„Þverpólitísk sátt“ um Borgarlínu nær ekki inn í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík

Langflestir fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal þrír sjálfstæðismenn í Kraganum, telja það fagnaðarefni að borgarlínuverkefnið sé komið vel af stað. Ekki þó fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Samstaða er á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Borgarlínu og fulltrúar segja fagnaðarefni hve langt á veg verkefnið er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ríkir ekki sama sáttin.
Samstaða er á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Borgarlínu og fulltrúar segja fagnaðarefni hve langt á veg verkefnið er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ríkir ekki sama sáttin.
Auglýsing

Næstum allir full­trúar í svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nema Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks og Sveinn Óskar Sig­urðs­son, bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ, segja það „mikið fagn­að­ar­efni“ að borg­ar­línu­verk­efnið sé komið jafn langt og raun beri vitni.

Þetta kom fram í sam­eig­in­legri bókun á fundi svæð­is­skipu­lags­nefndar 5. mars, en um var að ræða gagn­bókun við sam­eig­in­legri bókun þeirra Mörtu og Sveins Ósk­ars, þar sem frum­draga­skýrsla Borg­ar­línu var gagn­rýnd, verk­efnið sagt of kostn­að­ar­samt og að það myndi valda umferð­artöfum að taka akreinar undir sér­rými Borg­ar­línu. Áður höfðu full­trúar Vega­gerð­ar­innar haldið kynn­ingu á frum­draga­skýrslu Borg­ar­línu fyrir nefnd­ar­mönn­um.

„Einn helsti styrkur Svæð­is­skipu­lags­ins og Borg­ar­línu eru sá fag­legi grunnur og sú þverpóli­tíska sátt sem um verk­efnið rík­ir. Aukin sam­keppn­is­hæfni og hús­næð­is­upp­bygg­ing á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er tryggð með upp­bygg­ingu Borg­ar­línu og ljóst að styrkur svæð­is­ins liggur í sam­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna,“ segir í sam­eig­in­legri bókun frá næstum öllum öðrum full­trúum Reykja­vík­ur, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness í nefnd­inni.

Auglýsing

Í þeim hópi sem lagði fram bók­un­ina voru þrír full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ólafur Ingi Tóm­as­son í Hafn­ar­firði, Sig­urður Guð­munds­son í Garðabæ og Ásgeir Sveins­son í Mos­fells­bæ. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í meiri­hluta í öllum þessum sveit­ar­fé­lög­um, auk Sel­tjarn­ar­ness.

Þverpóli­tíska sáttin sem þessi full­trúar sveit­ar­fé­lag­anna tala um að sé til staðar varð­andi þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og upp­bygg­ingu Borg­ar­línu virð­ist þó ekki ná til full­trúa flokks­ins í Reykja­vík.

Tveir pólar hvað skipu­lags­mál varðar

Kjarn­inn sagði frá því fyrr í vik­unni að Marta Guð­jóns­dóttir myndi taka sæti í skipu­lags- og sam­göngu­ráði borg­ar­innar í stað Hildar Björns­dóttur borg­ar­full­trúa, sem færir sig yfir í skóla- og frí­stunda­ráð borg­ar­innar í stað­inn.

Það vakti athygli, enda hafa þær stöllur í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­flokks lýst afar ólíkri sýn á skipu­lags­þróun Reykja­víkur og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins alls.

Hildur ritar einmitt í dag grein í Morg­un­blaðið og lýsir þar allt annarri sýn á skipu­lags­mál borg­ar­innar og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en lesa má út úr bókun Mörtu og Sveins Ósk­ars um Borg­ar­línu.

„Lausn sam­göngu­vand­ans mun ekki fel­ast í hrað­braut gegnum Foss­vogs­dal­inn og mis­lægum gatna­mótum inn í Elliða­ár­dal­inn. Lausnin mun fel­ast í betra borg­ar­skipu­lagi, dreifð­ari atvinnu­tæki­færum og auk­inni fjar­vinnu – en ekki síst breyttum ferða­venjum og fjöl­breyttum val­kost­u­m,“ segir Hildur í grein­inni.

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi.

Borg­ar­full­trú­inn gagn­rýnir í grein sinni til­lögur hóps sem kallar sig „Áhuga­fólk um sam­göngur fyrir alla“ (þar sem Sveinn Óskar situr einmitt í stýri­hópi) og kallar hug­myndir hóps­ins um ódýr­ari Borg­ar­línu „metn­að­ar­lausa útgáfu af hinu fyr­ir­hug­aða hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerf­i.“

Borg­ar­línu Lite til­heyra færri sér­a­krein­ar, lengri bið­tími og verri þjón­usta. Hún er hvorki bylt­ing­ar­kennd né nýstár­leg hug­mynd. Hún hefur áður verið fullrann­sökuð og þótti ekki stand­ast gæða­kröf­ur,“ skrifar Hildur í grein­inni í Mogg­an­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti leitt breyt­ingar

Hún segir að nýir sam­göngu­kostir muni alltaf vekja við­brögð og breyt­ingar líka og að það hafi verið „ein­kenn­is­merki sjálf­stæð­is­manna að geta stað­ist slíkan brot­sjó – að geta leitt á krefj­andi umróts­tímum og sýnt stað­festu við inn­leið­ingu breyt­inga.“

Í grein Hildar segir að Borg­ar­línan og sam­hliða stokka­lausnir muni leiða af sér marg­vís­legan ávinn­ing fyrir gang­verk og ásýnd borg­ar­inn­ar.

„Þær munu tryggja mann­vænna umhverfi, heild­stæð­ari borg­ar­hverfi og fjöl­breytt­ari val­kosti. Lausn­irnar eru liður í eðli­legu þroska­ferli Reykja­vík­ur­borgar – enda ein­kenni þró­aðra borga ekki að hinir efna­minni ferð­ist með bíl, heldur að hinir efna­meiri ferð­ist með almenn­ings­sam­göng­um,“ skrifar Hild­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent