„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“

Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.

Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
Auglýsing

„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi. Það höfum við, þessi litla þjóð, sýnt oftar en einu sinni. Við þurfum að nota hana,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um málefni Ísraels og Palestínu og viðbrögð stjórnvalda á Alþingi í dag, í umræðum um störf þingsins.

Hún sagði að ekki væri hægt að sitja aðgerðarlaus hjá. „Mannréttindabrot og brot á alþjóðasamþykktum eru ólögleg líka í þessum heimshluta og þau ber að stöðva með öllum ráðum. Líf og öryggi milljóna manna; karla, kvenna og barna veltur á því að vopnahléi verði komið á milli Ísraels og Palestínu og að friðsamleg lausn verði fundin til frambúðar.“

Ljóst væri að Ísraelar væru í mikilli yfirburðarstöðu gagnvart Palestínu. „Hamas liðar hafa myrt óbreytta borgara í Ísrael en gagnárásir Ísraelshers hafa kostað tuttugufalt fleiri lífið, þar á meðal fjölda barna. Það er reyndar ljóst að Ísrael hefur mikla yfirburðastöðu gagnvart Palestínu, bæði hvað varðar hernaðarafl og hvað varðar efnahagslega yfirburði, meðal annars í ljósi stuðnings frá erlendum ríkjum.“

Auglýsing

Hanna Katrín sagði að hún ætlaði ekki þykjast hafa lausn á áratugalöngum deilum Ísraels og Palestínu en að hún hefði engu að síður skoðun á þeirri vegferð sem Ísraelsmenn væru á „og það hljótum við öll að hafa,“ bætti hún við.

„Níutíu og þremur milljörðum sullað á ófriðarbálið“

Meðal þess sem Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknar, fjallaði um í sinni ræðu um störf þingsins var vopnasala Bandaríkjanna til Ísraels. Hann vitnaði í frétt Washington Post frá því í gær sem sagði frá 93 milljarða króna vopnasölu í fyrri hluta mánaðar. Hjálmar sagði að með vopnasölunni hefðu Bandaríkin sullað 93 milljörðum á ófriðarbálið.

Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokks sagði Íslendinga verða að bregðast við. Mynd: Skjáskot/Alþingi

Þá gagnrýndi Hjálmar að fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefði þrívegis beitt neitunarvaldi til að stöðva sameiginlega ályktun ráðsins, ályktun þar sem ofbeldi Ísraelsmanna er fordæmt og hvatt er til vopnahlés.

Að hans mati þyrfti að bregðast við strax. „Sama hversu smá við erum, við verðum að bregðast við og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Þessar deilur snúast ekki bara um Ísrael og Palestínu. Vísum gagnrýninni þangað sem hún á heima.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent