Ýmsir telja almennan rekstrarkostnað fram sem nýsköpun til að fá styrki úr ríkissjóði

Veittir nýsköpunarstyrkir úr ríkissjóði jukust um 145 prósent milli 2019 og 2020. Ríkisskattstjóri segir að misnotkun á stuðningnum, í formi óréttmætra endurgreiðslna, geti leitt leitt til verulegra útgjalda af hálfu hins opinbera og raskað samkeppni.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Auglýsing

Hækkun á nýsköp­un­ar­styrkjum úr rík­is­sjóði hefur leitt til auk­innar ásóknar í styrk­ina, og frá 2011 til loka síð­asta árs jókst veit­ing þeirra um 817,14 pró­sent. Í krónum þýðir það að árið 2011 voru veittir nýsköp­un­ar­styrkir upp á 634,6 millj­ónir króna en í fyrra námu styrkirnir 5.185,5 millj­ónum króna. Á milli áranna 2019 og 2020 hækk­aði veittur stuðn­ingur um 145 pró­sent og félögin sem sóttu um stuðn­ing fóru úr því að vera 163 í 201. 

Ástæðan er sú að stuðn­ingur við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki var aukin sem hluti af ráð­stöf­unum til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru í fyrra. Breyt­ing­arnar sem þá röt­uðu í lög fólu í sér að við útreikn­ing skatt­frá­dráttar verði aðeins miðað við eina hámarks­fjár­hæð, sem verði 1,1 millj­arður króna, við álagn­ingu áranna 2021 og 2022 vegna  rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ar. Þar af verði nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum heim­ilt, en ekki skylt, að telja til rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar allt að 200 millj­ónum króna vegna aðkeyptrar þjón­ust­u. 

Auglýsing
Þá var komið á þrepa­skipt­ingu sem felur í sér að lítil og með­al­stór félög geti átt rétt á skatt­frá­drætti sem nemur allt að 35 pró­sent af útlögðum kostn­aði vegna stað­festra verk­efna á gild­is­tíma bráða­birgða­á­kvæð­is­ins. End­ur­greiðslu til stórra fyr­ir­tækja var líka hækk­uð, úr 20 í 25 pró­sent. 

Nú liggur fyrir Alþingi frum­varp frá þing­flokki Við­reisnar um að gera þessa hækkun var­an­lega. Málið hefur hlotið fram­gang. Búið er að mæla fyrir því og það er nú til með­ferðar hjá efna­hags- og við­skipta­nefnd. Hún hefur kallað eftir umsögnum um það og ein slík barst í gær, frá rík­is­skatt­stjóra.

Hann hefur ýmis­legt við frum­varpið að athuga.

Almennur rekstr­ar­kostn­aður sagður nýsköpun

Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra bendir á í umsögn sinni að fram­kvæmd sú sem snerti nýsköp­un­ar­styrki sé afar flókin þar sem erfitt geti verið að skilja á milli venju­bund­ins rekstr­ar­kostn­aðar og kostn­aðar vegna nýsköp­un­ar­verk­efna. Á stundum þurfi sér­hæfða þekk­ingu til að skilja þar á milli.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Bára Huld Beck.

Áhyggjur rík­is­skatt­stjóra eru ekki úr lausu lofti gripn­ar. Sam­kvæmt því sem fram kemur í umsögn­inni hefur reynslan af úthlutun nýsköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði sýnt „að ekki er van­þörf á eft­ir­liti með þessum mála­flokki þar sem nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­ar­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­heyri frekar eðli­legum end­ur­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­festra nýsköp­un­ar­verk­efna.“ 

Rík­is­skatt­stjóri bendir á að ekki hafi verið sett með lögum ákvæði um beit­ingu álags eða ann­arra refsi­við­ur­laga til að bregð­ast við eða skapa varn­að­ar­á­hrif vegna „hátt­semi sem sam­rým­ist ekki lögum þessum“.

Mis­notkun kostn­að­ar­söm og raskar sam­keppni

Í umsögn­inni segir að kostn­að­ar­grein­ar­gerðir fyr­ir­tækja sem sækj­ast eftir nýsköp­un­ar­styrkj­um, og árit­aðar eru af end­ur­skoð­anda, skoð­un­ar­manni eða við­ur­kenndum bók­ara byggi almennt ein­ungis á nið­ur­stöðum bók­halds­reikn­inga og stað­hæf­ingum for­stöðu­manna við­kom­andi fyr­ir­tækja, um að til­tek­inn kostn­aður telj­ist rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ur. Sjaldn­ast virð­ist því byggt á sjálf­stæðu mati og skoðun fag­að­ila, að sögn rík­is­skatt­stjóra. „Ekki ætti að þurfa að árétta að mis­notkun á þessum stuðn­ingi með órétt­mætum kostn­að­ar­færslum getur leitt til veru­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera, í formi órétt­mætra end­ur­greiðslna, auk þess að raska sam­keppni á mark­að­i.“

Í ljósi alls þess telur rík­is­skatt­stjóri „óvar­legt að gera ráð­staf­anir sem ljóst þykir að muni leiða til auk­ins umfangs mála­flokks­ins til fram­búð­ar, og auk­inna end­ur­greiðslna úr rík­is­sjóði, án þess að hugað sé að því hvernig styrkja megi við­eig­andi reglu­verk í því skyni að ein­falda og styrkja umrædda fram­kvæmd. Slíkar breyt­ingar væru jafn­framt til þess fallnar að auka gagn­sæi og fyr­ir­sjá­an­leika gagn­vart skatt­að­il­u­m.“

Þá telur rík­is­skatt­stjóri sér­stak­lega æski­legt að sam­hliða fyr­ir­hug­aðri breyt­ingu lög­un­um, verði af henni, þá verði látið liggja skýrt fyrir hvort aðkeyptur kostn­aður frá tengdum aðila skuli falla undir styrk­hæfan kostnað eða ekki. Í lög­unum eins og þau eru í dag ein­ungis tekið á því hvernig fari með kostnað vegna aðkeyptrar rann­sókn­ar- eða þró­un­ar­vinnu sem veitt er af ótengdum aðil­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent