„Þverpólitísk sátt“ um Borgarlínu nær ekki inn í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík

Langflestir fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal þrír sjálfstæðismenn í Kraganum, telja það fagnaðarefni að borgarlínuverkefnið sé komið vel af stað. Ekki þó fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Samstaða er á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Borgarlínu og fulltrúar segja fagnaðarefni hve langt á veg verkefnið er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ríkir ekki sama sáttin.
Samstaða er á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Borgarlínu og fulltrúar segja fagnaðarefni hve langt á veg verkefnið er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ríkir ekki sama sáttin.
Auglýsing

Næstum allir full­trúar í svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nema Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks og Sveinn Óskar Sig­urðs­son, bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ, segja það „mikið fagn­að­ar­efni“ að borg­ar­línu­verk­efnið sé komið jafn langt og raun beri vitni.

Þetta kom fram í sam­eig­in­legri bókun á fundi svæð­is­skipu­lags­nefndar 5. mars, en um var að ræða gagn­bókun við sam­eig­in­legri bókun þeirra Mörtu og Sveins Ósk­ars, þar sem frum­draga­skýrsla Borg­ar­línu var gagn­rýnd, verk­efnið sagt of kostn­að­ar­samt og að það myndi valda umferð­artöfum að taka akreinar undir sér­rými Borg­ar­línu. Áður höfðu full­trúar Vega­gerð­ar­innar haldið kynn­ingu á frum­draga­skýrslu Borg­ar­línu fyrir nefnd­ar­mönn­um.

„Einn helsti styrkur Svæð­is­skipu­lags­ins og Borg­ar­línu eru sá fag­legi grunnur og sú þverpóli­tíska sátt sem um verk­efnið rík­ir. Aukin sam­keppn­is­hæfni og hús­næð­is­upp­bygg­ing á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er tryggð með upp­bygg­ingu Borg­ar­línu og ljóst að styrkur svæð­is­ins liggur í sam­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna,“ segir í sam­eig­in­legri bókun frá næstum öllum öðrum full­trúum Reykja­vík­ur, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness í nefnd­inni.

Auglýsing

Í þeim hópi sem lagði fram bók­un­ina voru þrír full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ólafur Ingi Tóm­as­son í Hafn­ar­firði, Sig­urður Guð­munds­son í Garðabæ og Ásgeir Sveins­son í Mos­fells­bæ. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í meiri­hluta í öllum þessum sveit­ar­fé­lög­um, auk Sel­tjarn­ar­ness.

Þverpóli­tíska sáttin sem þessi full­trúar sveit­ar­fé­lag­anna tala um að sé til staðar varð­andi þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og upp­bygg­ingu Borg­ar­línu virð­ist þó ekki ná til full­trúa flokks­ins í Reykja­vík.

Tveir pólar hvað skipu­lags­mál varðar

Kjarn­inn sagði frá því fyrr í vik­unni að Marta Guð­jóns­dóttir myndi taka sæti í skipu­lags- og sam­göngu­ráði borg­ar­innar í stað Hildar Björns­dóttur borg­ar­full­trúa, sem færir sig yfir í skóla- og frí­stunda­ráð borg­ar­innar í stað­inn.

Það vakti athygli, enda hafa þær stöllur í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­flokks lýst afar ólíkri sýn á skipu­lags­þróun Reykja­víkur og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins alls.

Hildur ritar einmitt í dag grein í Morg­un­blaðið og lýsir þar allt annarri sýn á skipu­lags­mál borg­ar­innar og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en lesa má út úr bókun Mörtu og Sveins Ósk­ars um Borg­ar­línu.

„Lausn sam­göngu­vand­ans mun ekki fel­ast í hrað­braut gegnum Foss­vogs­dal­inn og mis­lægum gatna­mótum inn í Elliða­ár­dal­inn. Lausnin mun fel­ast í betra borg­ar­skipu­lagi, dreifð­ari atvinnu­tæki­færum og auk­inni fjar­vinnu – en ekki síst breyttum ferða­venjum og fjöl­breyttum val­kost­u­m,“ segir Hildur í grein­inni.

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi.

Borg­ar­full­trú­inn gagn­rýnir í grein sinni til­lögur hóps sem kallar sig „Áhuga­fólk um sam­göngur fyrir alla“ (þar sem Sveinn Óskar situr einmitt í stýri­hópi) og kallar hug­myndir hóps­ins um ódýr­ari Borg­ar­línu „metn­að­ar­lausa útgáfu af hinu fyr­ir­hug­aða hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerf­i.“

Borg­ar­línu Lite til­heyra færri sér­a­krein­ar, lengri bið­tími og verri þjón­usta. Hún er hvorki bylt­ing­ar­kennd né nýstár­leg hug­mynd. Hún hefur áður verið fullrann­sökuð og þótti ekki stand­ast gæða­kröf­ur,“ skrifar Hildur í grein­inni í Mogg­an­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti leitt breyt­ingar

Hún segir að nýir sam­göngu­kostir muni alltaf vekja við­brögð og breyt­ingar líka og að það hafi verið „ein­kenn­is­merki sjálf­stæð­is­manna að geta stað­ist slíkan brot­sjó – að geta leitt á krefj­andi umróts­tímum og sýnt stað­festu við inn­leið­ingu breyt­inga.“

Í grein Hildar segir að Borg­ar­línan og sam­hliða stokka­lausnir muni leiða af sér marg­vís­legan ávinn­ing fyrir gang­verk og ásýnd borg­ar­inn­ar.

„Þær munu tryggja mann­vænna umhverfi, heild­stæð­ari borg­ar­hverfi og fjöl­breytt­ari val­kosti. Lausn­irnar eru liður í eðli­legu þroska­ferli Reykja­vík­ur­borgar – enda ein­kenni þró­aðra borga ekki að hinir efna­minni ferð­ist með bíl, heldur að hinir efna­meiri ferð­ist með almenn­ings­sam­göng­um,“ skrifar Hild­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent