Vilja að Facebook hætti njósnum og fara í mál

schrems_facebook.jpg
Auglýsing

Max Schrems, aust­ur­rískur lög­fræð­istúd­ent, flutt­i í dag próf­mál fyrir dóm­stólum á Írlandi gegn Face­book. Schrems fer fyrir hópi 25.000 Face­book-not­enda sem telja vegið að frið­helgi einka­lífs þeirra á Face­book.

Face­book hef­ur, að mati Schrems brotið gegn ýmsum rétt­indum sem fólki eru tryggð í Evr­ópu­lög­gjöf­inni. Þá er þát­taka sam­fé­lags­mið­ils­ins í PRISM, eft­ir­lits­verk­efni banda­rísku þjóðar­ör­ygg­is­stofn­un­ar­inn­ar, einn liður í mál­flutn­ingi Schrems.

„Við erum ein­fald­lega að biðja Face­book að hætta njósn­um,“ sagði Schrems í við­tali við AFP-frétta­stof­una sem greinir frá. „Við viljum líka að mið­ill­inn sé með alvöru not­enda­skil­mála sem fólk getur skilið og að Face­book hætti að safna gögnum um fólk sem er ekki einu sinni með reikn­ing á Face­book.“

Auglýsing

„Það eru fjöl­mörg atriði í þess­ari kæru og við von­umst til að vinna í öllum liðum hennar og setja þannig for­dæmi gegn banda­rískum upp­lýs­inga­safn­andi fyr­ir­tækj­u­m,“ segir hann og segir það jafn­vel verða áhuga­vert tapi hann mál­inu vegna þess að það muni vekja upp áhuga­verðar spurn­ingar um hvers vegna lögum sé ekki fram­fylgt.

Höf­uð­stöðvar Face­book í Evr­ópu eru í Dublin á Írlandi. Þaðan sinnir Face­book öllum reikn­ingum not­enda utan Band­arikj­anna og Kanada. Sam­tals eru það um 80 pró­sent af öllum not­endum Face­book sem eru um 1,35 millj­arð­ar.

For­svars­menn Face­book hafa ekki viljað tjá sig um lög­sókn­ina.

IRELAND ECONOMY Höf­uð­stöðvar Face­book í Dublin eru glæsi­leg­ar, í takt við umsvif sam­fé­lags­mið­ils­ins á vefn­um.

 

Áhugi fólks á lög­sókn Schrems hefur verið gríð­ar­legur síðan hann til­kynnti um fyr­ir­ætl­anir sínar í ágúst í fyrra. Hann gaf fólki kost á að taka þátt í mál­inu og innan nokk­urra daga höfðu mörg þús­und manns sýnt áhuga, ekki aðeins frá Evr­ópu heldur einnig frá Asíu, Suð­ur­-Am­er­íku og Ástr­al­íu.

Schrems kaus þó að hafa hóp­inn ekki stærri en 25.000 manns en þegar hafa 55.000 manns til við­bótar skráð sig til þátt­töku á síð­ari stigum máls­ins.

Hver og einn þess­ara 25.000 krefst 500 evra í skaða­bætur fyrir meint brot á frið­helgi einka­lífs síns. Það eru um það bil 73.500 íslenskar krónur á mann. Schrems segir í við­tal­inu við AFP að málið gangi út á að grund­vall­ar­mann­rétt­indi verði að virða.

„Við höfum frið­helg­is­lög í Evr­ópu sem ekki er verið að fram­fylgja. Aðal­at­riðið er þetta: þurfa vef­fyr­ir­tæki að fylgja lögum eða búa þau í ein­hvers­konar viltu vestri þar sem þau geta gert það sem þeim sýnist?“

Schrems stund­aði nám í Kís­ildalnum þar sem stærstu nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki ver­aldar hafa aðal­höf­uð­stöðvar sín­ar, þar á meðal Face­book. Hann segir nálgun flestra í Kís­ildalnum þá að hægt sé að gera það sem maður vill í Evr­ópu án þess að þurfa að gjalda þess.

Auk þess að reka málið fyrir dóms­stólum hefur hópur Schrems kvartað form­lega undan Face­book á Írlandi. Málið hefur nú verið sent áfram til Evr­ópu­dóm­stóls­ins vegna þess að írsk yfir­völd hafa ekki viljað hefja rann­sókn á meintum brotum gegn frið­helgi einka­lífs fólks.

Nið­ur­stöðu úr þeim málum er að vænta á næsta ári og gætu hugs­an­lega haft víð­tæk áhrif á starf­semi banda­rískra tækni­fyr­ir­tækja í Evr­ópu.

Evr­ópa hefur verið eitt helsta vígi aðgerð­ar­sinna gegn stórum banda­rískum vefris­um. Skemmst er að minn­ast dóms­úr­skurðar í Evr­ópu um að allir eigi rétt á að gleym­ast á vefnum. Google neydd­ist í kjöl­farið til að eyða upp­lýs­ingum um ein­stak­linga úr skrám sínum ef þeir óska eftir því, að ákveðnum for­sendum upp­fyllt­um.

Microsoft hlaut jafn­framt útreið í Evr­ópu þegar evr­ópskir dóm­stólar komust að þeirri nið­ur­stöðu að tölvuris­inn hefði mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að meina fram­leið­endum ann­arra vef­vafra aðgangi að Windows-­stýri­kerf­inu. Í kjöl­farið spruttu fjöl­margir vafrar sem vef­verjar geta notað til við­bótar við Explor­er-vafra Microsoft.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None