Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins og þingmaður Framsóknarflokksins, er á meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra Hveragerðis. Á meðal annarra umsækjenda með fortíð í stjórnmálum eru Glúmur Baldvinsson, sem leiddi Frjálslynda lýðræðisflokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæminu í síðustu þingkosningum en hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda, og Karl Gauti Hjaltason, sem komst á þing fyrir Flokk fólksins 2017 en færði sig síðar yfir í Miðflokkinn eftir að hafa verið rekinn úr fyrrnefnda flokknum. Glúmur sótti einnig um starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skemmstu.
Miklar breytingar urðu í sveitarstjórnarmálum í HveragerðVigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins og þingmaður Framsóknarflokksins, er á meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra Hveragerðis. Á meðal annarra umsækjenda með fortíð í stjórnmálum er Glúmur Baldvinsson, sem leiddi Frjálslynda lýðræðisflokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæminu í síðustu þingkosningum en hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda. Glúmur sótti einnig um starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skemmstu.
Við það lauk 16 ára setu Aldísar Hafsteinsdóttur í bæjarstjórastólnum, en hún var í kjölfarið ráðin sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Aldís var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut einungis 32,8 prósent atkvæða og tvö kjörna fulltrúa eftir að hafa verið með hreinan meirihluta frá árinu 2006.
Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði:
- Ágúst Örlaugur Magnússon - Vaktstjóri
- Geir Sveinsson - Sjálfstætt starfandi
- Glúmur Baldvinsson - Sjálfstætt starfandi
- Jón Aron Sigmundsson - Sjálfstætt starfandi
- Karl Gauti Hjaltason - Fyrrv. þingmaður
- Karl Óttar Pétursson - Lögmaður
- Kolbrún Hrafnkelsdóttir - Forstjóri
- Konráð Gylfason - Framkvæmdastjóri
- Kristinn Óðinsson - CFO
- Lína Björg Tryggvadóttir - Skrifstofustjóri
- Magnús Björgvin Jóhannesson - Framkvæmdastjóri
- Matthildur Ásmundardóttir - Fyrrv. bæjarstjóri
- Sigurður Erlingsson - Stjórnarformaður
- Sigurgeir Snorri Gunnarsson - Eftirlaunaþegi
- Valdimar O. Hermannsson - Fyrrv. sveitarstjóri
- Vigdís Hauksdóttir - Fyrrv. borgarfulltrúi
- Þorsteinn Þorsteinsson - Deildarstjóri
- Þórdís Sif Sigurðardóttir - Fyrrv. sveitarstjóri
- Þröstur Óskarsson - Sérfræðingur