Vaxandi koparþjófnaður lamar lestarsamgöngur í Danmörku

4th_generation_S.train_at_Copenhagen_Central_Station.jpg
Auglýsing

„Gæða­kopar - gulls ígild­i.“ Þessa fyr­ir­sögn mátti lesa á dönskum net­miðli fyrir nokkrum dög­um. Til­efni fyr­ir­sagn­ar­innar var að kop­ar­þjófar hafa að und­an­förnu gerst stór­tækir í „störf­um“ sín­um. Í lið­inni viku hafa þeir fimm sinnum lamað hluta danska lesta­kerf­is­ins með því að klippa sundur raf­magn­s­kapla dönsku járn­braut­anna og í öll skiptin haft á brott með sér hund­ruð kílóa af kop­ar. Vanda­málið er ekki nýtt af nál­inni og hreint ekki bundið við Dan­mörku.

Í nýlið­inni viku birt­ust dag­lega í dönskum fjöl­miðlum fréttir af kop­ar­þjóf­un­um, eins og þeir eru kall­að­ir. Með frétt­unum fylgdu gjarna myndir af sund­ur­klipptum köplum og við­gerða­mönnum járn­braut­anna sem kepp­ast við að koma fyrir nýjum raf­magn­s­köplum í stað þeirra stolnu.

­Gang­verð á kopar er frá 40 til 90 krónur kílóið (ca. 800 – 1.800 íslenskar krón­ur) fer eftir gæðum málmsins.

Auglýsing

Danska lesta­kerfið er í raun tví­skipt, fyrir utan Metro­kerfið í Kaup­manna­höfn. Ann­ars vegar lestir sem ganga fyrir olíu og hins­vegar hinar svo­nefndu S-lestir sem eru raf­knún­ar. S-lest­irnar voru upp­haf­lega bundnar við Kaup­manna­hafn­ar­svæðið en ná nú yfir mun stærrri hluta Sjá­lands. Þær eru hljóð­lát­ari, umhverf­is­vænni og eyðslu­grennri en dísil­lest­irn­ar, raf­orkan er flutt með köplum sem lagðir eru í tein­ana. Það eru þessir kaplar sem freista hinna fingralöngu. Tein­arnir liggja víða um svæði þar sem fáir eru á ferli, slík svæði og nátt­myrkrið eru eft­ir­læti þjóf­anna.

Köplum stolið annan hvern dag á síð­asta ári



Árið 2014 var upp­gripaár hjá kapla­þjófum hér í Dan­mörku. Í 173 skipti beittu þeir klipp­unum og þótt kíló­verðið á kopar sé ekki sér­lega hátt (sé miðað við gull) hafa þeir haft tals­vert uppúr krafs­inu. Gang­verð á kopar er frá 40 til 90 krónur kílóið (ca. 800 – 1.800 íslenskar krón­ur) fer eftir gæðum málms­ins.

Starfsmenn járnbrautanna huga að sundurklipptum rafmagnsvírum. Starfs­menn járn­braut­anna huga að sund­ur­klipptum raf­magns­vír­um.

 

Tals­maður dönsku járn­braut­anna hefur ekki viljað upp­lýsa nákvæm­lega hversu mik­inn kopar þjófarnir hafa kom­ist yfir en fjöl­miðlar telja að and­virði kop­ars­ins nemi fimm og hálfri milljón króna (ca. 110 millj­ónir ísl.). Þá er ótal­inn annar kostn­að­ur, laun við­gerða­manna, stræt­is­vagnar til að bjarga málum og svo fram­veg­is. Tjónið er þó mest hjá far­þeg­un­um, sem ekki kom­ast leiðar sinnar á til­settum tíma. Starfs­fólk dönsku járn­braut­anna veit ekki með vissu hversu margir ekki hafa kom­ist leiðar sinnar þegar ferðir hafa fallið niður en dag­lega ferð­ast nærri 360 þús­und manns með S-lest­un­um.

En af hverju er kopar í köplun­um?



Ástæða þess er ein­fald­lega sú að kopar er sá málmur (að silfri und­an­skildu) sem hefur hvað besta raf­leiðni. Á síð­ustu árum hefur reyndar orðið mikil þróun í notkun áls í raf­magn­s­kapla og í dag eru nær allir nýir kaplar sem dönsku járn­braut­irnar nota gerðir úr áli. Þegar þjófarnir klippa sundur álkapal (sem hefur margoft ger­st) og sjá að hann er úr áli hraða þeir sér á brott.

Utan­bæj­ar­menn!



Ís­lend­ingar þekkja vel úr fréttum af drykkjulátum og óspektum úti á landi að oft er sér­stak­lega tekið fram að „ut­an­bæj­ar­mað­ur“ hafi átt í hlut. Hér í Dan­mörku hefur ekki tek­ist að upp­lýsa marga þjófn­aði á kop­ar­köpl­um. Lög­reglan telur sig þó vita að í mörgum til­vikum séu það erlendir rík­is­borg­ar­ar, meðal ann­ars frá Rúm­en­íu, sem eigi í hlut. Fyrir nokkrum dögum hand­tóku lag­anna verðir tvo menn sem staddir voru hjá brota­járns­sala (sem ekki hefur starfs­leyfi) í Suð­ur­höfn­inni í Kaup­manna­höfn, þeirra erinda að selja kop­arkapla merkta dönsku ján­braut­un­um. Menn­irnir sem eru með rúm­ensk vega­bréf sitja nú í grjót­inu.

Ráð­herr­ann nefndi einnig að brota­járns­salar ættu að hugsa sig vel um áður en þeir kaupi góss sem aug­ljós­lega sé illa fengið.

Kop­ar­mál­ið, eins og það er kallað hefur nú náð inn í danska þingið (Fol­ket­in­get) og margir þing­menn krefj­ast þess að strangar verði tekið á kop­ar­þjóf­un­um, en fram til þessa hefur refs­ing við slíku afbrotum verið nokk­urra mán­aða fang­elsi.

Blek og DNA merki



Í við­tali við einn dönsku fjöl­miðl­anna sagði sam­göngu­ráð­herr­ann Magnus Heun­icke að mjög kostn­að­ar­samt yrði að skipta öllum raf­magn­s­köplum dönsku járn­braut­anna út. Svo kostn­að­ar­samt að slíkt kæmi vart til greina. Ráð­herr­ann sagði að lög­reglan væri með ýmis konar aðgerðir í und­ir­bún­ingi en vildi ekki útskýra það nán­ar. Hann nefndi einnig að til greina kæmi að koma fyrir DNA merkjum í köplun­um, það hafa Þjóð­verjar, Bretar og Hol­lend­ingar gert með góðum árangri. Bretar hafa sömu­leiðis notað sér­stakt blek sem klín­ist á þann sem kemur við kaplana.

Ráð­herr­ann nefndi einnig að brota­járns­salar ættu að hugsa sig vel um áður en þeir kaupi góss sem aug­ljós­lega sé illa feng­ið. Að lokum nefndi ráð­herr­ann að eft­ir­lit með járn­braut­ar­teinum S-lest­anna hefði nú verið stór­auk­ið. Hvort slíkt dugir til að koma í veg fyrir frek­ari þjófn­aði, eða fækka þeim, verður tím­inn að leiða í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None