Vill að Alþingi komi saman og afnemi kröfu um meðmælendalista

Vegna vandræða sem komið hafa upp við rafræna söfnun stjórnmálaflokka á meðmælendum vegna komandi kosninga vill þingmaður Pírata að kröfum um meðmælendur verði sleppt. Flokkarnir ellefu sem ætla sér framboð þurfa alls 20.790 undirskriftir frá kjósendum.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segist vera búinn að láta forseta Íslands vita af vandkvæðum í rafrænni söfnun meðmæla.
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segist vera búinn að láta forseta Íslands vita af vandkvæðum í rafrænni söfnun meðmæla.
Auglýsing

Núna í aðdrag­anda kosn­inga var sett upp nýtt raf­rænt kerfi á Ísland.is, þar sem kjós­endur geta mælt með fram­boðum stjórn­mála­flokka, svo þeir fái að bjóða fram til þings í lok sept­em­ber. Í gær voru hnökrar í kerf­inu og var það ekki í fyrsta sinn, en ávallt hefur verið leyst úr mál­um, sam­kvæmt svörum dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans.

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata telur vand­kvæðin á raf­ræna kerf­inu þó hafa verið svo alvar­leg að Alþingi ætti að koma saman sem fyrst og afnema kröfur sem gerðar eru um með­mæl­endur fram­boða fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Þetta viðr­aði þing­mað­ur­inn á sam­fé­lags­miðlum í gær og seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann enn vera sömu skoð­un­ar.

Hann nefndi sömu­leiðis við blaða­mann að hann væri búinn að láta Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, vita af mál­inu.

Það seg­ist Björn Leví hafa gert þar sem þing var form­lega rofið í upp­hafi ágúst­mán­aðar á rík­is­ráðs­fundi á Bessa­stöð­um. Ef það ætti að kalla þingið saman að nýju til þess að stroka út kröfur um með­mæl­enda­lista þyrfti for­set­inn að koma að því ferli.

Staf­rænn leið­togi kall­aður til

Þing­mað­ur­inn er ekki eini Pírat­inn sem hefur lýst yfir óánægju með ein­hverjar villur í kerf­inu. Gísli Ólafs­son, fram­bjóð­andi Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, sagði á Face­book í gær að hann og aðrir sem væru að safna und­ir­skriftum fyrir flokk­inn væru að lenda í því að und­ir­skrift­irnar væru ekki að skila sér eins og búast mætti við, þar sem kerfið væri sífellt að detta niður og bila.

„Við og aðrir stjórn­mála­flokkar höfum ítrekað kvartað til þeirra en ekk­ert ger­ist og nú þegar aðeins eru rúmar tvær vikur þar til und­ir­skriftir þurfa að vera komn­ar, þá lítur allt út fyrir að við þurfum að fara gegn COVID ráð­legg­ingum og safna þessu í per­són­u,“ sagði Gísli í færslu sinni.

Hann benti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Andra Heið­ari Krist­ins­syni, sem er staf­rænn leið­togi í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, á villu sem gerði þeim sem vilj­ugir voru til þess að ljá ein­hverju stjórn­mála­afli með­mæli sín raf­rænt ókleift að gera það.

Andri Heiðar sagð­ist í svari til Gísla ætla að skoða málið og sagði svo að brugð­ist hefði verið við þess­ari villu í kerf­inu, sem hefði stafað af gömlu SSL-­skíl­ríki hjá Þjóð­skrá sem runnið hefði út.

Kjarn­inn spurð­ist fyrir um málið hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu í gær og fékk þau svör síð­degis að gagna­teng­ing söfn­un­ar­kerfis með­mæl­enda­list­ans við Þjóð­skrá hefði rofnað og væri nýkomin aftur á.

Segj­ast hafa leyst úr öllum vand­ræðum

„Not­endur á þeim tíma hafa að lík­indum lent í vand­ræðum með að skrá sig,“ sagði Fjalar Sig­urð­ar­son upp­lýs­inga­full­trúi dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í svari til Kjarn­ans. Í kjöl­farið spurði blaða­maður hvort þetta væru einu vand­kvæðin sem til­kynnt hefði verið um í sam­bandi við með­mæla­kerf­ið. Svo er ekki.

Auglýsing

„Frá því kerfið var sett í gang hefur ráðu­neytið annað slagið fengið ábend­ingar um hnökra og hefur ráðu­neytið ávallt brugð­ist strax við því svo úr mætti bæta,“ segir í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Þar segir að ein­hverjir ann­markar hafi verið tækni­legs eðl­is, „en einnig var eitt­hvað um mis­tök þeirra sem stofna listana á vefn­um.“ Ávallt hefði verið leyst úr mál­um.

Vert er að taka fram að blaða­maður er búinn að prófa að nota kerfið til þess að veita fram­boði með­mæli. Það gekk smurt fyrir sig.

„Ráðu­neytið hefur frá upp­hafi verið í þéttum og góðum sam­skiptum við full­trúa stjórn­mála­flokk­anna, kynnt fyrir þeim kerfið og fundað með þeim og tækni­fólki til að fara yfir þau vanda­mál sem upp hafa komið við notkun á kerf­inu. Okkar tengiliðir hjá flokk­unum hafa unnið þetta verk­efni af yfir­vegun með ráðu­neyt­in­u,“ segir einnig í svari ráðu­neyt­is­ins.

Hvert ein­asta fram­boð þarf 1.890 und­ir­skriftir

Allir flokkar sem ætla að bjóða fram til Alþingis í haust þurfa að safna að minnsta kosti 1.890 und­ir­skriftum frá almenn­ingi, en þeim er gert skylt að skila inn á milli 30 og 40 und­ir­skriftum fyrir hvert þing­sæti sem er í boði.

Fram­boð í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þarf því að skila 240 und­ir­skriftum hið minnsta, enda 8 þing­menn í kjör­dæm­inu, á meðan fram­boð í Suð­vest­ur­kjör­dæmi þarf að skila inn 390 gildum und­ir­skriftum frá kjós­endum þar sem þing­menn kjör­dæm­is­ins eru 13 tals­ins.

Hver og einn ein­stak­lingur getur ein­ungis mælt með einu fram­boði í sínu kjör­dæmi. Ell­efu flokkar hafa boðað að þeir ætli sér að bjóða fram til Alþingis eftir mánuð og ef það á allt saman að ganga upp þurfa að minnsta kosti 20.790 kjós­endur að ljá ein­hverjum lista sín með­mæli.

Þetta er því nokkur vinna fyrir flokk­ana í aðdrag­anda kosn­inga, eins og Stefán Páls­son sagn­fræð­ing­ur, sem þekkir vel til í her­búðum Vinstri grænna, nefndi á Twitter á dög­un­um.

Björn Leví segir við Kjarn­ann að það sé alltaf mikil vinna fyrir fram­boðin að safna und­ir­skrift­unum í aðdrag­anda kosn­inga. Raf­ræna kerfið hafi alveg hjálpað til og virst vera mjög aðgengi­legt, þar til upp hafi komið villur sem geri það að verkum að kerfið sé ekki aðgengi­legt.

Hann seg­ist hugsi yfir því að þurfa mögu­lega að fara að stökkva af stað núna, á mun skemmri tíma en verið hef­ur, til að safna und­ir­skriftum með gamla lag­inu. „Þetta er bara stress,“ segir Björn Leví.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent