Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér

Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.

Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, átti ekki von á jafn góðu gengi og nið­ur­stöður borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga sýna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vann sinn stærsta sigur í borg­inni og fær fjóra borg­ar­full­trúa en flokk­ur­inn var ekki með full­trúa í borg­ar­stjórn á síð­asta kjör­tíma­bili . Meiri­hlut­inn er fall­inn en fær tíu borg­ar­full­trúa. Tólf þarf til að mynda meiri­hluta.

Einar sagði á Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun að hann ætli að taka því alvar­lega að láta mál­efnin ráða för við myndun meiri­hluta, verði flokk­ur­inn í þeirri aðstöðu, sem verður að telj­ast lík­legt.

Auglýsing

Einar segir nið­ur­stöð­una merki um að fólk vilji breyt­ingar á póli­tískri for­ystu í borg­inni og segir hann flokk­inn til­bú­inn að fara inn í meiri­hluta­við­ræður með opnum huga. „Við erum til­búin að láta gott af okkur leiða og axla póli­tíska ábyrgð og veita for­ystu fyrir þessum breyt­ing­um,“ segir Ein­ar. Fram­sókn ætli að taka dag­inn til að melta nið­ur­stöð­urnar og kosn­inga­sig­ur­inn.

Nið­ur­stöð­urnar sýni stuðn­ing við borg­ar­línu og sam­göngusátt­mála

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, segir nið­ur­stöð­urnar sýna stuðn­ing við borg­ar­línu og sam­göngusátt­mála þar sem flokkar sem eru fylgj­andi þeim mál­efnum ná um 60 pró­sent fylgi. Sam­fylk­ingin tap­aði tveimur borg­ar­full­trúum í kosn­ing­unum í gær.

„Þetta er kannski svona stóra mynd­in. Þetta eru margir flokkar og fylgið dreif­ist. Það þarf að ræða málin og finna út hvernig er hægt að ná meiri­hluta í kringum áhersl­ur,“ sagði Dagur á Sprengisandi.

Dagur segir að ef meiri­hlut­inn hefði haldið hefði það verið fyrsti kostur að halda sam­starf­inu áfram. Það sé hins vegar ekki raunin en flokk­arnir sem mynd­uðu meiri­hluta eftir síð­ustu kosn­ingar trúi á sömu fram­tíð­ar­sýn í stórum atrið­um. „En þeirri fram­tíð­ar­sýn deila auð­vitað miklu fleiri.“

„Við erum stærst“

Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni, fagnar því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé áfram stærsti flokk­ur­inn í borg­inni þó hann hafi tapað tveimur borg­ar­full­trú­um. „Við erum stærst, við vissum það í nokkrar vikur að við myndum ekki ná sama árangri og fyrir fjórum árum, okkur mætti svona mik­ill vindur í fangið á síð­ustu vikum og slæmar kann­an­ir. Og við erum svo­lítið þannig gerð að þegar við fáum vind­inn í fangið þá þéttum við rað­irnar og gefum enn frekar í,“ sagði Hildur á Sprengisandi. Hún seg­ist þó ekki geta tekið undir grein­ingu Dags þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi alltaf stutt sam­göngusátt­mála.

Hildur BJörnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mynd: Bára Huld Beck

Hildur segir að nið­ur­staða kosn­ing­anna sýni að fólk vilji breyt­ing­ar, nýja for­ystu. Hún segir í raun ekki skipta máli hver verði borg­ar­stjóri heldur verði mál­efnin að ráða för. Borg­ar­stjór­inn sé sann­ar­lega áhrifa­mik­ill en það sé hluti af þeim samn­inga­við­ræðum sem eru fram undan að ákveða hver verði borg­ar­stjóri.

Óljós svör um fram­tíð Dags sem borg­ar­stjóra

Aðspurður hvort hann sé til­bú­inn að snúa sér að öðrum störfum í meiri­hluta en emb­ætti borg­ar­stjóra, líkt og þegar Jón Gnarr varð borg­ar­stjóri þegar hann leiddi Besta flokk­inn, seg­ist Dagur ætla að setj­ast niður með sínu fólki og sam­starfs­fólki í borg­ar­stjórn og ræða stöð­una. „Það eru ekki til neinar leik­reglur um hvernig meiri­hluta­við­ræður eiga sér stað. Við þurfum að nýta tím­ann vel næstu daga til að mynda meiri­hluta,“ sagði Dagur á Sprengisandi.

Auglýsing
Borgarstjórastóllinn, auk nið­ur­stöður sveit­ar­stjórna­kosn­ing­anna í heild sinni, var einnig til umræðu í Silfr­inu á RÚV. Þar sagði Einar borg­ar­stjóra­stól­inn ekki vera sér­stakt mark­mið í sjálfu sér. „Við þurfum að sjá hvert þessi umræða um mál­efni leiðir okkur og meta svo stöð­una,“ sagði Einar í Silfr­inu. „Það er sveifla með þess­ari hug­mynda­fræði að vera lausn­a­miðuð og sann­gjörn í garð ann­arra.“

Sam­fylk­ing, Píratar og Sós­í­alista­flokkur úti­loka sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokknum

Dagur segir að það verði bara að koma í ljós hvort „löngum og ströng­um“ borg­ar­stjórn­ar­ferli hans sé lok­ið. „Núna er það í okkar höndum að ná saman um lyk­il­málin til að mynda starf­hæfan og góðan meiri­hluta og síðan skipta verk­um, þar á meðal því hver verður borg­ar­stjóri.“ Dagur segir það mjög lang­sótt að Sam­fylk­ing geti starfað með Sjálf­stæð­is­flokki í borg­ar­stjórn þar sem fram­tíð­ar­sýn flokk­anna sé mjög ólík.

Píratar úti­loka sömu­leiðis sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk. „Ein­fald­lega vegna þess að okkar helsta bar­áttu­mál er bar­áttan gegn spill­ingu og við teljum Sjálf­stæð­is­flokk­inn ekki vera trú­verð­ugan í því sam­heng­i,“ sagði Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í Reykja­vík, í Silfr­inu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Mynd: Bára Huld Beck

Píratar eru eini flokk­ur­inn í núver­andi meiri­hluta sem bætir við sig fylgi. „Það er ynd­is­leg­t,“ segir Dóra Björt, sem vonar að kjós­endur séu að átta sig á að Píratar séu trausts­ins verðir þar sem flokk­ur­inn hefur bætt við sig borg­ar­full­trúa í síð­ustu tvennum kosn­ing­um.

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista, segir ákall um kjör hinna verst settu hafa skilað flokknum þessu góða gengi en flokk­ur­inn bætir við sig einum borg­ar­full­trúa. Sanna sér fyrir sér Sam­fylk­ingu, Sós­í­alista, Pírata og Flokk fólks­ins í borg­ar­stjórn, flokka sem mynda félags­hyggju­stjórn. „Mér finnst þurfa að vera mjög skýrt í hvaða átt Fram­sókn stefn­ir,“ sagði Sanna í Silfr­inu.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn úthúði ekki öðrum fram­boðum

Hildur segir ýmsa mögu­leika í stöð­unni sem verði að skoða og hlakkar hún til að setj­ast að samn­inga­borð­inu með öðrum odd­vit­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn úti­lokar ekki sam­starf við neinn flokk. „Við höfum ekki haft þann sið á að úthúða öðrum fram­boðum hvað það varðar að geta ekki sest niður við borðið með þeim og unnið með þeim og starfað með þeim þó að hér geri það aðrir í okkar garð auð­vit­að. En við erum breiðu flokkur og sam­an­sa­töndum af mjög fjöl­breyttu fólki og kunnum að vinna með öðru fólki sem er ekki eins og við, alltaf,“ segir Hildur sem er spennt fyrir kom­andi sam­tölum næstu daga.

Odd­vit­arnir voru að öðru leyti var­kárir í umræðum um myndun meiri­hluta en Dagur og Dóra Björt segja það rétt­ast að frá­far­andi meiri­hluti ræði fyrst saman um næstu skref.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent