Ein af tíu ríkustu konum heims er nú álitin vera Meg Whitman, fyrrverandi forstjóri Ebay og nú forstjóri Hewlett Packard (HP). Whitman er 58 ára gömul og hóf störf hjá Hewlett Packard sem forstjóri árið 2011. Hún stýrði uppbyggingu Ebay frá 1998 og fram á árið 2008, þegar hún hætti sem forstjóri. Helmingur af tæplega tveggja milljarða dala eignum hennar, eða 240 milljarða króna, er bundinn í hlutabrefum í Ebay. Hún stýrði uppbyggingu fyrirtækisins frá upphafi, og þar til það var orðið stóru verslunarveldi á netinu.
Hún þykir með áhrifamestu konum heims, afburða stjórnandi og hugsuður þegar kemur að straumum og stefnum í viðskiptum.
Whitman er með MBA próf frá Harvard háskóla og BA próf frá Princeton.