Varar við villandi markaðssetningu varðandi kolefnisjöfnun

Umhverfisstjórnunarfræðingur gerir athugasemdir við hvernig kolefnisjöfnun er víða markaðssett hér á landi í sérstöku minnisblaði sem hann ritaði að beiðni sérfræðingahóps.

20_07_2013_9552840289_o.jpg
Auglýsing

Ástæða þykir að vara við vill­andi mark­aðs­setn­ingu sem höfð hefur verið uppi af aðilum sem bjóða til sölu kolefn­is­jöfnun með skóg­rækt, annað hvort beint eða sem hluta af öðrum við­skiptum – svo sem kaupum á elds­neyti.

Þetta kemur fram í sér­stöðu minn­is­blaði sem Stefán Gísla­son umhverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ingur tók saman fyrir hóp fag­fólks á sviði nátt­úru­vís­inda. Hóp­ur­inn er breið­fylk­ing, um 25 manns, sem spannar fólk frá háskóla­sam­fé­lag­inu, helstu nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum lands­ins, vernd­ar­stofn­un­um, nátt­úru­stof­unum auk nokk­urra nátt­úru­fræð­inga á eft­ir­laun­um.

Hóp­ur­inn fékk á dög­unum Stefán til að taka saman upp­lýs­ingar um kolefn­is­jöfnun og kolefn­is­bind­ingu í minn­is­blaði sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Auglýsing

Kolefn­is­jöfnun ekki „vott­orð til þess að menga meira“

Í umræðu um lofts­lags­mál hefur kolefn­is­jöfnun notið mik­illa vin­sælda en á vef­síðu Umhverf­is­stofn­unar er kolefn­is­jöfnun skil­greind með eft­ir­far­andi hætti sam­kvæmt lögum um lofts­lags­mál:

„Þegar aðili hlut­ast til um aðgerðir ann­ars aðila til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og/eða binda kolefni úr and­rúms­lofti og notar stað­fest­ingu á slíkum sam­drætti eða bind­ingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyt­i.“

Umhverf­is­stofnun tekur sér­stak­lega fram að kolefn­is­jöfnun sé ekki „vott­orð til þess að menga meira“ heldur eigi hún ávallt að koma í kjöl­far aðgerða til sam­drátt­ar. Til þess að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum þurfi fyrst og fremst að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með því að draga úr neyslu og þar með myndun úrgangs, end­ur­vinna þann úrgang sem óhjá­kvæmi­lega fellur til, velja vist­vænar sam­göngur og lofts­lagsvænna matar­æði, minnka mat­ar­só­un, nýta hluti betur og lengur og temja okkur orku­sparn­að.

Hug­tök­unum kolefn­is­bind­ingu og kolefn­is­jöfnun ruglað saman

Fram kemur í fyrr­nefndu minn­is­blaði að skóg­rækt sé ein þeirra aðferða sem hægt er að beita til kolefn­is­jöfn­un­ar. „Að­ferðin er nátt­úru­leg að því leyti að með ljóstil­lífun safna trén í sig kolefni úr and­rúms­loft­inu allan þann tíma sem trén eru í vexti. Með því einu að gróð­ur­setja tré er þannig komið af stað ferli sem mun binda kolefni jafnt og þétt næstu ára­tug­ina, að því til­skildu að tréð nái að vaxa og dafna.“

Þá er rakið á því að hug­tök­unum kolefn­is­bind­ingu og kolefn­is­jöfnun sé ruglað sam­an. „Kolefn­is­bind­ing er hvert það ferli sem tekur til sín koldí­oxíð úr and­rúms­loft­inu og bindur það sem kolefni, hvort sem er í gróðri, jarð­vegi, bergi eða ein­hverju öðru. Hins vegar er ekki hægt að tala um kolefn­is­jöfnun fyrr en bind­ingin hefur átt sér stað með sann­an­legum hætti og að upp­fylltum nokkrum grund­vall­ar­skil­yrð­u­m.“

Tekur 50 til 100 ár fyrir 10 tré að binda 1 tonn

Stefán Gíslason Mynd: Aðsend

Stef­áni, höf­undi minn­is­blaðs­ins, þykir ástæða að hafa uppi varn­að­ar­orð varð­andi tvo þætti sem oft­ast virð­ast snið­gengnir í umræð­unni.

Í fyrsta lagi nefnir hann tíma­þátt­ur­inn. „Eins og fram hefur komið binda tré kolefni svo lengi sem þau eru í vexti. Hér­lendis er algengt að miðað sé við 50 til 100 ára vaxt­ar­tíma í þessu sam­hengi og gjarnan miðað við að á þessum tíma nái hvert tré að binda sem sam­svarar um það bil 100 kíló­grömmum koldí­oxíðí­gilda (CO2íg). Í sam­ræmi við það er gjarnan miðað við að gróð­ur­setja þurfi 10 tré til að binda 1 tonn CO2íg og að þar með sé búið að kolefn­is­jafna losun upp á 1 tonn.

Í þessu sam­bandi er afar mik­il­vægt að und­ir­strika að kolefn­is­jöfn­unin á sér ekki stað þegar umrædd 10 tré eru gróð­ur­sett, heldur þegar trén eru full­vax­in. Tíu tré sem gróð­ur­sett eru gagn­gert á árinu 2022 til að binda 1 tonn af koldí­oxíði, til dæmis úr útblæstri bif­reiðar það sama ár, ná sem sagt ekki að ljúka því hlut­verki sínu fyrr en að 50 til 100 árum liðn­um. Þá fyrst er hægt að tala um að búið sé að kolefn­is­jafna umrætt tonn,“ segir í minn­is­blað­inu.

Skortur á rann­sóknum á land­inu sem ætlað er skóg­rækt

Í öðru lagi fjallar Stefán um líf­fræði­leg fjöl­breytni. „Svo virð­ist sem ekki sé gef­inn nægur gaumur að líf­fræði­legri fjöl­breytni í umræð­unni hér­lendis um kolefn­is­jöfnun með skóg­rækt.“ Fram kemur í minn­is­blað­inu að þessi veik­leiki eigi sér einkum tvær birt­ing­ar­mynd­ir.

„Ann­ars vegar virð­ist oft skorta nokkuð á rann­sóknir á grunn­á­standi þess lands sem ætl­unin er að taka undir skóg­rækt­ina. Þetta á reyndar bæði við um rann­sóknir á því líf­ríki sem fyrir er – lág­plönt­ur, háplönt­ur, jarð­vegs­líf­ver­ur, skor­dýr, fuglar og svo fram­vegis – og um kolefn­is­bú­skap þessa sama lands.

Hins vegar má draga í efa að næg aðgát sé höfð varð­andi gróð­ur­setn­ingu inn­fluttra teg­unda sem að ein­hverju leyti er óvíst hvernig muni haga sér við nýjar aðstæð­ur. Þetta á bæði við um áhrif þess­ara teg­unda á það líf­ríki sem fyrir er að óbreyttu og um hætt­una á að þessar teg­undir verði ágengar í íslenskri nátt­úru sam­fara öðrum umhverf­is­breyt­ing­um, sem gæti síðar leitt til veru­legrar útbreiðslu og nei­kvæðra áhrifa á líf­fræði­lega fjöl­breytni utan þeirra svæða sem upp­haf­lega var ætl­unin að taka undir skóg­rækt­ina.“

Lítil áhersla lögð á að fyr­ir­byggja mis­skiln­ing um kolefn­is­jöfnun

Hvað tíma­þátt­inn varðar telur Stefán ástæðu til að vara við vill­andi mark­aðs­setn­ingu sem höfð hafi verið uppi af ein­hverjum þeirra aðila sem bjóða til sölu kolefn­is­jöfnun með skóg­rækt, annað hvort beint eða sem hluta af öðrum við­skiptum – svo sem kaupum á elds­neyti, eins og áður seg­ir.

Stefán bendir á að gefið hafi verið í skyn að með því að greiða fyrir gróð­ur­setn­ingu og vöktun trjáa sem ná að binda til­tekið magn koldí­oxíðs á líf­tíma sínum sé búið að jafna út til­tekna kolefn­islosun greið­and­ans á einu ári. Nýverið hafi verið gerðar end­ur­bætur á heima­síðum þar sem boðið sé upp á við­skipti að þessu tagi, þannig að þar sé nú alla jafna talað um kaup á kolefn­is­bind­ingu á móti til­tek­inni losun þar sem áður hafi verið talað um kolefn­is­jöfn­un. Eftir sem áður virð­ist lítil sem engin áhersla lögð á að fyr­ir­byggja þann hugs­an­lega mis­skiln­ing kaup­and­ans að bind­ingin eigi sér stað strax eftir að gengið hefur verið frá kaup­un­um.

„Mik­il­vægi þess að hafa tíma­þátt­inn í huga hefur aldrei verið meira en nú, þegar ljóst er að draga þarf mjög veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030. Bind­ing í skóg­rækt gerir vissu­lega sitt gagn, en árið 2030 verður tré sem gróð­ur­sett er á þessu ári aðeins búið að binda óveru­legan hluta þeirra 100 kg sem því er ætlað að binda á líf­tíma sín­um.

Gera verður þá kröfu til allra þeirra sem fjalla um kolefn­is­bind­ingu og kolefn­is­jöfn­un, þ.m.t. stjórn­valda, opin­berra stofn­ana og selj­enda kolefn­is­bind­ing­ar, að gerður sé skýr grein­ar­munur á bind­ingu sem þegar hefur átt sér stað og bind­ingu sem búið er að leggja drög að og mun raun­ger­ast á næstu árum eða ára­tug­um.“

Ófrá­víkj­an­leg krafa að kolefn­is­ein­ingar séu vott­aðar „ex-post“ ein­ingar

Stefán segir að þessi munur end­ur­speglist í útgefnum kolefn­is­ein­ing­um, sem skipt­ist í „kolefn­is­ein­ingar í bið“, sem kall­aðar eru „ex-an­te“, ann­ars vegar og „var­an­legar kolefn­is­ein­ing­ar“, eða „ex-post“, hins veg­ar.

Var­an­legu ein­ing­arnar feli í sér stað­fest­ingu á að bind­ingin hafi átt sér stað. Þær séu þar af leið­andi einu ein­ing­arnar sem hægt er að nota til kolefn­is­jöfn­unar í bók­haldi ein­stak­linga, fyr­ir­tækja eða opin­berra aðila, enda séu þær vott­aðar af óháðum aðila og afskráðar úr opin­berri kolefn­is­skrá um leið og þær eru færðar til bókar sem mót­vægi við los­un.

„Hér að framan hefur verið minnst á óháða vott­un. Rétt er að und­ir­strika að til að vottun geti talist óháð þarf bæði stað­all­inn sem fylgt er og aðil­inn sem tekur út fylgni aðila við stað­al­inn að vera óháður bæði selj­anda og kaup­anda hins vott­aða, hvort sem um er að ræða kolefn­is­ein­ingar eða aðra vöru. Auk þess þarf sá sem veitir vott­un­ina að vera faggiltur til þess af þar til bæru stjórn­valdi. Í þessu sam­bandi er ekki nægj­an­legt að úttekt­ar­að­il­inn sé óháður kaup­and­anum og selj­and­anum ef úttektin felst í að ganga úr skugga um að til dæmis selj­and­inn hafi fylgt þeim reglum og við­miðum sem hann hefur sjálfur sett sér.“

Að lokum segir Stefán í minn­is­blað­inu að eins og staðan er í dag verði að gera þá ófrá­víkj­an­legu kröfu að kolefn­is­ein­ingar sem keyptar eru til kolefn­is­jöfn­unar í bók­haldi ein­stak­linga, fyr­ir­tækja eða opin­berra aðila, hvort sem um er að ræða ein­ingar úr skóg­rækt eða öðrum verk­efn­um, séu „ex-post“ ein­ingar með vottun sem við­ur­kennd er af ICROA sem eru Alþjóða­sam­tök selj­enda kolefn­is­vott­orða eða International Car­bon Red­uct­ion and Off­set Alli­ance.

Nánar til­tekið þurfi ein­ing­arnar að vera vott­aðar af aðila með fag­gild­ingu frá ICROA sam­kvæmt staðli sem við­ur­kenndur er af sam­tök­unum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent