Öll verðbréfaviðskipi í kauphöllinni í New York, NYSE, vor stöðvuð í dag klukkan 11:32 að staðartíma. Í fyrstu voru ekki gefnar neinar skýringar á því hvers vegna viðskipti voru stöðvuð en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá kauphöllinni er um tæknileg vandamál að ræða.
Kauphöllin í New York er stærsti markaður með hlutabréf í Bandaríkjunum. Enn er þó hægt að eiga viðskipti með hlutabréf skráð á NYSE markaðinum annars staðar, meðal annars á verðbréfamarkaði Nasdaq.
Dagurinn í dag hefur verið fjárfestum erfiður á hlutabréfamörkuðum um allan heim. Í Evrópu ríkir mikil óvissa um framtíð Grikklands innan evrusamstarfsins og hefur ástandið, eins og áður, haft verðmyndandi upplýsingar á evrópskum hlutabréfamarkaði. Í Kína hefur hlutabréfaverð hrunið undanfarnar vikur og lækkuðu helstu vísitölur þar í dag um allt að sjö prósent. Við bætist síðan stöðvun viðskipta í Bandaríkjunum en frekari frétta er beðið um ástæður þess að viðskipti voru stöðvuð.