„Verstu tvær vikur lífs ykkar“ urðu að mánuðum

Sú bylgja faraldursins sem nú er í Kólumbíu er sú versta. Hingað til. Ungt fólk er að deyja, ólga ríkir og fjöldamótmæli eru umfangsmeiri en fjöldabólusetningar. Ástandið í Suður-Ameríku afhjúpar djúpa gjá milli fátækra og ríkra.

Fjöldamótmæli í höfuðborg Kólumbíu, Bogata.
Fjöldamótmæli í höfuðborg Kólumbíu, Bogata.
Auglýsing

Á sama tíma og verið er að aflétta grímu­skyldu og sam­komu­tak­mörk­unum í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum eru mörg lönd í Suð­ur­-Am­er­íku að fást við eina skæð­ustu bylgju far­ald­urs COVID-19 hingað til. Í álf­unni er dán­ar­tíðni af völdum sjúk­dóms­ins nú átta sinnum hærri en að með­al­tali í heim­inum öll­um.

Skýr­ing­arnar á þess­ari stöðu er marg­ar, m.a. mikil útbreiðsla nýrri afbrigða veirunnar sem eru meira smit­andi en önn­ur. Þá eru heil­brigð­is­kerfi land­anna flest veik­byggð og fátækt á mörgum svæðum mikil og útbreidd. Í þriðja lagi hafa stjórn­völd í sumum löndum Suð­ur­-Am­er­íku ein­fald­lega lagt árar í bát í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn og í enn öðrum er póli­tísk ólga og jafn­vel upp­lausn.

Auglýsing

Dauðs­föll vegna COVID-19 eru nú hvergi hlut­falls­lega fleiri en í Parag­væ. Heil­brigð­is­kerfið var veikt fyrir og er nú hrunið víða. Þá er fátækt mjög útbreidd. Í síð­ustu viku, svo dæmi sé tek­ið, var dán­ar­tíðnin vegna sjúk­dóms­ins 18 á hverja milljón íbúa sam­an­borið við 2,7 á Ind­landi og 0,14 í Bret­landi.

Augum umheims­ins hefur í fréttum síð­ustu vikna verið beint að Ind­landi þar sem mjög skæð bylgja gekk yfir en er nú tekin að dala. Á sama tíma hefur mann­fall í Parag­væ, Argent­ínu, Úrúg­væ, Kól­umbíu, Bras­ilíu og Perú verið gríð­ar­legt en ekki farið eins hátt.

Spreng­ing í smitum

Í upp­hafi heims­far­ald­urs­ins á síð­asta ári var stjórn­völdum í Paragvæ og Úrúgvæ hrósað fyrir snör við­brögð sín. En frá því í mars í ár, um ári eftir að far­ald­ur­inn hóf­st, hefur orðið spreng­ing í fjölda smita sem helst er rakið til hins skæða brasil­íska afbrigðis veirunnar sem nú er kallað gamma-af­brigðið af vís­inda­mönn­um. Á sama tíma hafði verið slakað á sam­komu­tak­mörk­unum í lönd­unum tveimur sem og víðar í álf­unni.

Bólu­setn­ing­ar­her­ferðin var hröð­ust í Úrúgvæ af öllum löndum Suð­ur­-Am­er­íku. Það kom þó ekki í veg fyrir stórar og ban­vænar hóp­sýk­ing­ar.

Í nýlegri frétta­skýr­ingu Guar­dian um stöð­una í álf­unni er rifjað upp að Argent­ínu­mönnum hafi einnig verið hrósað fyrir við­brögð sín við far­aldr­in­um. Þar voru snemma settar á miklar tak­mark­anir á sam­komum og almenn­ingur fór sam­visku­sam­lega eftir þeim. En svo leið tím­inn og knýj­andi þörf fólks til að afla sér tekna og krafa um að koma hjólum atvinnu­lífs­ins í gang varð til þess að tak­mörk­unum var aflétt á svip­uðum tíma og skæð­ari afbrigði voru að breið­ast hratt út. Á þess­ari stundu er COVID-19 helsta bana­mein þjóð­ar­innar og mun fleiri, eða yfir 500 á dag, lát­ast úr þeim sjúk­dómi en t.d. hjarta­sjúk­dómum eða krabba­mein­um.

Misskipting hefur vaxið mikið í Kólumbíu í faraldrinum og skattahækkunum nú harðlega mótmælt. Mynd: EPA

Fátækt, sem farið hefur vax­andi í Argent­ínu síð­asta ára­tug­inn, er einn þeirra þátta sem leikið hefur stórt hlut­verk í því hversu skæður far­ald­ur­inn hefur orð­ið. Verð­bólga þar er ein sú hæsta í heimi.

Í Bras­ilíu hefur yfir hálf milljón manna dáið vegna COVID-19 sam­kvæmt opin­berum töl­um. Þar í landi er for­set­an­um, Jair Bol­son­aro, ítrekað kennt um hvernig komið sé fyrir þjóð­inni. Hann gerði lítið úr sjúk­dómnum allt frá upp­hafi, sagði hann „að­eins flensu“ og brást því hlut­verki að grípa til aðgerða í tæka tíð til að sporna gegn útbreiðsl­unni. Hann sætir nú rann­sókn vegna meintra emb­ætt­is­glapa vegna við­bragðs­leysis síns.

Auglýsing

Þá er ástandið í Perú slæmt um þessar mund­ir. Bólu­efni er af skornum skammti og önnur bylgja far­ald­urs­ins var verri en sú fyrsta. Í henni var aftur gripið til sam­komutakark­ana enda sjúkra­hús á helj­ar­þröm vegna álags. Ólga er í stjórn­málum lands­ins og ekki bætti úr skák að fyrr á árinu kom í ljós að þáver­andi for­seti og næstu sam­starfs­menn hans fengu bólu­setn­ingu á laun. Innan við tíu pró­sent full­orð­inna í land­inu eru nú bólu­sett en nýr for­seti hefur heitið átaki í þeim efn­um. Dán­ar­tíðnin af völdum COVID-19 hefur farið lækk­andi und­an­farnar vikur en í grein Guar­dian kemur fram að eftir sitji reiði og gremja margra borg­ara.

Skatta­hækk­unum harð­lega mót­mælt

Í Kól­umbíu hafa nú yfir 100 þús­und manns látið lífið vegna COVID-19 og er landið hið tíunda til að fara yfir þann þrösk­uld. Fjölda­mót­mæli vegna skatta­hækk­ana á sama tíma og dauðs­föllum fjölgar eru meira áber­andi en fjölda­bólu­setn­ing­ar. Dag­lega deyja í kringum 500 manns úr sjúk­dómnum í land­inu og á mánu­dag lét­ust 648, sem var met­fjöldi á einum degi, og á mið­viku­dag voru dauðs­föllin 720. Þetta eru met sem eng­inn vill slá. Innan við tíu pró­sent íbú­anna eru full­bólu­sett­ir. Kól­umbíu­menn eru yfir 50 millj­ónir tals­ins.

Ástandið í Kól­umbíu hefur farið stig­versn­andi vikum og mán­uðum sam­an. Borg­ar­stjóri höf­uð­borg­ar­innar Bogatá bað í vor íbú­ana að und­ir­búa sig fyrir „verstu tvær vikur lífs“ síns. Þær vikur hafa dreg­ist á lang­inn því til­fellum er enn að fjölga og hafa und­an­farið verið um og yfir 25 þús­und á dag.

Auglýsing

Þessi þriðja bylgja far­ald­urs­ins hefur sett allt sam­fé­lagið á hvolf og í upp­nám. Hún er þegar orðin sú skæð­asta sem skollið hefur á land­inu og er lík­lega sú skæð­asta sem fyr­ir­finnst í heim­inum í dag.

Í grein New York Times um stöðu far­ald­urs­ins í Suð­ur­-Am­er­íku segir að hann afhjúpi þá gjá sem er á milli álf­unnar og rík­ari þjóða á borð við Ísra­el, Banda­ríkin og Bret­land. Í þeim löndum hefur verið hægt að tryggja stóra samn­inga við lyfja­fyr­ir­tæki um bólu­efni á meðan ríki á borð við þau sem að framan er fjallað um berj­ast enn við útbreitt smit og jafn­vel far­aldra með til­heyr­andi mann­falli.

Af þeim tíu ríkjum heims þar sem dán­ar­tíðni vegna COVID-10 er nú hæst eru sjö í Suð­ur­-Am­er­íku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar