Verðtryggðar innstæður og íbúðalán lækkuðu um mánaðamótin

peningur.png
Auglýsing

Inn­stæður almenn­ings og fyr­ir­tækja sem bundnar eru á verð­tryggðum spari­reikn­ingum lækk­uðu um síð­ustu mán­aða­mót vegna þess að vísi­tala neyslu­verðs lækk­aði í jan­ú­ar. Vísi­talan, sem mælir verð­bólgu í land­inu, er metin til breyt­inga á verð­tryggðum inn­stæðum og lánum tveimur mán­uðum eftir birt­ingu hjá Hag­stof­unni.

Fjallað var um þró­un­ina í Morg­un­blað­inu í gær og haft var eftir Birni Berg Gunn­ars­syni, fræðslu­stjóra Íslands­banka, að und­an­farna ára­tugi hafi það gerst margoft að verð­bólga sé nei­kvæð milli mán­aða. Aftur á móti hafi verð­hjöðnun aldrei orðið yfir heilt ár. „Al­veg eins og inn­stæðan hækkar þegar verð­bólga er mikil lækkar hún þegar hún er nei­kvæð. Í þessu sam­hengi má benda á að ver­tryggð hús­næð­is­lán lækka þegar vísi­talan lækk­ar,“ segir Björn í sam­tali við blað­ið.

Auglýsing

Ein­ungis tíma­bundin lækkun

Verð­tryggðir inn­láns­reikn­ingar eru bundnir til 36 mán­aða að lág­marki. Þeir halda verð­gildi sínu í takt við verð­bólg­una og getur inn­stæðan þannig lækkað milli mán­aða, mælist verð­hjöðnun milli mán­aða. Það hefur raunar fjórum sinnum gerst á síð­ast­liðnum tólf mán­uð­um, í júlí (-0,2%), í sept­em­ber (-0,1%), í nóv­em­ber (-0,5%) og nú í jan­úar (-0,7%). Verð­bólga yfir heilt ár er aftur á móti 0,8 pró­sent. Á einu ári hefur inn­stæðan því hækkað um 0,8 pró­sent, auk vaxta.Tengt efni:Verð­hjöðnun í Dan­mörku - Ólík­legt á Íslandi.Sam­an­burður á sparn­að­ar­leiðum bank­anna.Bogi útskýrir vísi­tölu neyslu­verðs.ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None