Vilja láta utanaðkomandi rannsóknarnefnd sjá um úttekt á sóttvarnaaðgerðum

Þingflokkur Pírata segja það nauðsynlegt að fá óvilhalla, ítarlega og yfirgripsmikla rannsókn á afleiðingum ákvarðana sem teknar voru til að vernda heilsu og líf í COVID-19 faraldrinum. Ekki til að finna sökudólg – heldur til að draga lærdóm af ástandinu.

Lokun vegna COVID-19
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata telur nauð­syn­legt að fyr­ir­huguð úttekt á sótt­varna­að­gerðum verði fram­kvæmd af óháðri og utan­að­kom­andi rann­sókn­ar­nefnd sem Alþingi skip­ar. Óhjá­kvæmi­legt er að slík úttekt verði yfir­grips­mikil og ótækt ef for­sæt­is­ráð­herra skipar nefnd sem rann­sakar aðgerðir eigin rík­is­stjórn­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem þing­flokk­ur­inn sendi frá sér í dag.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra und­ir­­­byggi nú út­­tekt á að­­gerðum stjórn­­­valda í far­aldr­in­um. Hún sagði það mik­il­vægt að dreg­inn yrði lær­dómur af honum en end­an­legt fyr­ir­komu­lag úttekt­ar­innar lægi ekki fyr­ir.

„Það er mitt mat að við eigum að fara í slíka úttekt hér á Íslandi því það skiptir nátt­úru­lega miklu máli að draga ein­hverja lær­dóma af svona reynslu og fara yfir það í raun og veru hvernig stjórn­kerfið virk­aði og hvernig sam­starfs ólíkra aðila gekk,“ sagði ráð­herr­ann í sam­tali við Stöð 2.

Auglýsing

Rann­sókn fram­kvæmda­valds­ins á sjálfu sér ekki far­sæl leið til að tryggja traust

Þing­flokkur Pírata leggur í fyrsta lagi til að láta óháða og utan­að­kom­andi rann­sókn­ar­nefnd sjá um úttekt­ina, sem skipuð væri í sam­ræmi við lög um rann­sókn­ar­nefndir á vegum Alþing­is.

„For­dæmi er fyrir slíkum rann­sókn­ar­nefndum sem hafa skýrt umboð til að rann­saka athafnir fram­kvæmda­valds­ins og ríkar upp­lýs­inga­öfl­un­ar­heim­ild­ir. Rann­sókn fram­kvæmda­valds­ins á sjálfu sér er ekki far­sæl leið til að tryggja traust. Almenn­ingur hefur þurft að færa marg­vís­legar fórnir á síð­ustu mán­uðum og nauð­syn­legt að stjórn­völd dragi hag­nýtan og hlut­lægan lær­dóm af því sem á undan er geng­ið,“ segir í til­kynn­ingu Pírata.

Vilja ekki finna söku­dólg – heldur draga lær­dóm af ástand­inu

Í öðru lagi vill þing­flokk­ur­inn skil­greina úttekt­ina sem víð­tæka og yfir­grips­mikla. „Far­ald­ur­inn og sótt­varna­að­gerðir hafa snert flesta anga dag­legs lífs. Afleið­ing­arnar eru því að lík­indum margar og sumar ef til vill ekki komnar fram. Til þess að draga upp heild­stæða mynd af hinum for­dæma­lausu aðgerðum er nauð­syn­legt að litið verði til fleiri þátta en „hvernig stjórn­kerfið virk­aði og hvernig sam­starfs ólíkra aðila gekk,“ eins og for­sæt­is­ráð­herra komst að orð­i.“

Horfa þurfi til þátta á borð við geð­heil­brigði, heim­il­is­of­beld­is, áhrifa á jað­ar­setta hópa, skóla­starfs, áhrifa atvinnu­missis á efna­hags­lega stöðu fjöl­skyldna og fjöl­skyldu­lífs, mis­skipt­ingar og jöfn­uð­ar.

Benda þau á að íslenskt sam­fé­lag, eins og heims­byggðin öll, hafi þurft að búa við miklar tak­mark­anir á eðli­legu lífi und­an­farin miss­eri. Því sé það nauð­syn­legt að fá óvil­halla, ítar­lega og yfir­grips­mikla rann­sókn á afleið­ingum ákvarð­ana sem teknar voru til að vernda heilsu og líf. Ekki til að finna söku­dólga, heldur til að draga lær­dóm sem lagt getur grunn að upp­lýstri umræðu og við­brögðum við aðstæðum þar sem stjórn­völd þurfa að grípa til umfangs­mik­illa aðgerða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent