Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm

Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Auglýsing

Í drögum að frum­varpi sem birt hefur verið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda af félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu, þar sem Guð­mundur Ingi Guð­brands­son sit­ur, er lagt til að greiðslu­tíma­bil end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris verði tvö­faldað að lengd, og verði allt að 36 mán­uðir í stað þeirra 18 mán­aða sem það er í dag. 

Í drög­unum er einnig lagt til að heim­ild til að fram­lengja greiðslu­tíma­bil end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris verði lengd úr 18 í 24 mán­uði. „Þannig er gert ráð fyrir að tíma­bil end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris verði allt að fimm ár í stað þriggja ára sam­kvæmt gild­andi lög­um. Jafn­framt er lagt til það skil­yrði fyrir fram­leng­ingu greiðslna að end­ur­hæf­ing með aukna atvinnu­þátt­töku að mark­miði sé enn metin raun­hæf og því gert ráð fyrir auknum kröfum um fram­vindu end­ur­hæf­ingar og áherslu á end­ur­komu við­kom­andi á vinnu­mark­að.“

End­ur­hæf­ing­ar­líf­eyrir er ætl­aður þeim sem eru óvinnu­færir vegna sjúk­dóma eða slysa og eru í end­ur­hæf­ingu til að kom­ast aftur út á vinnu­mark­að. Meg­in­skil­yrði fyrir veit­ingu end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris eru að umsækj­andi sé óvinnu­fær vegna sjúk­dóma eða slysa og taki þátt í end­ur­hæf­ingu með starfs­hæfni að mark­miði. Til þess að eiga rétt á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri þarf að upp­fylla ákveðin skil­yrð­i. 

Kostar rík­is­sjóð rúm­lega tíu millj­arða á ári

End­ur­hæf­ing­ar­líf­eyrir er greiddur af Trygg­inga­stofnun rík­is­ins. Sam­kvæmt drög­unum sem kynnt hafa verið í sam­ráðs­gátt­inni liggur ekki fyrir mat á fjár­hags­legum áhrifum þess að lengja tíma­bil end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris með þeim hætti sem er lagt til. Rík­is­sjóður greiddi 8,4 millj­arða króna í end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri í fyrra og sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins í ár er gert ráð fyrir að kostn­aður rík­is­sjóðs verði 10,5 millj­arðar króna.

Auglýsing
Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2023 er gert ráð fyrir að kostn­aður vegna end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris drag­ist lít­il­lega saman á næsta ári og á árinu 2024, en verði orð­inn 10,7 millj­arðar króna árið 2025. Fyrir liggur að ekki er gert ráð fyrir leng­ingu á tíma­bili end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris í þeim töl­u­m. 

Dæmi um ein­stak­linga sem hafa full­nýtt rétt

Frum­varp­inu er ætlað að vera fyrsta skref í átt að nýju greiðslu- og þjón­ustu­kerfi vegna starfs­getu­miss­is. Mark­miðið er, líkt og áður sagði, að tryggja þeim sem hafa misst starfs­getu end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri til lengri tíma en nú gild­ir. 

Í drög­unum segir að dæmi séu um að ein­stak­lingar hafi full­nýtt rétt sinn til greiðslu end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris áður en starfsend­ur­hæf­ing er talin full­reynd og að það auki líkur á því að ein­stak­lingar verði metnir til örorku þrátt fyrir að enn séu taldar líkur á að ná megi árangri með frek­ari end­ur­hæf­ing­u. 

Þar er einnig full­yrt að  heilt yfir hafi dregið úr fjölgun þeirra sem fá sam­þykktan örorku­líf­eyri á síð­ustu árum sam­hliða því að fjölgað hefur í hópi þeirra sem fá sam­þykktan end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. Sam­an­lagður fjöldi örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega hefur þó hald­ist í hendur við mann­fjölda á sama aldri síð­ustu ár, þannig að um til­færslu milli hópa er að ræða. 

Telja að lengra tíma­bil auki líkur á end­ur­komu á vinnu­markað

Í grein­ar­gerð sem fylgir með frum­varps­drög­unum kemur fram að þeim fækki eftir árum sem fá örorku­líf­eyri eftir að töku end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris lýkur og því megi draga þá ályktun að með því að lengja end­ur­hæf­ing­ar­tíma­bilið auk­ist líkur á end­ur­komu á vinnu­mark­að. 

Fjöldi einstaklinga sem hefja töku endurhæfingarlífeyris á árunum 2014-2018, fjöldi sem hefur fengið greiðslur í 18 mánuði eða lengur, fjöldi sem hefur fullnýtt alla 36 mánuðina og fjöldi sem hefur fengið örorkulífeyri.

Í töfl­unni hér að ofan sést að fjöldi þeirra sem fengu end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri greiddan hefur vaxið um rúm­lega 24 pró­sent frá árinu 2014 og til loka árs 2018, eða um 359 manns. Sú breyt­ing hefur orðið á tíma­bil­inu að hlut­fall þeirra sem nýta töku líf­eyr­is­ins í 18 mán­uði hefur farið úr 48 í 40 pró­sent en hlut­fall þeirra sem nýtir alla þá 36 mán­uði sem standa til boða hefur á móti hækkað úr fjögur í sjö pró­sent. 

Fjöldi þeirra sem eru á örorku árið 2022 úr hópnum sem hóf að fá greiddan end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri árið 2014 er 61 pró­sent. Hlut­fall þeirra sem hófu töku end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris árið 2018 sem er á örorku í ár er hins vegar mun lægra, eða 43 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent