Sérstök vorútgáfa vikuritsins Vísbendingar, sem er opin öllum, kom út síðasta föstudag. Hægt er að lesa blaðið í heild sinni með því að smella hér.
Í blaðinu er sjónum beint sérstaklega að stöðu nýsköpunar, sprotastarfsemi og tæknifyrirtækja hérlendis og hugsanlegum leiðum til að bæta hana. Þar má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity, um frumkvöðlastarfsemi, leikjaframleiðslu og sprotafjárfestingar.
Einnig skrifa þar Steinunn Bragadóttir og Finnborg S. Steinþórsdóttir hjá Feminískum fjármálum um kynjahalla í fjárfestingum í nýsköpun og Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við HÍ, um iðnaðarstefnu fyrir Ísland.
Þá má líka finna svör þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkunum á alþingi um það hvernig hið opinbera ætti að stuðla að vexti nýsköpunar hérlendis á næstu árum, auk þess sem lagt er mat á nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Fjármögnun sprotafyrirtækja og staða vísisjóða á tímum COVID er einnig til umfjöllunar í blaðinu, sem og grein um mikilvægi nýsköpunar til þess að bregðast við loftslagsvandanum. Einnig er fjallað um stöðu hugverkaiðnaðar í íslensku hagkerfi og svo er lærdómur dregin af bandarísku sýslunni King County sem stjórnar meirihluta allrar skýjaþjónustu heimsins.
Vísbending er vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun sem kemur út á föstudögum. Hægt er að gerast áskrifandi að ritinu með því að smella hér.