„Við höfum verið með skynsamlegar aðgerðir“

Forsætisráðherra og formaður Viðreisnar ræddu nýja þjóðhagsspá OECD á þingi í dag. Ráðherrann sagðist hafa fulla trú á því að Seðlabankinn væri með mjög styrka stjórn á peningamálum hér á landi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Það er mat Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að stuðn­ingur stjórn­valda í COVID-far­aldr­inum hafi ratað þangað sem hann átti að rata. „Við höfum verið með skyn­sam­legar aðgerð­ir.“ Þetta sagði hún í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, spurði hana hvað henni fynd­ist um nýja spá Efna­hags- og fram­fara­stofn­unar (OECD).

Kjarn­inn fjall­aði um spána fyrr í dag en þar kemur fram að stofn­unin búist við hæg­ari efna­hags­bata hér á landi heldur en Seðla­bank­inn spáði í síð­asta hefti Pen­inga­mála. Sam­kvæmt sam­tök­unum verður Ísland hæg­ast allra þró­aðra ríkja í að end­ur­heimta fyrri efna­hags­styrk.

Þing­mað­ur­inn sagði að auð­vitað væri það ákveðið áhyggju­efni. Sam­kvæmt spánni myndu Banda­rík­in, Írland, Japan og Nor­egur end­ur­heimta sama efna­hags­styrk og fyrir far­ald­ur­inn á næstu mán­uð­um. Ísland næði hins vegar ekki þeim áfanga fyrr en eftir tvö ár sam­kvæmt OECD, þ.e. á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2023.

Auglýsing

„Í sömu skýrslu eru íslensk stjórn­völd hvött til að beina stuðn­ings­að­gerðum sínum beint að þeim sem mest þurfa á að halda, að fara ekki í almennar aðgerðir heldur sér­tæk­ar. Á sama tíma fáum við fréttir af því að allir við­skipta­bankar lands­ins hafi hækkað vexti á hús­næð­is­lánum í vik­unni. Það hefur ekki náðst að koma böndum á verð­bólg­una og geng­is­stöð­ug­leik­inn er enn og aftur und­ir,“ sagði hún.

Spurði Þor­gerður Katrín hvert við­horf for­sæt­is­ráð­herra væri til þess­arar spár OECD; hvernig hún horfði á hana, hvort hún væri sam­mála henni um þá mynd sem verið væri að draga fram og hvort hún ætl­aði með ein­hverjum hætti að bregð­ast við þeim ábend­ingum sem fram hafa kom­ið.

Vill að við­spyrnan verði hrað­ari en OECD spáir

Katrín svar­aði og sagð­ist telja að stjórn­völd hefðu einmitt verið að fara úr hinum almennu aðgerðum yfir í sér­tæk­ari. „Ef við skoðum fer­il­inn frá fyrstu aðgerðum yfir í nýj­ustu aðgerðir hefur æ meiri þungi færst yfir í þá áherslu að skapa störf og styðja betur við atvinnu­leit­end­ur. Það sjáum við eins og á átak­inu okkar Hefjum störf, sem hefur gengið vel og fjöldi fólks er núna að fá störf sem hefur verið atvinnu­laust í 12 mán­uði eða leng­ur, sem munar auð­vitað gríð­ar­lega mikið um. Við höfum verið að hækka atvinnu­leys­is­bætur og koma sér­stak­lega til móts við barna­fólk.“

Allt mætti þetta kalla sér­tækar aðgerðir til þess að takast á við atvinnu­leysið sem Katrín telur vera brýn­asta úrlausn­ar­efnið í efna­hags­lífi þjóð­ar­inn­ar.

„Annað dæmi sem ég vil nefna í þessu, af því að þetta eru kannski hinar bein­hörðu vinnu­mark­aðs­að­gerð­ir, er að ég hef þá trú að þær aðgerðir sem ráð­ist var í til að styðja betur við fyr­ir­tæki í þekk­ing­ar­geira og nýsköpun séu þegar farnar að skila sér. Við sjáum það til að mynda á auk­inni fjár­fest­ingu, einka­fjár­fest­ingu, í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á Íslandi, sem eru mjög gleði­legar fréttir og getur orðið mjög mik­il­vægur þáttur í við­spyrn­unni.

Það má deila um hvort aðgerðir okkar hafi verið of almennar framan af. Þær voru auð­vitað háðar ýmsum tak­mörk­un­um, þannig að þegar við gerum þetta upp og skoðum stuðn­ing­inn við fyr­ir­tækin þá sést það auð­vitað að vegna ákvæða um tekju­fall hefur mik­ill meiri hluti þeirra sem notið hafa stuðn­ings verið ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­in, sem sann­an­lega hafa farið verst út úr þess­ari kreppu af aug­ljósum ástæð­um. Þannig að mitt mat er að stuðn­ing­ur­inn hafi ratað þangað sem hann átti að rata. Við höfum verið með skyn­sam­legar aðgerð­ir. Ég held hins vegar að það sem við þurfum að gera til lengri tíma og horfa á til að tryggja að þessi spá ræt­ist ekki sé að við­spyrnan verði hrað­ari en þarna er spáð,“ sagði hún.

Telur við­bragðs­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi inn­viða­fjár­fest­ingar of hæga

Þor­gerður Katrín steig aftur í pontu og sagði að þetta væri allt rétt – og gott og bless­að. „En það er samt engu að síður þannig að OECD dregur þetta mjög skýrt fram; það er ekk­ert þróað ríki innan OECD sem verður jafn lengi að end­ur­heimta fyrri efna­hags­styrk. Það er ekki stjórn­ar­and­staðan sem segir þetta, það er OECD sem dregur þetta fram. Þrátt fyrir vel mein­andi og margar ágæt­is­að­gerðir þá er það nákvæm­lega það sem við bentum á í byrj­un, að þær þyrftu að vera sér­tæk­ari og miða við þá hópa og þau fyr­ir­tæki sem eiga við mestan vanda að glíma.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Benti hún á að sam­dráttur væri í inn­viða­fjár­fest­ing­um. „Ein­hverra hluta vegna var við­bragðs­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi inn­viða­fjár­fest­ingar mjög hæg. Þung­inn og seina­gang­ur­inn var mjög mik­ill. Af hverju var ekki farið af stað í allar þessar fram­kvæmdir sem voru til­bún­ar? Það er það sem er erfitt að horfa upp á,“ sagði hún og spurði ráð­herr­ann hvernig hún sæi fyrir sér umhverfi fyrir nýsköp­un­ar- og sprota­fyr­ir­tæki þegar kæmi að geng­is­stöð­ug­leik­an­um. „Það er stærsta hindr­unin fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin til að fá erlendar fjár­fest­ingar ef við erum með þessa von­lausu krón­u.“

Hefur fulla trú á Seðla­bank­anum

Katrín svar­aði í annað sinn og benti á að fjár­fest­ing rík­is­ins hefði verið að aukast jafnt og þétt. „Ég held að einnig verði að horfa til þess að eftir fyrsta áfallið héldu sveit­ar­fé­lögin að sér hönd­um. Hins vegar virð­ast þau koma tölu­vert betur út úr þessu efna­hags­á­falli en talið var fyrir fram. Þegar við skoðum tekjur þeirra og nið­ur­stöðu í lok árs koma sveit­ar­fé­lögin mun betur út úr áfall­inu en þau töldu fyrir fram. Þar liggur auð­vitað hluti af hinni opin­beru fjár­fest­ingu. Þar sjáum við hins vegar fjár­fest­ingu rík­is­ins aukast og var kom­inn tími til. Það eru mjög mik­il­væg fjár­fest­ing­ar­verk­efni sem nú er verið að ráð­ast í sem skipta máli, ekki bara efna­hags­lega heldur líka sam­fé­lags­lega.“

Sagð­ist hún hafa fulla trú á því að Seðla­bank­inn, sem hefði haldið mjög vel á málum í gegnum þessa kreppu, væri með mjög styrka stjórn á pen­inga­stefn­unni. „Vissu­lega er vaxta­hækkun núna, sem breytir því samt ekki að vextir eru sögu­lega lág­ir. Ég held að það skipti máli að við við­ur­kennum það hér að það hefur gengið gríð­ar­lega vel að halda utan um pen­inga­stefn­una í gegnum þennan far­ald­ur,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent