„Við ætlum ekki að vera rödd sundrungar – heldur rödd samstillts samfélags“

Formaður Viðreisnar telur að kosningarnar muni snúast að miklu leyti um það hvort Íslendingar fái ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni.

Þorgerður Katrín hélt ávarp sitt á landsfundi Viðreisnar í dag.
Þorgerður Katrín hélt ávarp sitt á landsfundi Viðreisnar í dag.
Auglýsing

„Í okkar huga snýst þetta ekk­ert endi­lega um vinstri eða hægri. Miklu frekar um sann­girni og tæki­færi. Við ætlum ekki að vera rödd sundr­ung­ar, heldur rödd sam­stillts sam­fé­lags. Því við trúum því, af fullri ein­lægni að saman gerum við sam­fé­lagið okkar betra.“

Þetta sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar á lands­þingi flokks­ins í dag. Fór hún yfir þau mál sem flokk­ur­inn náði í gegn á kjör­tíma­bil­inu og fram­tíð­ar­sýn hans.

Ein­angr­un­ar­sinn­arnir pakka í vörn

Þor­gerður Katrín fjall­aði meðal ann­ars um Evr­ópu­mál í ávarpi sínu. „Ég velti því stundum fyrir mér þegar rætt er um Evr­ópu­málin hér á Íslandi og mögu­lega aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hvernig standi á því að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hrökkva alltaf í bak­lás og fari með mön­tr­una um að málið sé ekki á dag­skrá.

Nú er það ekki svo að lykla­völd að ráðu­neytum geri menn að dag­skrár­stjórum í sam­fé­lags­um­ræð­unni, það er auð­vitað hugs­ana­villa í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. En það er einmitt þessi hugs­ana­villa sem er svo hættu­leg. Að vilja ekki ræða erfið mál og útkljá með lýð­ræð­is­legum hætti. Hvernig klára sið­aðar þjóðir sín deilu­mál? Jú, með samn­ingum eða kosn­ingu. Og hvernig leggjum við til að þetta deilu­efni sé leyst? Að það hefj­ist með þjóð­ar­at­kvæði, síðan er samið í vönd­uðu, skil­greindu ferli og svo er önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um samn­ing­inn. Þjóðin kýs tvisvar í þessu ferli. Slík lýð­ræð­is­veisla er stjórn­ar­flokk­unum hins vegar ekki að skapi.“

Auglýsing

Þor­gerður Katrín sagði að í stað þess að hefja þessa veg­ferð og leyfa almenn­ingi að ráða för pökk­uðu ein­angr­un­ar­sinn­arnir í vörn og þyldu dóms­dags­spá um spænska tog­ara og enda­lok full­veld­is­ins, sem margoft væri búið að hrekja, sjálfir með krón­una eins og myllu­stein um háls­inn.

„Og ég skal vera alveg skýr, ef svo ólík­lega vildi til að samn­ing­ur­inn við ESB yrði fjand­sam­legur íslenskum hags­munum og auð­lindir okkar í hættu, þá yrði Við­reisn fyrsti flokk­ur­inn til að hafna slíkum samn­ingi. Við viljum nefni­lega ekki semja samn­ings­ins vegna, heldur til að bæta lífs­kjör á Ísland­i.“

„Ekk­ert múður hér“

Þor­gerður Katrín telur að kosn­ing­arnar muni snú­ast að miklu leyti um það hvort Íslend­ingar fái rík­is­stjórn sem þori að fara í mik­il­vægar kerf­is­breyt­ingar sem tryggi eign­ar­hald þjóð­ar­innar á sjáv­ar­auð­lind­inni með tíma­bundnum samn­ingum og fyr­ir­sjá­an­leika fyrir útgerð­ina – og sann­gjarn­ari skipt­ingu af tekjum sjáv­ar­auð­lind­ar­inn­ar.

„Það gerum við best með því að treysta mark­aðnum til að ákveða verð­mæti auð­lind­ar­inn­ar. Ekk­ert múður hér. Mér sýn­ist reyndar að þjóðin sé okkur sam­mála þótt þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi nú tekið að sér starf blaða­full­trúa útgerð­anna,“ sagði hún.

Til þess að tryggja Við­reisn braut­ar­gengi þyrftu þau að láta rödd sína heyr­ast hátt og „yf­ir­gnæfa klið­inn í fugla­bjarg­inu og koma í veg fyrir að rán­fuglar valdi þar usla og óör­yggi. Við vitum að lífs­bar­áttan í sam­fé­lag­inu snýst ekki bara um lífs­af­komu og öryggi, heldur líka um stefnu og fram­tíð­ar­sýn í grund­vall­ar­mál­u­m,“ sagði hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent