Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna

„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sósíalistaflokkurinn hefur sent frá sér tilboð til kjósenda í tilefni af 17. júní sem snýst um að endurheimta fiskveiðilögsöguna úr höndum útgerðaraðalsins, að nýta auðlindir lands og sjávar til að byggja hér upp réttlátara samfélag, að efla verkalýðshreyfinguna og kveikja enn frekari hagsmunabaráttu almennings, að lýðræðisvæða atvinnulífið, að styrkja alla lýðræðisuppbyggingu sveitarfélaga, ríkisvalds og opinberra stofnana, að vinna gegn elítustjórnmálum með slembivöldu stjórnlagaráði og frekari þróun lýðræðis og setja skýr samfélagsleg markmið um alla uppbyggingu innviða og grunnkerfa samfélagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag.

Í tilboðinu kemur fram að Ísland standi nú á tímamótum við lok tímabils sem kennt hefur verið við nýfrjálshyggjuna. „Á þeim tíma voru samfélagsstoðir veiktar og nokkuð af þeim árangri sem náðst hafði með skipulagðri verkalýðsbaráttu á síðustu öld gekk til baka. Innviðir samfélagsins og helstu grunnkerfi eru nú veik og valdaójafnvægi hefur vaxið. Fram undan eru tæknibreytingar sem að óbreyttu auka enn við auð og völd hinna fáu, en munu skilja hin fátækari og valdalausari eftir. Og eins og hinn fjármálavæddi kapítalismi hefur brotið niður samfélögin hefur hann líka gengið svo á náttúrugæði að framtíð mannkyns og lífríkisins er í hættu,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

Fram kemur hjá sósíalistum að tilboð þeirra til kjósenda á þessum tímamótum sé að mæta þessum ógnum með samtakamætti almennings, með það að markmiði að byrðunum verði dreift jafnt en ávinningnum einnig.

„Nýliðin saga sýnir okkur hvers almenningur er megnugur ef honum auðnast að byggja upp samstöðu innan skipulagðrar baráttu. Afar okkar og ömmur, langafar og langömmur, hófu baráttu allslausrar alþýðu, réttinda- og eignarlauss fólks sem átti ekkert annað en vonina um betra samfélag. Þessu fólki tókst að umbreyta stöðu sinni í samfélaginu, bæta lífskjör sín og réttindi, og hafa afgerandi áhrif á mótun samfélagsins komandi kynslóðum til heilla.

Við erum þær kynslóðir. Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það. Og það er skuld okkar við fólkið sem háði baráttuna á síðustu og þar síðustu öld, að skilja svo við samfélagið að staða alþýðu manna sé miklum mun betri þegar við skilum samfélaginu af okkur en þegar okkur var treyst fyrir því,“ segir í tilkynningunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent