„Dragsýningar eru enginn staður fyrir börn.“ Þannig hefst Twitter-færsla þingmanns Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Texas, sem undirbýr nú frumvarp sem börnum verður bannað að sækja dragsýningar.
Rúmum tveimur vikum eftir skotárás í grunnskóla í smábænum Uvalde í Texas, þar sem 19 börn og tveir fullorðnir létust, hefur umræða um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum komist í hámæli enn á ný. En íhaldssami, kristni, stolti Texasbúinn og verjandi frelsisins, eins og Bryan Slaton lýsir sér á Twitter, er með önnur forgangsmál.
„Pervertískt fullorðið fólk sem vill kynlífsvæða börn “
Um síðustu helgi hélt hinsegin barinn Mr. Misster í Oak Lawn í Texas dragsýningu þar sem fjölskyldur voru velkomnar. Viðburðurinn, sem er hluti af Hinsegin mánuði sem fagnað er víðs vegar í Bandaríkjunum í juní, féll ekki í kramið hjá hópi fólks sem blés til mótmæla fyrir utan staðinn og fjölskylduvæna dragsýningin var einnig harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum.
Þetta vakti athygli þingmannsins sem tilkynnti á mánudag að hann ætli að leggja fram frumvarp á næsta þingi Texas-ríkis þar sem börnum verði bannaður aðgangur að dragsýningum.
Í tilkynningu sem hann sendi frá sér segir hann atburði síðustu helgar hafa verið óhugnanlega og hafi sýnt „truflandi tilhneigingu þar sem pervertískt fullorðið fólk er heltekið af því að kynlífsvæða ung börn“.
Drag shows are no place for a child.
— Bryan Slaton (@BryanforHD2) June 6, 2022
I would never take my children to a drag show and I know Speaker Dade Phelan and my Republican colleagues wouldn’t either.
I will be filing legislation to address this issue in the new #txlege . pic.twitter.com/R7NkX7ADBR
Slaton, sem starfaði sem predikari um áratugaskeið, á sjálfur tvö börn og segist ekki getað hugsað sér að fara með þau á dragsýningu og segist fullviss að það eigi líka við flokkssystkini sín. Það dugi hins vegar ekki til. „Að vernda börnin okkar er ekki nóg, það er á okkar ábyrgð sem löggjafa að bregðast við kynlífsvæðingunni sem er að eiga sér að stað þvert yfir Texas,“ segir í tilkynningu þingmannsins.
Hann hefur áður látið að sér kveða í málefnum hinsegin fólks þegar hann barðist fyrir því að kynleiðréttingarferli ungmenna yrði flokkað sem barnaníð. Sú tillaga var felld á þinginu í Texas á síðasta ári.
Talsmenn hinsegin samfélagsins í Texas segir framganga þingmannsins ógna tilverurétti þeirra. Tillaga Slaton hefur aftur á móti notið töluverðs stuðnings Íhaldsmanna á landsvísu.
„Við erum greinilega lífshættulegri en byssur“
Dragdrottningar úr einum vinsælasta raunveruleikaþætti heims, RuPaul's Drag Race, hafa látið í sér heyra. Þeirra á meðal er Alyssa Edwards, en einkunnarorð hennar, „Hvað í andskotanum er í gangi hér í dag“ eða „What the f*** is going on in here on this day?“ hafa líklega aldrei átt betur við.
Alyssa, sem er frá Texas, benti Slater á það í færslu á Twitter að hann hafi sjálfur tíst meira um drag heldur en skotárásina í Uvalde. „Snýst þetta virkilega um börnin eða snýst þetta um pólitík?“
My thoughts:
— Alyssa Edwards (@AlyssaEdwards_1) June 7, 2022
1) Our God is a God of Love.
2) Parents are a child’s 1st & most important teacher/role model.
3) Drag is an art form which is subjective.
4) You, sir, have tweeted more about #drag than the loss at #Uvalde. Is this truly about children or politics? #Priorities pic.twitter.com/lawP6pJMek