

Hún sagði útgerðarfyrirtækin verða að svara kalli tímans um gagnsæi, um traust og um réttlæti, „hvort sem litið er til eðlilegrar hlutdeildar þjóðarinnar í auðlindinni okkar eða skýrra reglna um raunverulegt eignarhald sjávarútvegsfyrirtækjanna og auðvitað í þessu máli, hvert afurðaverðið er í raun og veru. Þessar aðstæður eru að mínu mati óboðlegar fyrir sjómenn að standa frammi fyrir þessu aftur og aftur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent