Vandamálin hrannast upp í Evrópu - kreppa handan við hornið?

merkelinn.jpg
Auglýsing

Hæga­gangur í evr­ópska hag­kerf­inu er far­inn að hafa mikil nei­kvæð áhrif á horfur í alþjóða­hag­kerf­inu, sam­kvæmt umfjöll­unum sem birst hafa í fag­tíma­ritum um efna­hags­mál og við­skipti að und­an­förnu. Tölur sem sýndu 5,8 pró­sent minnkun útflutn­ings­tekna þýska hag­kerf­is­ins í ágúst­mán­uði, miðað við árið á und­an, þykja til marks um að þörf sé á miklum örv­un­ar­að­gerðum til við­bótar við þær sem þegar hefur verið gripið til. Kreppa er jafn­vel sögð handan við horn­ið, það er nei­kvæður hag­vöxt­ur, ef ekki verður brugð­ist við.

Seðla­banki Evr­ópu hefur til­kynnt að bank­inn muni hugs­an­lega liðka fyrir aðgengi fyr­ir­tækja í Evr­ópu að fjár­magni, með örv­un­ar­að­gerð­um, ef þörf verður á. Þessum fréttum var vel tekið á mark­aði í gær, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Vísi­tala Nas­daq hækk­aði um 2,4 pró­sent, sem er mesta dags­hækkun frá því í jan­úar 2013, eftir þessi ann­ars lág­stemmda yfir­lýs­ing kom fram. Tíu dag­arnar þar á undan höfðu verið þeir verstu á mörk­uðum frá því árið 2009, þegar flestir mark­aðir voru í frjálsu falli. Þá hefur verð­lækkun á olíu í byrj­unar mán­að­ar­ins verið til marks um dvín­andi eft­ir­spurn, en und­an­farna daga hefur verið lítið eitt hækk­að, eftir ríf­lega 17 pró­sent lækkun á þriggja vikna tíma­bili.

Atvinnu­leysi mælist ríf­lega tíu pró­sent að með­al­tali í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­un­um, mest í Suð­ur­-­Evr­ópu en minna eftir því sem norðar dreg­ur. Hræðslan hjá fjár­festum snýr öðru fremur að því að ekki sé að takast að skapa hag­vöxt, og þar með ný störf í álf­unni. Einn þeirra sem hefur miklar áhyggjur af þróun mála er Eric S. Ros­en­gren, einn æðstu stjórn­enda banda­ríska seðla­bank­ans. Hann viðr­aði áhyggjur sínar opin­ber­lega á dög­un­um. Hans áhyggjur fel­ast öðru fremur í því að fyr­ir­tæki í Evr­ópu séu ekki að vaxa nóg, eft­ir­spurn sé ekki nægi­lega mik­il. Þegar kemur að ríf­lega 500 millj­óna íbúa­svæði þá getur þetta verið risa­vaxið vanda­mál fyrir heims­bú­skap­inn.

Auglýsing

Verð­bólgu­mæl­ingar fyrir evru­svæðið hafa verið í takt við spár, en þær nýj­ustu sýna minnstu verð­bólgu á evr­svæð­inu sem mælst hefur frá því í jan­úar 2009, 0,3 pró­sent. Þetta veldur að ein­hverju leyti áhyggj­um, því verð­hjöðnun er skammt und­an, það er nei­kvæð verð­þró­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem hag­stofa Evr­ópu, Eurostat, birti 17. októ­ber síð­ast­lið­inn, þá minnk­aði fram­leiðsla iðn­fyr­ir­tækja um 1,4 pró­sent milli ára.

Stöð­ugur lít­ill hag­vöxtur á evru­svæð­inu, lítil fjölgun starfa og dvín­andi eft­ir­spurn eru helstu áhyggju­efnin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None