Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag.
Vigdís var alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður á árunum 2009 til 2016 fyrir Framsóknarflokkinn. Eftir klofning flokksins með tilkomu Miðflokksins gekk hún í Miðflokkinn og hefur verið borgarfulltrúi fyrir hann síðan 2018.
Auglýsing
Fram kemur í tilkynningunni að frambjóðendur Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum séu afar ánægðir með ráðninguna og sannfærðir um að reynsla og slagkraftur Vigdísar muni skila sér í „verðskulduðum kosningasigri Miðflokksins í Reykjavík“.