Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum

Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Auglýsing

Vinstri græn munu ekki sækj­ast eftir því að taka þátt í við­ræðum um meiri­hluta­sam­starf í borg­inni. Frá þessu greinir Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík, á Face­book.

Líf segir það gleði­legt að flokk­ur­inn hafi haldið sínum borg­ar­full­trúa en að nið­ur­stöður kosn­ing­anna séu veru­leg von­brigði fyrir flokk­inn. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinsti grænna, sagði í Silfr­inu á RÚV í morgun að flokk­­ur­inn þurfi að velta fyrir sér hvort hann eigi erindi í borg­ar­stjórn eftir nið­ur­stöðu kosn­­ing­anna.

Auglýsing
Líf ráð­færði sig við félaga í flokknum og eru þau sam­mála um að „nið­ur­staða kosn­ing­anna kalli á að við Vinstri græn leggj­umst vel yfir það hvernig okkur getur tek­ist betur að koma okkar mál­efnum til skila. Til þess ætlum við að gefa okkur svig­rúm.“

Líf segir að flokknum hafi ekki tek­ist að afreka það sem þau höfðu vænt­ingar til, að styrkja rödd félags­legs rétt­læt­is, kven­frelsis og umhverf­is­verndar í borg­ar­stjórn með því að bæta við borg­ar­full­trú­um.

Frá­far­andi meiri­hluti féll í kosn­ing­unum í gær og fær tíu borg­ar­full­trúa kjörna. Líf segir að Vinstri græn muni veita nýjum meiri­hluta öfl­ugt og mál­efna­legt aðhald og verði ávallt til­búin til sam­starfs um mál sem miða að fram­gangi femín­is­ma, félags­legs rétt­læt­is, umhverf­is­verndar og lofts­lags­að­gerða.

Ljóst er að staðan í borg­inni er snúin og flæk­ist jafn­vel enn þá meira með yfir­lýs­ingu Lífar um að Vinstri græn ætli ekki að taka þátt í meiri­hluta­sam­starfi.

Við Vinstri græn héldum okkar borg­ar­full­trúa og er það gleði­legt. Hins vegar eru nið­ur­stöður kosn­ing­anna veru­leg...

Posted by Líf Magneu­dóttir on Sunday, May 15, 2022

Við­reisn lýsir yfir vilja til áfram­hald­andi meiri­hluta­sam­starf

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisnar í borg­inni, gefur hins vegar í skyn í færslu á Face­book að flokkur hennar sé reiðu­bú­inn til að halda áfram í meiri­hluta í borg­ar­stjórn.

Hún segir ljóst að næsta verk­efni í borg­inni verði að mynda starf­hæfan meiri­hluta til að leiða Reykja­vík næstu fjögur árin.

„Ég vona að okkur beri gæfa til að það verði meiri­hluti sem mun áfram leiða Reykja­vík í átt að því að verða meiri borg. Borg þar sem hægt verður að byggja upp lif­andi borg­ar­stemn­ingu í öllum hverfum með skyn­samri þétt­ingu og auk­inni atvinnu og þjón­ustu inn í hverf­in. Borg þar sem haldið verður áfram að ein­falda þjón­ustu og færa hana nær borg­ar­bú­um, þar sem stutt verður við atvinnu­lífið og þar sem haldið verður þétt um rekstur borg­ar­inn­ar. Það eru mál­efnin sem þurfa að ráða för í þessum næsta fas,“ skrifar Þór­dís Lóa og bendir á þetta séu þau áherslu­mál sem Við­reisn lagði upp með í nýaf­stað­inni kosn­inga­bar­áttu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Mynd: Bára Hulda Beck

Við­reisn fékk 5,2 pró­sent fylgi og missti einn borg­ar­full­trúa. Þór­dís Lóa verður því eini borg­ar­full­trúi Við­reisnar í borg­inni. Hún segir það mikil von­brigði að Pawel Bar­toszek hafi ekki náð kjöri. „Hann hefur unnið vel með fólki í öllum flokkum og haldið vel utan um skipu­lags­mál­in. En hann mun áfram starfa mér við hlið sem vara­borg­ar­full­trúi og við tvö munum áfram vera rödd sam­tals, yfir­veg­unar og frjáls­lyndis í borg­ar­stjórn,“ skrifar Þór­dís Lóa.

Hún segir Við­reisn vera öfga­lausan miðju­flokk sem geti unnið bæði til hægri og vinstri „En áherslur okkar virt­ust ekki ná almenni­lega í gegn í síð­ustu vik­unni, þegar bar­áttan um atkvæðin hófst fyrir alvöru. Það breytir því ekki að bar­áttan okkar var jákvæð og skemmti­leg og ég er stolt af henni, “ segir í færslu Þór­dísar Lóu.

Nú er búið að telja upp úr kjör­köss­unum og ljóst að næsta verk­efni hér í Reykja­vík er að mynda starf­hæfan meiri­hluta til­...

Posted by Þór­dís Lóa on Sunday, May 15, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent