Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen þarf að endurkalla 482 þúsund bíla með dísel vél, sem komu á götunu á árunum 2009 til 2015. Umhverfisráðuneyti Bandaríkjanna komst að þessari niðurstöðu, að innköllunin væri nauðsynleg, þar sem hugbúnaðargalli í bílunum gerði það að verkum að bílarnir menguðu mun meira en þeir áttu að gera.
Gallinn kominn í ljós við prófanir þar sem búnaður sem stýrir vélargangi og notkun vélarafls var ekki að virka rétt, með þeim afleiðingum að tíu til fjörtíufalt meiri nítróoxíð mengun gert vart við sig.
Þetta gæti orðið Vokswagen dýrt, þar sem sektin nemur 37.500 Bandaríkjadölum á hvert skipti þar sem ólöglega mikil mengun mælist. Hæsta sekt sem bílaframleiðandi hefur fengið, vegna of mikllar mengunar, er þegar Hyundai og Kia voru sektuð um 300 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 40 millljörðum króna.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum halda því fram að stjórnendur Volkswagen hafi svindlað á mengunarvarnarprófunum, og reynt að koma bílunum í gegnum þau gegn betri vitund. Mögulegt er að gefnar verði út ákærur á hendur stjórnendunum, samkvæmt upplýsingum LA Times.
.@latimesopinion: If Volkswagen accusations hold up–that it purposely cheated pollution tests–we should be outraged http://t.co/oA1miUfG2W
— Los Angeles Times (@latimes) September 19, 2015