Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun

Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir erfitt að draga heild­stæða ályktun af nið­ur­stöðu kosn­ing­anna, jafnt fyrir Vinstri græn sem aðra flokka. Ýmis tíð­indi sé að finna í nið­ur­stöð­unum en erfitt að fá heild­ar­sýn.

Hún hefði viljað upp­skera betur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Þetta er fjölgun frá síð­ustu kosn­ing­unum en auð­vitað verður maður að setja það í sam­hengi við að það voru ekk­ert afskap­lega margir full­trúar fyr­ir.“

Auglýsing

Þetta er meðal þess sem fram kom á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un, þar sem Katrín ræddi nið­ur­stöður sveit­ar­stjórna­kosn­ing­anna ásamt Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og Loga Ein­ars­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Katrín seg­ist lesa nið­ur­stöð­urnar þannig að Vinstri grænum hafi ekki tek­ist að byggja upp öfl­ugt starf á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Það er alveg á hreinu. Aug­ljós­lega er þetta eitt­hvað sem við verðum að taka til okk­ar.“ Í umræðum í Silfr­inu á RÚV um nið­ur­stöðu kosn­ing­anna sagði Katrín að flokk­ur­inn þurfi að velta fyrir sér hvort flokk­ur­inn eigi erindi í borg­ar­stjórn eftir nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík, heldur sínu sæti en flokk­ur­inn tapar samt sem áður fylgi.

Besti árangur Fram­sóknar slak­ari en versti árangur Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Áslaug Arna segir það mik­il­væg­asta í nið­ur­stöðum kosn­ing­anna að meiri­hlut­inn í borg­inni er fall­inn, sem eru skýr skila­boð um breyt­ingar og í raun ágætis árang­ur. Áslaug Arna benti á að Fram­sókn er ekki með sínum mesta sigri að ná versta árangri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík og líkti sveit­ar­stjórn­ar­mál­unum við golf þar sem flokkar eru með mis­mun­andi for­gjöf.

Auglýsing

Logi líkti nið­ur­stöðu Sam­fylk­ing­ar­innar í borg­inni, sem missti tvo borg­ar­full­trúa, við Mack­in­tos­h-dollu þar sem megi finna góða og slæma mola. Hann hélt sig því við sæl­gæt­is­mynd­lík­ing­una því í við­tali á kosn­inga­vöku RÚV í gær líkti hann nið­ur­stöð­unni við nammi­bar, það er sæta og súra mola.

Borg­ar­stjóri geti verið upp­lits­djarfur

Logi segir það vera afrek að hafa stýrt borg­inni í 12 ár og ráð­ist í breyt­ingar sem hafa skilað því að breyta Reykja­vík úr þorpi í evr­ópska stór­borg. „Ég tel að Dagur B. geti verið upp­lits­djarfur í dag og ég held að hann eigi mögu­leika,“ sagði Logi á Sprengisandi.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Logi segir það ekki rétt að kjós­endur vilji breyt­ingar í borg­inni þar sem flokkar sem hafna borg­ar­línu, líkt og Sjálf­stæð­is­flokkur og Mið­flokk­ur, hafi ekki riðið feitum hesti. Áslaug Arna hafn­aði því og sagði það skýr skila­boð um breyt­ingar þegar meiri­hlut­inn fell­ur, og það í annað sinn.

Áslaug sagði Loga og borg­ar­stjóra vera að finna hækju fyrir fall­inn meiri­hluta. Logi sagði engan hafa verið hækju í núver­andi meiri­hluta. „Það eru margir flokkar sem geta komið að þess­ari nauð­syn­legu aðgerð sem við verðum að ráð­ast í í borg­inni. Það væri ótrú­lega vont ef við færum í ein­hverri gam­al­dags, asna­legri flokkapóli­tík að fórna þeim frá­bæra árangri sem náðst hefur á síð­ustu 12 árum.“

Kjós­endur að átta sig á hvað Fram­sókn stendur fyrir

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir árang­ur­inn hjá flokknum stór­kost­legan hring­inn í kringum land­ið. Hann segir ákveðna breyt­ingu vera að eiga sér stað í íslensku sam­fé­lagi. „Það sem er að ger­ast er að almenn­ingur á Íslandi er að opna augu sín fyrir því sem Fram­sókn stendur fyr­ir, er að hafna öfgum sem við sjáum kannski meira úti í heimi, þess­ari pól­aris­er­ing­u,“ sagði Sig­urður Ingi í Silfr­inu, sem telur flokk­inn vera á réttri leið.

Sig­urður Ingi tók undir orð Egils Helga­sonar þátta­stjórn­anda um að það væri eðli­leg krafa að Fram­sókn verði í borg­ar­stjórn og jafn­vel að borg­ar­stjóri verði úr þeirra flokki. „Það vilja margir vinna með okk­ur, kannski af því að við erum öfga­laus, ég veit að flokk­ur­inn í Reykja­vík mun nálg­ast þetta af yfir­veg­un.“

Skýrt ákall um breyt­ingar þegar meiri­hlut­inn fellur aðrar kosn­ingar í röð

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var sér­stak­lega spurður út í fylgi flokks­ins í Garða­bæ, sem mælist í fyrsta sinn undir 50 pró­sent­um. „Mér finnst nú mestu skipta að við erum með sjö af ell­efu bæj­ar­full­trú­um,“ svar­aði Bjarni í Silfr­inu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Skjáskot: RÚV

Hann benti á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram stærsti flokk­ur­inn á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu með 110 full­trúa á lands­vísu, sex færri en eftir síð­ustu kosn­ing­ar. „Ég veit að við erum að tapa sums staðar en í heild­ar­fjölda bæj­ar­full­trúa er tapið ekki eins og það ber með sér, og ég ætla ekki að dylja það, en við höfum að sjálf­sögðu metnað til að vera enn stærri, ekki bara í Reykja­vík.“

Bjarni segir þró­unin í borg­inni mega að hluta til mega rekja til fjölgun borg­ar­full­trúa úr 15 í 23 sem tók gildi árið 2018. Þá segir hann það skýrt ákall um breyt­ingar að aðrar kosn­ing­arnar í röð falli sitj­andi meiri­hluti.

„Það er ekk­ert annað en sann­gjarnt að segja að þetta er ákall um breyt­ing­ar, nákvæm­lega hvernig úr spil­ast fer rosa­lega mikið eftir þessu fólki, hvernig það nær sam­an, hvernig það treystir hvert öðru, hvað Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætlar sér,“ sagði Bjarni, sem telur að Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni, muni ekki úti­loka sam­starf við neinn flokk eins og sumir flokkar hafa gert. Hún sagði skýrt í við­tölum í morgun að flokk­ur­inn muni ekki úti­loka neinn flokk í við­ræðum um meiri­hluta­sam­starf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent