Yfir þúsund manns látnir í Nepal - Neyðarsöfnun hafin á Íslandi

h_51904283-1.jpg
Auglýsing

Talið er að yfir þús­und manns hafi farist í jarð­skjálfta af stærð­inni 7,8 sem reið yfir í Nepal klukkan rúm­lega sex í morgun að íslenskum tíma. Ljóst er að tala lát­inna á eftir að hækka enn frekar, því margra er sakn­að eftir skjálft­ann. Nú vinna björg­un­ar­sveitir og íbúar á svæð­inu hörðum höndum að því að grafa fólk úr rústum bygg­inga, sem féllu margar hverjar eins og spila­borgir þegar skjálft­inn skók Nepal.

Skjálft­inn átti upp­tök sín mitt á milli tveggja stærstu borga lands­ins, Katmandú og Pok­hara, en þetta var öfl­ug­asti jarð­skjálfti sem mælst hefur á svæð­inu í átta­tíu ár. Neyð­ar­á­standi hefur verið lýst yfir í Nepal, og fjöldi ríkja og helstu hjálp­ar­sam­tök heims heitið Nepölum aðstoð.

Grann­ríki Nepals fundu vel fyrir skjálft­an­um, en í Ind­landi, Tíbet og Bangla­dess hefur verið til­kynnt um mann­tjón sökum hans. Þá létu að minnsta kosti þrettán lífið í snjó­flóði við Ever­est­fjall, en Íslend­ing­arnir Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dóttir og Ingólfur Ragnar Axels­son, sem hyggj­ast klífa fjall­ið, eru bæði heil á húfi sem og fjórir aðrir Íslend­ingar sem vitað er um í Nepal.

Auglýsing

Rauði kross­inn á Íslandi hefur ákveðið að leggja fimm millj­ónir króna til hjálp­ar­starfs­ins í Nepal, þar sem starfs­menn og sjálf­boða­liðar vinna baki brotnu við að aðstoða þolendur jarð­skjálft­ans mikla. Hægt er að styrkja Rauða kross­inn með því að hringja í 904-1500 (fram­lag: 1.500 kr), 904-2500 (fram­lag 2.500 kr) eða 904-5500 (fram­lag 5.500 kr). Einnig er hægt að leggja fé inn á reikn­ing Rauða kross­ins 0342-26-12, kt. 530269-2649.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None