Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna

„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur sent frá sér til­boð til kjós­enda í til­efni af 17. júní sem snýst um að end­ur­heimta fisk­veiði­lög­sög­una úr höndum útgerðar­að­als­ins, að nýta auð­lindir lands og sjávar til að byggja hér upp rétt­lát­ara sam­fé­lag, að efla verka­lýðs­hreyf­ing­una og kveikja enn frek­ari hags­muna­bar­áttu almenn­ings, að lýð­ræð­i­svæða atvinnu­líf­ið, að styrkja alla lýð­ræð­is­upp­bygg­ingu sveit­ar­fé­laga, rík­is­valds og opin­berra stofn­ana, að vinna gegn elítu­stjórn­málum með slembivöldu stjórn­laga­ráði og frek­ari þróun lýð­ræðis og setja skýr sam­fé­lags­leg mark­mið um alla upp­bygg­ingu inn­viða og grunn­kerfa sam­fé­lags­ins.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá flokknum í dag.

Í til­boð­inu kemur fram að Ísland standi nú á tíma­mótum við lok tíma­bils sem kennt hefur verið við nýfrjáls­hyggj­una. „Á þeim tíma voru sam­fé­lags­stoðir veiktar og nokkuð af þeim árangri sem náðst hafði með skipu­lagðri verka­lýðs­bar­áttu á síð­ustu öld gekk til baka. Inn­viðir sam­fé­lags­ins og helstu grunn­kerfi eru nú veik og valda­ó­jafn­vægi hefur vax­ið. Fram undan eru tækni­breyt­ingar sem að óbreyttu auka enn við auð og völd hinna fáu, en munu skilja hin fátæk­ari og valda­laus­ari eft­ir. Og eins og hinn fjár­mála­væddi kap­ít­al­ismi hefur brotið niður sam­fé­lögin hefur hann líka gengið svo á nátt­úru­gæði að fram­tíð mann­kyns og líf­rík­is­ins er í hætt­u,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Fram kemur hjá sós­í­alistum að til­boð þeirra til kjós­enda á þessum tíma­mótum sé að mæta þessum ógnum með sam­taka­mætti almenn­ings, með það að mark­miði að byrð­unum verði dreift jafnt en ávinn­ingnum einnig.

„Ný­liðin saga sýnir okkur hvers almenn­ingur er megn­ugur ef honum auðn­ast að byggja upp sam­stöðu innan skipu­lagðrar bar­áttu. Afar okkar og ömm­ur, langa­far og langömm­ur, hófu bar­áttu alls­lausrar alþýðu, rétt­inda- og eign­ar­lauss fólks sem átti ekk­ert annað en von­ina um betra sam­fé­lag. Þessu fólki tókst að umbreyta stöðu sinni í sam­fé­lag­inu, bæta lífs­kjör sín og rétt­indi, og hafa afger­andi áhrif á mótun sam­fé­lags­ins kom­andi kyn­slóðum til heilla.

Við erum þær kyn­slóð­ir. Eins og fyrri kyn­slóðum tókst að umbreyta íslensku sam­fé­lagi með sjálf­stæð­is­bar­áttu almenn­ings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það. Og það er skuld okkar við fólkið sem háði bar­átt­una á síð­ustu og þar síð­ustu öld, að skilja svo við sam­fé­lagið að staða alþýðu manna sé miklum mun betri þegar við skilum sam­fé­lag­inu af okkur en þegar okkur var treyst fyrir því,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent