Varð syfjaður þegar hann gekk inn á skrifstofur Skeljungs árið 2019

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs segir frá því í ávarpi sínu í ársskýrslu Skeljungs að honum hafi liðið eins og hann væri að mæta á fund hjá „ríkisstofnun í gamla daga“ þegar hann kom inn í Skeljung 2019. Nú séu hins vegar breyttir tímar.

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs.
Auglýsing

Jón Ásgeir Jóhann­es­son stjórn­ar­for­maður Skelj­ungs seg­ir, í ávarpi í nýút­kominni árs­ský­slu fyr­ir­tæk­is­ins, að þrátt fyrir að ekki sé langt síðan inn­lendri starf­semi félags­ins hafi verið skipt upp í þrjú dótt­ur­fé­lög megi strax finna „kraft­inn sem er að leys­ast úr læð­ingi vegna henn­ar“.

„Ég hef oft sagt við sam­starfs­menn mína í Skelj­ungi að ég hafi orðið syfj­aður við að koma á skrif­stofu félags­ins árið 2019. And­inn var líkur því að mæta á fund í rík­is­stofnun í gamla daga. Nú er and­inn ann­ar. Leik­gleðin er alls­ráð­andi í hópi frá­bærra starfs­manna sem ætla sér að skora með sínu liði á nýju ári,“ skrifar Jón Ásgeir einnig, í ávarpi sínu.

Þar fjallar hann einnig um vænt­an­lega nafna­breyt­ingu Skelj­ungs, en nafni félags­ins verður að öllum lík­indum breytt í SKEL fjár­fest­inga­fé­lag á kom­andi aðal­fundi félags­ins. „Með þessu und­ir­strikum við þær breyt­ingar sem orðið hafa á rekstri félags­ins,“ segir Jón Ásgeir í pistli sín­um.

Nær allur hagn­að­ur­inn vegna sölu á P/F Magn

Skelj­ungur hagn­að­ist um 6,9 millj­arða króna á síð­asta ári. Sá hagn­aður er nær allur til­kom­inn vegna sölu á fær­eyska dótt­ur­fé­lag­inu P/F Magn á árinu 2021, en bók­færð áhrif þeirrar sölu á tekjur Skelj­ungs í fyrra voru 6,7 millj­arðar króna. Hlut­hafar ætla að greiða sér út 350 millj­ónir króna í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs.

Auglýsing

Í fjár­festa­kynn­ingu sem birt var sam­hliða árs­upp­gjöri félags­ins í febr­úar kom fram að Skelj­ungur verði héðan í frá fjár­fest­inga­fé­lag og beri nafnið SKEL fjár­fest­inga­fé­lag. Þar með lýkur sögu olíu­fé­lags­ins Skelj­ungs á Íslandi, en hún hófst árið 1928.

Streng­ur, eign­ar­halds­fé­lag sem stjórn­ar­for­mað­ur­inn Jón Ásgeir Jóhann­es­son fer fyr­ir, á 50,1 pró­sent hlut í félag­inu og hefur því tögl og hagldir innan þess. SKEL byrjar til­veru sínu með 12 millj­arða króna í hand­bært fé, um 50 pró­sent eig­in­fjár­hlut­fall og ein­ungis tvo millj­arða króna í vaxta­ber­andi skuld­um. Áhersla verður lögð „á þróun á nýjum tæki­færum með félögum í eigna­safni með lang­tíma verð­mæta­sköpun að leið­ar­ljósi.“

Stærstu eignir fjár­fest­inga­fé­lags­ins eru 100 pró­sent hlutur í Orkunni, Skelj­ungi IS og Gallon, 48,5 pró­sent hlutur í Sp/f Orku­fé­lagi í Fær­eyjum (sem keypti P/F Magn), 20 pró­sent hlutur í Kalda­lóni og 50 pró­sent hlutur í félag­inu Fast­eigna­þró­un.

Orkan, stærsta eign félags­ins, rekur 70 þjón­ustu­stöðvar með elds­neyti og átta versl­an­ir, þrjár mat­vöru­versl­anir undir hatti Extra og þrjár þæg­inda­versl­anir undir hatti 10/11. Þá á Orkan Löður sem rekur 15 þvotta­stöðv­ar, Lyfja­val og Lyf­sal­ann sem reka sex apó­tek, Brauð & Co, Gló, Sbarro og WEDO (Heim­kaup, Hóp­kaup, Bland).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent