Vind­orkan áskorun fyrir stjórn­kerfi skipu­lags- og orku­mála

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir ræddi við Kjarnann fyrir skemmstu og fór þar yfir þau álitamál sem eru til staðar hvað vindorku varðar. Hún segir ekki sjálfgefið að nýta skuli þegar röskuð svæði, eins og til dæmis við hálendisbrúnina, undir vindmyllur.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar.
Auglýsing

Víða um land hafa fram­­kvæmda­að­ilar nú uppi áform um upp­­­bygg­ingu vind­orku­vera, svo mjög að stundum er jafn­­vel talað um „vind­­myllu­­kapp­hlaup“ í þeim efn­­um. Ásdís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, sem lét af störfum sem for­stjóri Skipu­lags­stofn­unar á síð­asta ári eftir níu ár í emb­ætti, segir þetta vera stöðu sem „dregur fram ýmsa þekkta veik­­leika í stjórn­­­kerfi skipu­lags­­mála og stjórn­­­sýslu og ekki síður stjórn­­­kerfi orku­­mála og sam­­spili orku- og skipu­lags­­mála“.

Í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist á dög­unum sagði Ásdís Hlökk mjög mikla þörf á að sett væri fram skýr­ari og útfærð­ari stefna í orku­málum og sagði núver­andi orku­stefnu tala „frekar almennum orð­u­m“.

„[Þ]að sem við eigum eftir að fá rætt í meiri þaula og útfært og ná sam­eig­in­­legum skiln­ingi um er hvað ætlum við og þurfum við að fram­­leiða mikla orku í þessu landi til næstu ára­tuga, til hvaða nota á þessi orka að fara og hvernig tryggjum við að hún fari þang­að. Þetta eru spurn­ingar sem í mínum huga verða að fást skýr­­ari svör við af hálfu lög­­gjafans og stjórn­­­valda og verður að fara fram opn­­ara sam­­tal um, meira en bara að ein­hverjir hópar setj­­ist niður og búi til módel um hvað sá hópur telur æski­­legt að fram­­leiða mikla orku í land­in­u,“ sagði Ásdís Hlökk.

Auglýsing

Hvað skipu­lags­­málin varðar þurfi svo að setja fram stefnu um hvað eigi að ráða varð­andi stað­­setn­ingu ein­stakra vind­orku­vera.

„Vind­orkan er þannig að hana þarf að stað­­setja þar sem er vind­­ur, og það vill svo til að það er víð­­ast hvar á Íslandi, svo það er tak­­mörkuð kríter­ía, en engu að síður auð­vitað atriði sem þarf að ganga út frá. Stað­­setn­ing ein­stakra vind­orku­vera þarf einnig að ráð­­ast af því hvar er hægt að koma þessum stóru íhlutum á vett­vang, það þarf að vera höfn og góðir vegir og það þarf að vera hægt að koma orkunni frá sér inn á flutn­ings­­kerf­ið, svo það eru ákveðnar tækn­i­­legar breytur sem þarf að taka til­­lit til. En stóru, stóru skipu­lags­­málin sem er snúnast að takast á við, það eru áhrifin á ásýnd lands, á búset­u­lands­lag og karakter og stað­­ar­­sér­­­kenni og ímynd svæða. Nánd­­ar­á­hrif á nágranna og svo áhrif á nátt­úru­far og þá ekki síst á fugla­líf, og auð­vitað áhrif á aðrar atvinn­u­­grein­­ar, eins og ferða­­þjón­ust­una, sem er auð­vitað mjög stór atvinn­u­­grein sem byggir á nátt­úru lands­ins,“ segir Ásdís Hlökk og bætir við að fyrir liggi í könn­unum meðal erlendra ferða­­manna að þeir komi til Íslands fyrst og fremst til að upp­­lifa og njóta íslenskrar nátt­úru – víð­sýn­is­ins og lands­lags­ins.

Bæði kostir og gallar við að vind­orkan fari í ramma

„Auð­vitað fela þessi stóru hreyf­­an­­legu mann­­virki í sér mikla breyt­ingu þar sem þau verða vel sýn­i­­leg. Það er áskorun að velja réttu verk­efn­in, réttu stað­ina,“ segir Ásdís Hlökk, sem segir í því til­­liti að það fylgi því bæði kostir og gallar að vind­orku­verk­efnin fari í gegnum ramma­á­ætl­­un.

„Ramma­á­ætlun er sann­­ar­­lega ekki galla­­laust verk­­færi og löngu tíma­­bært að end­­ur­­skoða verk­lag og umgjörð þar, en það er þó mikil lukka að vind­orkan er þó í þessu ramma­á­ætl­­un­­ar­­ferli enn sem komið er, því þar fer fram ákveðin sam­ræmd grein­ing á einum stað. En gall­inn er meðal ann­­ars að ramma­á­ætl­­un­­ar­verk­lagið skoðar hvern virkj­un­­ar­­kost fyrir sig, okkur skortir heild­­stæða stefn­u­­mótun og skoðun á sam­­legð­­ar­á­hrifum af því að virkja vind­inn víða,“ segir Ásdís Hlökk.

„Það er ákveð­inn vandi á höndum við að ákveða hvernig haga skal ákvarð­ana­­töku um vind­ork­una til fram­­tíð­­ar. Það hefur verið skoðað að fara sömu leið og gert er sum­­­staðar í nágranna­löndum okk­­ar, að þessar ákvarð­­anir séu bara teknar af sveit­­ar­­fé­lög­un­um, eins og aðrar skipu­lags­á­kvarð­­anir almennt, en þá verðum við að hafa það í huga að þar sem það er gert þá eru alltaf inn­­­grips­heim­ildir og mög­u­­leiki rík­­is­ins til að taka yfir slíkar ákvarð­an­­ir. Slík inn­­­gripsúr­ræði höfum við ekki í íslenskum skipu­lags­lög­­um. Ég hef nú gjarnan verið tals­­kona þess að við eigum ekki að finna upp hjólið heldur kynna okkur hvað er gert ann­ars staðar og taka mið af því við þróun á okkar skipu­lags­lög­­gjöf, en við verðum þó að vera var­kár við að taka ekki ein­­stök ákvæði sam­heng­is­­laust úr lög­­­gjöf og praxís ann­ars staðar og stinga inn í okkar kerfi og vera mjög var­kár ef valið verður að fara þá leið að færa þessar ákvarð­­anir meira eða alfarið til sveit­­ar­­fé­laga, þá verða að fylgja því ein­hverjar breyt­ingar í þá veru að rík­­is­­valdið geti tekið þær ákvarð­­anir yfir og haft eitt­hvað um þær að segja,“ segir Ásdís Hlökk.

Þau sjón­­­ar­mið hafa svo verið viðruð að best væri að nýta þau land­­svæði sem þegar eru röskuð vegna orku­vinnslu undir vind­orku­ver.

„Ég held að við þurfum að gæta okkar á slíkum alhæf­ing­um, því sú orku­vinnsla sem er fyrir felur í sér allt ann­­ars konar land­nýt­ingu, ann­­ars konar mann­­virki og allt önnur áhrif á lands­lag. Það er vissu­­lega ákveðin ein­­földun en það er svo­­lítið eins og að halda því fram að það sé ákjós­­an­­legt að nýta svæði þar sem lengi hefur verið lágreist byggð til að byggja háhýsa­hverfi. Það á bara ekki alls staðar við. Ég hef til dæmis efa­­semdir um að það sé æski­­leg­­ast að byggja vind­orku­ver við hálend­is­brún­­ina þó að þar séu fyrir vatns­­afls­­virkj­un­­ar­­svæði sem eru vissu­­lega röskuð og þar sem er til­­­tölu­­lega hand­hægt að tengj­­ast flutn­ings­­kerf­inu, þá erum við þarna á brún­­inni á þessum miklu víð­ernum og vin sem hálendið er. Þessi mál eru heil­­mikil áskorun fyrir okkar stjórn­­­kerfi, ekki síst í því til­­liti að sveit­­ar­­stjórnir eru margar og með tak­­mark­aða burði til að kljást við stóra aðila sem fara mik­inn og bjóða jafn­­vel gull og græna skóga,“ segir Ásdís Hlökk.

„Ábyrgð­ar­hluti“ að fara með stór áform inn í lítil sam­fé­lög

Hún segir líka víti að var­­ast í þessum efn­­um. Það er ábyrgð­­ar­hluti að fara fram með stór fram­­kvæmda­á­­form inn í lítil sam­­fé­lög og sveit­­ar­­fé­lög.

„Það geta orðið svo hat­rammar deilur um upp­­­bygg­ingu að það grær seint eða aldrei um heilt. Við höfum séð alltof mörg dæmi um þetta; vega­fram­­kvæmd­ir, virkj­ana­fram­­kvæmdir og fleira. Það er ábyrgð­­ar­hluti að fara inn í lítil sam­­fé­lög með stór upp­­­bygg­ing­­ar­á­­form og skiptir máli hvernig að því er staðið og hvernig mál eru borin upp og sam­­skipti eru við nær­­sam­­fé­lag­ið, sveit­­ar­­stjórn og svo fram­­veg­is,“ segir Ásdís Hlökk.

Einnig eigum við nú þegar stand­andi vitn­is­­burð um að í okkar skipu­lags­fram­­kvæmd höfum við ekki sam­tengt ákvarð­­anir sem eru háðar hver annarri næg­i­­lega vel.

„Við eigum hálf­­­byggt álver úti í Helg­u­vík sem engar virkj­­anir voru fyrir og engar raf­­línur lágu að og svo er það þessi sorg­­ar­­saga sem er kís­­il­verið í Helg­u­vík, og fullá­­for­mað kís­­il­ver við hlið þess sem ekki hafa haf­ist fram­­kvæmdir við. Við verðum að draga lær­­dóm af þessum verk­efn­um, þar sem farið hefur verið fram af svo miklu kappi í ákveðna upp­­­bygg­ingu og að hefja fram­­kvæmdir þótt að það liggi fyrir að for­­sendur upp­­­bygg­ing­­ar­innar séu ekki til stað­­ar.“

Ítar­legt við­tal Kjarn­ans við Ásdísi Hlökk má lesa með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent