Árið 2014: Af réttri leið

arid2014-leidrettingin.jpg
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og fyrrum efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, skrifar um nið­ur­fell­ingu á verð­tryggðum hús­næð­is­lán­um, hina svoköll­uðu Leið­rétt­ingu.

Undir lok árs­ins 2014 var því sem rík­is­stjórnin kallar Leið­rétt­ing­una hrint í fram­kvæmd. Þetta er um margt mjög áhuga­verð efna­hags­að­gerð. Um það bil 80 millj­arðar króna eru teknir úr sam­eig­in­legum sjóðum og not­aðir til að lækka höf­uð­stól hús­næð­is­lána nokkuð stórs hóps lands­manna.

Gylfi Magnússon, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi Magn­ús­son, lektor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands­.

Auglýsing

Nafnið á áætl­un­inni er auð­vitað skemmti­lega óskamm­feil­ið. Látið sem verið sé að leið­rétta eitt­hvað. Breyta ein­hverju sem var rangt og gera það rétt. Það er mjög lang­sótt. Það er ekk­ert rangt við þau lán sem lækka. Þau hafa ein­fald­lega hækkað að nafn­virði eða krónu­tölu þegar hver króna varð sífellt minna virði.

Skuldin hefur ekk­ert hækkað að raun­virði við það. Það er eðli verð­tryggðra lána og það vissu vænt­an­lega allir sem tóku slík lán. Grunn­mis­skiln­ing­ur­inn hér er að halda – eða þykj­ast halda – að krónan sé eins og ein­ing­arnar í metra­kerf­inu, tákni alltaf það sama, hvort sem það þarf 10 slíkar til að kaupa lítra af mjólk eða 100. Það er engin leið­rétt­ing fólgin í því að lækka slík lán með frekar handa­hófs­kenndum hætti og senda skatt­greið­endum reikn­ing­inn.

Hins vegar er auð­vitað rétt að mjög margir urðu fyrir tjóni  í svipt­ingum und­an­far­inna ára, m.a. þeir sem keyptu sína fyrstu fast­eign þegar verð þeirra var hátt og horfðu svo upp á eigið fé hverfa þegar verðið lækk­aði aft­ur. Vand­inn hér er sveiflur í fast­eigna­verði, bóla sem þenst út og spring­ur. Nákvæm­lega það sama gerð­ist í fjölda ann­arra landa með sömu afleið­ingum án þess að lán væru verð­tryggð.

­Meg­in­vand­inn við hina meintu leið­rétt­ingu er að það er reynt að taka á síð­ari vand­an­um, sveiflum í fast­eigna­verði og búsifjum fast­eigna­kaup­enda vegna þess, með því að hræra í lán­unum sem á hús­næð­inu hvíla. Það er ein­stak­lega ómark­viss leið

Meg­in­vand­inn við hina meintu leið­rétt­ingu er að það er reynt að taka á síð­ari vand­an­um, sveiflum í fast­eigna­verði og búsifjum fast­eigna­kaup­enda vegna þess, með því að hræra í lán­unum sem á hús­næð­inu hvíla. Það er ein­stak­lega ómark­viss leið, jafn­vel þótt menn fall­ist á, sem ekki er erfitt, að rétt sé að skipta þessum byrðum á fleiri en ein­göngu þá sem sann­an­lega urðu fyrir tjóni.

Dýrt og árang­urs­rýrtFyrir vikið verður þessi efna­hags­að­gerð óskap­lega dýr og árang­urs­rýr. Megnið af kostn­að­inum er vegna pen­inga sem renna úr rík­is­sjóði til fólks sem hefur litla þörf fyrir þá. Margir þeirra hafa raunar ekki orðið fyrir neinu tjóni vegna svipt­inga á fast­eigna­mark­aði, t.d. þeir sem keyptu sér sitt fyrsta hús­næði áður en bólan tók að þenj­ast út af krafti síðla árs 2004.

Þeir sem urðu fyrir mestu tjóni eða þurfa mest á aðstoð að halda fá í mörgum til­fellum lítið eða jafn­vel ekki neitt. Ein ástæða þess er að fyrri aðstoð er dregin frá greiðslum vegna hinnar svoköll­uðu leið­rétt­ing­ar. Af því að hún var að hluta tekju­tengd verður tekju­teng­ingin öfug núna, mest fer til fólks með til­tölu­lega háar tekj­ur. Annað sem veldur því er auð­vitað sú stað­reynd að tekju­hátt fólk býr almennt í dýr­ari húsum en tekju­lágt og skuldar meira. Þeir tekju­lægstu eiga raunar sjaldan eigið hús­næði og fá því ekk­ert út úr þess­ari aðgerð, óháð því hve grátt svipt­ingar und­an­far­inna ára hafa leikið þá.

