Vogunarsjóðageirinn þéttsetinn af hvítum gömlum körlum

h_51167436-1.jpg
Auglýsing

Sautján rík­ustu stjórn­endur vog­un­ar­sjóða í Banda­ríkj­unum eru hvítir karlar á eða yfir miðjum aldri. Þetta kemur fram á lista For­bes yfir þá stjórn­endur vog­un­ar­sjóða og miðl­ara á Wall Street sem þén­uðu mest á árinu 2014.

Í efsta sæt­inu er hinn 59 ára gamli sjö barna faðir Steve Cohen (sjá aðal­mynd með frétt), sem þén­aði um 1,3 millj­arð dala (um 142 millj­arða króna) á síð­asta ári. Heild­ar­eignir Cohn, sem stofn­aði vog­un­ar­sjóð­inn Poin­t72 Asset Mana­gement, eru taldar vera 11,4 millj­arðir dala, rúm­lega 1.500 millj­arðar króna. Hann er í sæti 109 yfir rík­ustu menn heims á nýbirtum lista For­bes.

 

Auglýsing

Paul Singer stýrir holdgervingi hrægammasjóðanna, Elliott Management sjóðnum. Paul Sin­ger stýrir hold­gerv­ingi hrægamma­sjóð­anna, Elliott Mana­gement sjóðn­um.

Soros og Sin­gerNokkur vel þekkt nöfn eru á list­anum yfir stjórn­endur vog­un­ar­sjóða sem þén­uðu mest á síð­asta ári. Á meðal þeirra eru George Soros, sem situr í öðru sæti list­ans. Hann þén­aði 1,2 millj­arð dala, 162 millj­arða króna, til að bæta í þá rúm­lega þrjú þús­und millj­arða króna sem hann átti þá þeg­ar.

Í 16. sæt­inu er Paul Sin­ger, stofn­andi og for­stjóri Elliott Mana­gement. Hann er sjö­tugur millj­arða­mær­ingur af gyð­inga­ættum sem hefur meðal ann­ars unnið sér það til frægðar að hafa stutt dyggi­lega við bakið á bar­átt­unni fyrir auknum rétt­indum sam­kyn­hneigðra í Banda­ríkj­un­um.

Sjóður hans er einn sá hatað­asti í ver­öld­inni, enda hefur hann ein­beitt sér að því að fjár­festa í skuldum ríkja, eða fyr­ir­tækja innan ríkja, sem glíma við neyð og jafn­vel greiðslu­þrot. Hann er því hold­gerv­ingur hug­taks­ins hrægamma­sjóð­ur. Elliott-­sjóð­ur­inn hefur til að mynda gert sig mjög gild­andi í Argent­ínu og Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­sumar að félög eða sjóðir tengdir honum hefðu verið að eign­ast kröfur á föllnu íslensku bank­anna.

Feroz Dewan situr í átjánda sæti á lista Forbes yfir þá stjórnendur vogunarsjóða sem þénuðu best í fyrra. Feroz Dewan situr í átj­ánda sæti á lista For­bes yfir þá stjórn­endur vog­un­ar­sjóða sem þén­uðu best í fyrra.

Alinn upp í Singa­poreEfsti maður á lista sem er ekki hvítur er Feroz Dewan, sem er af ind­versku bergi brot­inn en er alinn upp í Singa­pore. Hann situr í 18. sæti. Dewan stýrir og er á meðal eig­enda vog­un­ar­sjóðs­ins Tiger Global Mana­gement, sem skil­aði 17 pró­senta ávöxtun á árinu 2014.  Dewan er tal­inn hafa þénað um 200 millj­ónir dala, um 27 millj­arða króna, í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None