„Verstu tvær vikur lífs ykkar“ urðu að mánuðum

Sú bylgja faraldursins sem nú er í Kólumbíu er sú versta. Hingað til. Ungt fólk er að deyja, ólga ríkir og fjöldamótmæli eru umfangsmeiri en fjöldabólusetningar. Ástandið í Suður-Ameríku afhjúpar djúpa gjá milli fátækra og ríkra.

Fjöldamótmæli í höfuðborg Kólumbíu, Bogata.
Fjöldamótmæli í höfuðborg Kólumbíu, Bogata.
Auglýsing

Á sama tíma og verið er að aflétta grímu­skyldu og sam­komu­tak­mörk­unum í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum eru mörg lönd í Suð­ur­-Am­er­íku að fást við eina skæð­ustu bylgju far­ald­urs COVID-19 hingað til. Í álf­unni er dán­ar­tíðni af völdum sjúk­dóms­ins nú átta sinnum hærri en að með­al­tali í heim­inum öll­um.

Skýr­ing­arnar á þess­ari stöðu er marg­ar, m.a. mikil útbreiðsla nýrri afbrigða veirunnar sem eru meira smit­andi en önn­ur. Þá eru heil­brigð­is­kerfi land­anna flest veik­byggð og fátækt á mörgum svæðum mikil og útbreidd. Í þriðja lagi hafa stjórn­völd í sumum löndum Suð­ur­-Am­er­íku ein­fald­lega lagt árar í bát í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn og í enn öðrum er póli­tísk ólga og jafn­vel upp­lausn.

Auglýsing

Dauðs­föll vegna COVID-19 eru nú hvergi hlut­falls­lega fleiri en í Parag­væ. Heil­brigð­is­kerfið var veikt fyrir og er nú hrunið víða. Þá er fátækt mjög útbreidd. Í síð­ustu viku, svo dæmi sé tek­ið, var dán­ar­tíðnin vegna sjúk­dóms­ins 18 á hverja milljón íbúa sam­an­borið við 2,7 á Ind­landi og 0,14 í Bret­landi.

Augum umheims­ins hefur í fréttum síð­ustu vikna verið beint að Ind­landi þar sem mjög skæð bylgja gekk yfir en er nú tekin að dala. Á sama tíma hefur mann­fall í Parag­væ, Argent­ínu, Úrúg­væ, Kól­umbíu, Bras­ilíu og Perú verið gríð­ar­legt en ekki farið eins hátt.

Spreng­ing í smitum

Í upp­hafi heims­far­ald­urs­ins á síð­asta ári var stjórn­völdum í Paragvæ og Úrúgvæ hrósað fyrir snör við­brögð sín. En frá því í mars í ár, um ári eftir að far­ald­ur­inn hóf­st, hefur orðið spreng­ing í fjölda smita sem helst er rakið til hins skæða brasil­íska afbrigðis veirunnar sem nú er kallað gamma-af­brigðið af vís­inda­mönn­um. Á sama tíma hafði verið slakað á sam­komu­tak­mörk­unum í lönd­unum tveimur sem og víðar í álf­unni.

Bólu­setn­ing­ar­her­ferðin var hröð­ust í Úrúgvæ af öllum löndum Suð­ur­-Am­er­íku. Það kom þó ekki í veg fyrir stórar og ban­vænar hóp­sýk­ing­ar.

Í nýlegri frétta­skýr­ingu Guar­dian um stöð­una í álf­unni er rifjað upp að Argent­ínu­mönnum hafi einnig verið hrósað fyrir við­brögð sín við far­aldr­in­um. Þar voru snemma settar á miklar tak­mark­anir á sam­komum og almenn­ingur fór sam­visku­sam­lega eftir þeim. En svo leið tím­inn og knýj­andi þörf fólks til að afla sér tekna og krafa um að koma hjólum atvinnu­lífs­ins í gang varð til þess að tak­mörk­unum var aflétt á svip­uðum tíma og skæð­ari afbrigði voru að breið­ast hratt út. Á þess­ari stundu er COVID-19 helsta bana­mein þjóð­ar­innar og mun fleiri, eða yfir 500 á dag, lát­ast úr þeim sjúk­dómi en t.d. hjarta­sjúk­dómum eða krabba­mein­um.

Misskipting hefur vaxið mikið í Kólumbíu í faraldrinum og skattahækkunum nú harðlega mótmælt. Mynd: EPA

Fátækt, sem farið hefur vax­andi í Argent­ínu síð­asta ára­tug­inn, er einn þeirra þátta sem leikið hefur stórt hlut­verk í því hversu skæður far­ald­ur­inn hefur orð­ið. Verð­bólga þar er ein sú hæsta í heimi.

Í Bras­ilíu hefur yfir hálf milljón manna dáið vegna COVID-19 sam­kvæmt opin­berum töl­um. Þar í landi er for­set­an­um, Jair Bol­son­aro, ítrekað kennt um hvernig komið sé fyrir þjóð­inni. Hann gerði lítið úr sjúk­dómnum allt frá upp­hafi, sagði hann „að­eins flensu“ og brást því hlut­verki að grípa til aðgerða í tæka tíð til að sporna gegn útbreiðsl­unni. Hann sætir nú rann­sókn vegna meintra emb­ætt­is­glapa vegna við­bragðs­leysis síns.

Auglýsing

Þá er ástandið í Perú slæmt um þessar mund­ir. Bólu­efni er af skornum skammti og önnur bylgja far­ald­urs­ins var verri en sú fyrsta. Í henni var aftur gripið til sam­komutakark­ana enda sjúkra­hús á helj­ar­þröm vegna álags. Ólga er í stjórn­málum lands­ins og ekki bætti úr skák að fyrr á árinu kom í ljós að þáver­andi for­seti og næstu sam­starfs­menn hans fengu bólu­setn­ingu á laun. Innan við tíu pró­sent full­orð­inna í land­inu eru nú bólu­sett en nýr for­seti hefur heitið átaki í þeim efn­um. Dán­ar­tíðnin af völdum COVID-19 hefur farið lækk­andi und­an­farnar vikur en í grein Guar­dian kemur fram að eftir sitji reiði og gremja margra borg­ara.

Skatta­hækk­unum harð­lega mót­mælt

Í Kól­umbíu hafa nú yfir 100 þús­und manns látið lífið vegna COVID-19 og er landið hið tíunda til að fara yfir þann þrösk­uld. Fjölda­mót­mæli vegna skatta­hækk­ana á sama tíma og dauðs­föllum fjölgar eru meira áber­andi en fjölda­bólu­setn­ing­ar. Dag­lega deyja í kringum 500 manns úr sjúk­dómnum í land­inu og á mánu­dag lét­ust 648, sem var met­fjöldi á einum degi, og á mið­viku­dag voru dauðs­föllin 720. Þetta eru met sem eng­inn vill slá. Innan við tíu pró­sent íbú­anna eru full­bólu­sett­ir. Kól­umbíu­menn eru yfir 50 millj­ónir tals­ins.

Ástandið í Kól­umbíu hefur farið stig­versn­andi vikum og mán­uðum sam­an. Borg­ar­stjóri höf­uð­borg­ar­innar Bogatá bað í vor íbú­ana að und­ir­búa sig fyrir „verstu tvær vikur lífs“ síns. Þær vikur hafa dreg­ist á lang­inn því til­fellum er enn að fjölga og hafa und­an­farið verið um og yfir 25 þús­und á dag.

Auglýsing

Þessi þriðja bylgja far­ald­urs­ins hefur sett allt sam­fé­lagið á hvolf og í upp­nám. Hún er þegar orðin sú skæð­asta sem skollið hefur á land­inu og er lík­lega sú skæð­asta sem fyr­ir­finnst í heim­inum í dag.

Í grein New York Times um stöðu far­ald­urs­ins í Suð­ur­-Am­er­íku segir að hann afhjúpi þá gjá sem er á milli álf­unnar og rík­ari þjóða á borð við Ísra­el, Banda­ríkin og Bret­land. Í þeim löndum hefur verið hægt að tryggja stóra samn­inga við lyfja­fyr­ir­tæki um bólu­efni á meðan ríki á borð við þau sem að framan er fjallað um berj­ast enn við útbreitt smit og jafn­vel far­aldra með til­heyr­andi mann­falli.

Af þeim tíu ríkjum heims þar sem dán­ar­tíðni vegna COVID-10 er nú hæst eru sjö í Suð­ur­-Am­er­íku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar