Vindmyllur Danaveldis uppfylltu raforkuþörf landsins í hvassviðri - umframorkan úr landi

h_01864864-1.jpg
Auglýsing

Vind­myllu­garð­ar­ ­upp­fylltu alla raf­orku­þörf Dan­merkur í hvass­viðri sem gekk yfir landið á fimmtu­dag­inn, og var umframorkan sem vind­myll­urnar beisl­uðu úr vind­orkunn­i ­seld til Þýska­lands, Nor­egs og Sví­þjóð­ar. Breski frétta­mið­ill­inn The Guar­dian greinir frá mál­inu.

Á fimmtu­dags­kvöldið fram­leiddu vind­myllur Dana­veldis raf­magn sem sam­svarar 116 pró­sentum af raf­orku­þörf lands­ins. Klukkan 03:00 aðfara­nótt föstu­dag­ins, þegar eft­ir­spurn eftir raf­magni dettur jefnan niður yfir hánótt­ina, hækk­að­i fram­leiðslu­getan upp í 140 pró­sent umfram eft­ir­spurn.

Um 80 pró­sent af umframorkunni var skipt bróð­ur­lega á milli Þýska­lands og Nor­egs, sem hafa yfir bún­aði að ráða sem getur varð­veitt ork­una til notk­unar síð­ar. Sví­þjóð tók fimmt­ungs­hlut­inn sem eftir var.

Auglýsing

Engir draum­órar að end­ur­nýj­an­leg orka sjái jörð­inni fyrir raf­magni„Þetta ­sýnir að hug­myndir um að end­ur­nýj­an­legir orku­gjafar sjái jörð­inni fyrir orku eru engir draum­ór­ar,“ hefur The Guar­dian eftir Oli­ver Joy tals­manni evr­ópsku vind­orku­sam­tak­anna (The European Wind Energy Associ­ation). „Vind­orka og aðrir end­ur­nýj­an­legir orku­gjafar geta verið lausnin við kolefn­islosun heims­ins, og tryggt orku­ör­yggi þegar mikið liggur við.“

Upp­lýs­ing­arnar um áður­nefnda raf­orku­fram­leiðslu vind­myll­anna voru fyrst birtar á vef­síðu Energinet, sem rekur danska raf­orku­flutn­ings­kerf­ið, en þar er hægt að sjá hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í raf­orku­kerf­inu í raun­tíma. Þar má sjá að vind­myllu­garðar Dana­veldir voru meira að segja ekki á fullum afköst­um, sem eru 4,8 gígawött, þegar hvass­ast var á fimmtu­dag­inn og aðfara­nótt föstu­dags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None