Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga

Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.

BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Auglýsing

Hlýnun jarðar vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum gerir það tvisvar sinnum lík­legra að rign­ingar eins og þær sem urðu í Suð­ur­-Afr­íku í apríl orsaki gríð­ar­leg flóð og aur­skriður líkt og raunin varð.

Þetta er nið­ur­staða vís­inda­hóps á vegum The World Weather Attribution. Reuters greinir frá. Skyndi­flóð sem urðu við strand­borg­ina Durban varð 435 að bana og olli því að tug­þús­undir misstu heim­ili sín. Mikið tjón varð á veg­um, raf­magns­línum og vatns­lögnum í þess­ari mestu hafn­ar­borg Suð­ur­-Afr­íku og einni stærstu í Afr­íku.

Auglýsing

Vís­inda­menn­irnir greindu veð­ur­gögn og settu þau í hermi­líkan til að bera saman áhrif veð­ur­fars dags­ins í dag og veð­ur­far í lok nítj­ándu aldar – áður en iðn­bylt­ingin og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem henni fylgdi hófst. Á þeim tíma var með­al­hiti á Jörð­inni 1,2 gráðum lægri en hann er nú. Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar er m.a. sú að sögn vís­inda­mann­anna að vænta má ham­fara eins og þeirra sem urðu í Durban einu sinni á hverju tutt­ugu ára tíma­bili. Ef losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda væri á pari við það sem þekkt­ist fyrir iðn­bylt­ingu yrðu slíkar ham­farir lík­lega á um fjöru­tíu ára fresti.

Gríð­ar­miklar rign­ingar geta átt sér stað óháð lofts­lags­breyt­ingum en lík­urnar á þeim hafa auk­ist mik­ið, um 4-8 pró­sent, með losun af manna völd­um.

Líkur en ekki full­vissa

Það fylgir því alltaf óvissa að meta líkur á nátt­úru­ham­för­um. Lyk­il­orðið er einmitt alltaf „lík­ur“ – aldrei full­vissa.

Vís­inda­menn­irnir benda í rann­sókn sinni á að suð­aust­ur­strönd Afr­íku verði fyrir áhrifum af veð­ur­kerfum yfir hafi sem sýnt hefur verið fram á að lofts­lags­breyt­ingar hafi þegar gert ill­víg­ari.

World Weather Attribution, WWA, eru sam­tök sér­fræð­inga sem sér­hæfa sig í að fylgj­ast með breyt­ingum á veð­ur­fari og kort­leggja frá­vik. Þau telja að gríð­ar­leg rign­ing­ar­veður séu orðin algeng­ari í sunn­an­veðri Afr­íku en áður. Veðrið í nokkrum löndum sunnan mið­baugs hefur verið mjög óvenju­legt það sem af er ári. Þrír felli­byljir og tveir hita­belt­is­stormar gengu yfir á aðeins sex vikna tíma­bili. Þetta hafði mikil og nei­kvæð áhrif á líf yfir einnar millj­ónar manna, m.a. vegna mik­illar úrkomu og flóða.

Vís­inda­menn sam­tak­anna segja að vegna mjög tak­mark­aðra veð­ur­gagna sé þó ekki hægt að full­yrða að lofts­lags­breyt­ingar séu almennt að auka tíðni slíkra ofsa­veðra í heims­hlut­anum en gögnin frá Durban og nágrenni skera sig þó úr og því hægt að álykta um það svæði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent