Eitt virtasta tímarit heimsins, Vanity Fair, gagnrýnir helstu bankamenn Bandaríkjanna, einkum þá sem voru við stjórnvölinn haustið í fjármálakreppunni, harðlega í nýjasta tölublaðinu. Er þar fjallað ítarlega um fjárhagsstöðu þeirra sem voru við stjórnvölinn þegar fjármálafyrirtækin sem þeir stýrðu voru þjóðnýtt eða þau keyrð í kaf.
Fram kemur í ítarlegri úttekt blaðsins, að stjórnendur hjá bönkunum Bear Sterns, JP Morgan Chase, Lehman Brothers og Bank of America hafi gengið út með meira en 150 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega tuttugu milljörðum króna. Þeir lifi flestir í vellystingum í dag, og hafa samið við saksóknara um að sáttagreiðslur í stað þess að verða saksóttir. Er tekið dæmi af Stan O'neal, fyrrverandi forstjóra Merril Lynch, en hann samdi við saksóknarann í New York um að hann mætti ekki starfa hjá félagi sem skráð væri á markað í þrjú ár, og greiddi síðan sáttagreiðslu, og var fyrir vikið laus allra mála.
Í umfjöllun blaðsins, undir fyrirsögninni The Wrecking Crew, kemur fram að flestir fyrrverandi stjórnendur bankanna haldi sig alveg frá sviðsljósinu, en lifi hátt. Enda með fulla vasa fjár.
Ritstjóri blaðsins, Graydon Carter, gagnrýnir þetta harðlega og spyr hvernig standi á því að enginn af þeim bankamönnum sem stýrðu fjármálafyrirtækjum í kaf og brutu gegn lögum hafi verið lögsóttir.