Vilja láta utanaðkomandi rannsóknarnefnd sjá um úttekt á sóttvarnaaðgerðum

Þingflokkur Pírata segja það nauðsynlegt að fá óvilhalla, ítarlega og yfirgripsmikla rannsókn á afleiðingum ákvarðana sem teknar voru til að vernda heilsu og líf í COVID-19 faraldrinum. Ekki til að finna sökudólg – heldur til að draga lærdóm af ástandinu.

Lokun vegna COVID-19
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata telur nauð­syn­legt að fyr­ir­huguð úttekt á sótt­varna­að­gerðum verði fram­kvæmd af óháðri og utan­að­kom­andi rann­sókn­ar­nefnd sem Alþingi skip­ar. Óhjá­kvæmi­legt er að slík úttekt verði yfir­grips­mikil og ótækt ef for­sæt­is­ráð­herra skipar nefnd sem rann­sakar aðgerðir eigin rík­is­stjórn­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem þing­flokk­ur­inn sendi frá sér í dag.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra und­ir­­­byggi nú út­­tekt á að­­gerðum stjórn­­­valda í far­aldr­in­um. Hún sagði það mik­il­vægt að dreg­inn yrði lær­dómur af honum en end­an­legt fyr­ir­komu­lag úttekt­ar­innar lægi ekki fyr­ir.

„Það er mitt mat að við eigum að fara í slíka úttekt hér á Íslandi því það skiptir nátt­úru­lega miklu máli að draga ein­hverja lær­dóma af svona reynslu og fara yfir það í raun og veru hvernig stjórn­kerfið virk­aði og hvernig sam­starfs ólíkra aðila gekk,“ sagði ráð­herr­ann í sam­tali við Stöð 2.

Auglýsing

Rann­sókn fram­kvæmda­valds­ins á sjálfu sér ekki far­sæl leið til að tryggja traust

Þing­flokkur Pírata leggur í fyrsta lagi til að láta óháða og utan­að­kom­andi rann­sókn­ar­nefnd sjá um úttekt­ina, sem skipuð væri í sam­ræmi við lög um rann­sókn­ar­nefndir á vegum Alþing­is.

„For­dæmi er fyrir slíkum rann­sókn­ar­nefndum sem hafa skýrt umboð til að rann­saka athafnir fram­kvæmda­valds­ins og ríkar upp­lýs­inga­öfl­un­ar­heim­ild­ir. Rann­sókn fram­kvæmda­valds­ins á sjálfu sér er ekki far­sæl leið til að tryggja traust. Almenn­ingur hefur þurft að færa marg­vís­legar fórnir á síð­ustu mán­uðum og nauð­syn­legt að stjórn­völd dragi hag­nýtan og hlut­lægan lær­dóm af því sem á undan er geng­ið,“ segir í til­kynn­ingu Pírata.

Vilja ekki finna söku­dólg – heldur draga lær­dóm af ástand­inu

Í öðru lagi vill þing­flokk­ur­inn skil­greina úttekt­ina sem víð­tæka og yfir­grips­mikla. „Far­ald­ur­inn og sótt­varna­að­gerðir hafa snert flesta anga dag­legs lífs. Afleið­ing­arnar eru því að lík­indum margar og sumar ef til vill ekki komnar fram. Til þess að draga upp heild­stæða mynd af hinum for­dæma­lausu aðgerðum er nauð­syn­legt að litið verði til fleiri þátta en „hvernig stjórn­kerfið virk­aði og hvernig sam­starfs ólíkra aðila gekk,“ eins og for­sæt­is­ráð­herra komst að orð­i.“

Horfa þurfi til þátta á borð við geð­heil­brigði, heim­il­is­of­beld­is, áhrifa á jað­ar­setta hópa, skóla­starfs, áhrifa atvinnu­missis á efna­hags­lega stöðu fjöl­skyldna og fjöl­skyldu­lífs, mis­skipt­ingar og jöfn­uð­ar.

Benda þau á að íslenskt sam­fé­lag, eins og heims­byggðin öll, hafi þurft að búa við miklar tak­mark­anir á eðli­legu lífi und­an­farin miss­eri. Því sé það nauð­syn­legt að fá óvil­halla, ítar­lega og yfir­grips­mikla rann­sókn á afleið­ingum ákvarð­ana sem teknar voru til að vernda heilsu og líf. Ekki til að finna söku­dólga, heldur til að draga lær­dóm sem lagt getur grunn að upp­lýstri umræðu og við­brögðum við aðstæðum þar sem stjórn­völd þurfa að grípa til umfangs­mik­illa aðgerða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent