Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3 prósent. Það þýðir að verðbólgan nú er minni en hún mældist í ágúst, þegar hún mældist 9,7 prósent. Frá júlí hefur tólf mánaða verðbólgan lækkað um 0,6 prósentustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Hagstofu Íslands um vísitölu neysluverðs sem birt var í dag.
Það þýðir að tólf mánaða verðbólga lækkaði annan mánuðinn í röð.
Vísitalan hækkaði þó í september, alls um 0,09 prósent frá fyrra mánuði. Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6 prósent og verð á raftækjum til heimilisnota um 5,4 prósent.
Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði hins vegar annan mánuðinn í röð og nú um heil 17,9 prósent.
Verðbólguhorfur fari auk þess versnandi vegna töluvert kröftugri vaxtar á innlendri eftirspurn en búist var við í vor og hægari hjöðnun á verðhækkunum á húsnæðisverði. Þar skipta miklar vaxtahækkanir Seðlabankans og þrengri lánaskilyrði sem hann hefur sett lykilmáli. Það er erfiðara, og minna eftirsóknarvert, að taka húsnæðislán nú en fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Helsti drifkraftur verðbólgunnar hefur nefnilega verið gríðarleg hækkun á íbúðaverði, en það hefur það hækkað um 23 prósent á einu ári og langt umfram þá þætti sem alla jafna ráða þróun íbúðaverðs.