Að­gerðin var sem sé sam­þykkt án þess að fyrir lægi nema að litlu leyti hvernig hún myndi nýt­ast. Það á ekki að gefa upp fyrr en í sér­stakri skýrslu á næsta ári.

Það er þó ekki hægt að full­yrða hve mikið af millj­örð­unum 80 fer til spillis í þessum skiln­ingi. Skýr­ingin er að ein­ungis mjög tak­mark­aðar upp­lýs­ingar hafa verið gefnar um það hvernig þessir 80 millj­arðar skipt­ast á hópa. Það var bara kynnt með glæru­sýn­ingu sem vakti fleiri spurn­ingar en hún svar­aði. Aðgerðin var sem sé sam­þykkt án þess að fyrir lægi nema að litlu leyti hvernig hún myndi nýt­ast. Það á ekki að gefa upp fyrr en í sér­stakri skýrslu á næsta ári.

Aðgerð sem þessa verður auð­vitað að vega og meta út frá því ann­ars vegar hvaða árangri hún skilar og hins vegar hverju hefði verið hægt að ná fram með sama til­kostn­aði með annarri ráð­stöfun þessa fjár.

Ýmis­legt hægt að gera fyrir 80 millj­arðaFyrir 80 millj­arða hefði verið hægt að gera tölu­vert. Það hefði verið hægt að bæta heil­brigð­is­kerfið (hefði lík­lega dugað lang­leið­ina fyrir nýjum Land­spít­ala), mennta­kerfið eða vega­kerf­ið. Það hefði verið hægt að bæta mjög hag þeirra verst settu í sam­fé­lag­inu með auknum fram­lögum til bóta­kerf­is­ins. Það hefði verið hægt að lækka skatta – nú eða sleppa því að hækka þá. Það hefði t.d. mátt sleppa því alveg að hækka mat­ar­skatt­inn. Það hefði líka mátt lækka skuldir hins opin­bera. Það hefði jafn­vel verið hægt að kaupa heilu skips­farmana af vél­byssum fyrir lög­regl­una ef út í það er far­ið. Nú eða reisa tvær Hörpur í Skaga­firði. List­inn er nán­ast enda­laus.

En ekk­ert af þessu var gert. Um það var tekin póli­tísk ákvörð­un. Sú ákvörðun kom auð­vitað ekki á óvart. Hún var óum­flýj­an­leg í ljósi þeirra lof­orða sem gefin höfðu verið í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu. Bless­un­ar­lega varð þó upp­hæðin sem varið var í þetta ein­ungis brot af því sem gefið var í skyn í aðdrag­anda kosn­ing­anna.

Í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi er auð­vitað skrýtið að skamma stjórn­mála­menn þegar þeir hrinda því í fram­kvæmd sem þeir hafa fengið umboð kjós­enda til að gera, eins og í þessu til­felli. Þá er í raun við kjós­end­urna sjálfa að sakast, eða a.m.k. þann hluta þeirra sem veitti slíkt umboð.

Það sama átti auð­vitað við í bólunni sem leiddi til hruns­ins. Rík­is­stjórnir þess tíma höfðu nokkuð skýrt lýð­ræð­is­legt umboð til að þenja út fjár­mála­kerf­ið, veikja reglu­verkið og taka ýmsar aðrar ákvarð­anir sem kyntu undir brjál­æð­inu. Enda gerðu þær það. 90% íbúða­lánin voru skýrt kosn­inga­lof­orð sem var efnt. Það er dæmi um grá­glettni örlag­anna að nú skuli þeir sem tóku þau fá hluta skuld­anna nið­ur­felldan vegna ann­ars kosn­inga­lof­orðs.

Kannski stað­festir þetta bara að Win­ston Churchill hafði rétt fyrir sér þegar hann komst að þeirri nið­ur­stöðu að lýð­ræði væri versta hugs­an­lega stjórn­ar­farið – að und­an­skyldum öllum öðrum sem reynd hafa ver­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None