Fulltrúar nokkurra af stærstu tónlistarmanna sögunnar hafa sett saman hóp sem gengur undir nafninu Global Music Rights og krefst þess að Youtube fjarlægi þúsundir laga sem hefur verið upphlaðið á vefinn þar sem Youtube hafi ekki leyfi til að deila tónlist þeirra. Verði Youtube ekki við beiðninni ætlar hópurinn að krefjast 127 milljarða króna í bætur.
Frá þessu er greint í frétt á vef Time.
https://www.youtube.com/watch?v=y6Sxv-sUYtM
Pharell, The Eagles og John Lennon
Á meðal þeirra sem eru í hópnum eru aðilar sem gæta hagsmuna Pharell Williams, The Eagles, Chris Cornell, John Lennon og Smokey Robinson. Það er mat hópsins að Youtube skorti leyfi fyrir um 20 þúsund lögum sem hægt er að hlusta á í gegnum vefinn.
https://www.youtube.com/watch?v=DVg2EJvvlF8
Google, sem á Youtube-vefinn, hefur hins vegar neitað að verða við kröfum hópsins og segist víst vera með réttu leyfin til að spila umrædd lög. Fyrirtækið ætlar því ekki að fjarlægja tónlistina af Youtube. Global Music Rights-hópurinn hefur svarað til baka og segir að ef tónlistin verði ekki fjarlægð muni hann stefna Youtube til greiðslu á einum milljarði dala, um 127 milljörðum króna.