Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá

MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu (MDE) vís­aði í morgun frá kæru Ólafs Ólafs­sonar á hendur íslenska rík­inu. Dóm­ur­inn hafn­aði með afger­andi hætti að Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs til rétt­látar máls­með­ferð­ar.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Kjart­ans Björg­vins­sonar á Face­book í dag en hann var for­maður nefnd­ar­innar á sínum tíma.

„Ef nið­ur­staðan hefði orðið kær­anda í hag hefðu rann­sókn­ar­nefndir eins og við þekkjum þær lík­lega heyrt sög­unni til. Rann­sókn­ar­nefndir verða því áfram úrræði sem Alþingi getur nýtt til að varpa ljósi á stóru málin í sam­fé­lag­inu. Því má sann­ar­lega fagna á afmæli lýð­veld­is­ins. Gleði­lega þjóð­há­tíð,“ segir í færsl­unni.

Ólafur segir í yfir­lýs­ingu að hann meti nú hvort hann kjósi að höfða mál á hendur rík­inu fyrir íslenskum dóm­stólum vegna fram­göngu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is.

Auglýsing

Sagði vinnu nefnd­ar­innar vera „ein­hliða áras“ á sig

Kjarn­inn greindi frá því í júní 2019 að Ólafur teldi að nið­ur­staða Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um þátt­töku þýska einka­bank­ans Hauck & Auf­häuser í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans 2003, þar sem hann og við­skipta­fé­lagar hans voru sagðir hafa blekkt íslenska rík­ið, fjöl­miðla og almenn­ing, hefði vegið „al­var­lega að orð­spori mínu og æru án þess að ég hefði nokk­urt tæki­færi til að koma við vörnum eða nýta þau rétt­indi sem við teljum sjálf­sagt að fólk, sem borið er þungum sökum af hálfu stjórn­valda, njót­i.“ Hann kall­aði vinnu nefnd­ar­innar einnig „ein­hliða árás“ á sig.

Ólafur sendi kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu nokkrum mán­uðum eftir að nið­ur­staðan var birt í skýrslu, eða í júlí 2017. Ólafur vildi meina að hann hefði ekki notið rétt­inda sem honum væru tryggð í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu þar sem „um­gjörð og máls­með­ferð RNA hafi í raun falið í sér saka­mál á hendur honum og jafn­gilt refs­ingu án þess að hann hafi notið nokk­urra þeirra rétt­inda sem fólk sem borið er sökum á að njóta og er grund­völlur rétt­ar­rík­is­ins“.

Rík­ið, fjöl­miðlar og almenn­ingur blekktir

Nið­ur­staða nefnd­ar­inn­ar, sem skil­aði skýrslu sinni í mars 2017, var að ítar­leg gögn sýndu með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar fjár­­­festis not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um.“

Auk þess sýndi skýrslan að síð­­­ari við­­skipti á grund­velli ofan­­greindra leyn­i­­samn­inga hefði gert það að verk­um, að Well­ing & Partners fékk í sinn hlut rúm­­lega 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala sem voru lagðar inn á reikn­ing félags­­ins hjá Hauck & Auf­häuser. Snemma árs 2006, eða um þremur árum eftir við­­skiptin með eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, voru 57,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Mar­ine Choice Limited sem stofnað var af lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama en skráð á Tortóla. Raun­veru­­legur eig­andi Mar­ine Choice Limited var Ólafur Ólafs­­son.

Um svipað leyti voru 46,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors Limited sem einnig var skráð á Tortóla. Íslensk skatta­yf­ir­völd telja að eig­endur þess félags hafi verið bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, aðal­eig­endur Bakka­varar og stærstu eig­endur Kaup­þings fyrir hrun.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem nefndin sendi frá sér í aðdrag­anda þess að skýrslan var birt sýndu gögn máls­ins „hvernig íslensk stjórn­­völd voru blekkt og hvernig rangri mynd af við­­skipt­unum var haldið að fjöl­miðlum og almenn­ingi. Á hinn bóg­inn bendir ekk­ert til ann­­ars en að öðrum aðilum innan fjár­­­festa­hóps­ins sem keypti hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, S-hóps­ins svo­­kall­aða, hafi verið ókunn­ugt um leyn­i­­samn­ing­ana og að þeir hafi staðið í þeirri trú að Hauck & Auf­häuser væri raun­veru­­legur eig­andi þess hlutar sem hann var skráður fyr­­ir.“

Nið­ur­staðan von­brigði

Tyge Tri­er, danskur lög­maður sem sótti málið fyrir hönd Ólafs, segir nið­ur­stöð­una vera von­brigði, að því er fram kemur í yfir­lýs­ingu Ólafs vegna nið­ur­stöðu MDE.

„Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörð­un­ina, sem ein­ungis var tekin af þremur dóm­ur­um, sem aðvörun til íslenskra stjórn­valda að til staðar hafi verið alvar­leg álita­mál hvað mann­rétt­inda­sátt­mál­ann varð­ar, en einnig að til staðar hafi verið laga­leg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til með­ferð­ar. Í mínum huga er eng­inn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til frið­helgi einka­lífs og ætl­aðs sak­leys­is,“ segir lög­mað­ur­inn.

„Frá mínum sjón­ar­hóli og með minn bak­grunn sé ég alvar­leg álita­mál tengd ákvæðum 6.2 og 8 í mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og einnig að efast megi um hvort raun­hæfar leiðir hafi verið til staðar fyrir íslenskum dóm­stól­um. Dóm­ar­arnir í Strass­borg hafa nú – byggt á merki­legum yfir­lýs­ingum lög­manna íslenska rík­is­ins – stað­fest að þær leiðir séu til staðar fyrir íslenskum dóm­stól­um. Það er því nokkuð sem við þurfum að meta í fram­hald­inu. Mik­il­vægt er að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur í dag vakið athygli á þeim brota­lömum sem Ólafur sýndi fram á og byggt á nærri 30 ára reynslu minni á þessu sviði, er mitt mat að brotið hafi verið á rétti Ólafs til einka­lífs og til að vera tal­inn sak­laus,“ segir hann enn frem­ur.

Í yfir­lýs­ing­unni kemur fram að Ólafur meti nú hvort hann kjósi að höfða mál á hendur rík­inu fyrir íslenskum dóm­stólum vegna fram­göngu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. „Ég mun meta þessa nið­ur­stöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dóm­stólum er lít­ill að feng­inni reynslu og tím­anum sjálf­sagt betur varið til upp­byggi­legri mála,“ segir hann í yfir­lýs­ing­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent